Tíminn - 19.04.1988, Side 6

Tíminn - 19.04.1988, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. apríl 1988 Um 64% allra 3ja-5 ára barna í landinu á dagvistarstofnun 1986: Oll smábörn á Bíldudal í leikskóla Á Bíldudal voru öll 3ja, 4ra og 5 ára börn á dagvistarstofnun árið 1986 og sömuleiðis 40% allra barna 2ja ára og yngri. Síðarnefnda hlutfallið er þó hærra í raun þar sem fátítt mun að börn séu sett í daggæslu strax við fæðingu. Bíldudalur virðist þarna hafa tekið vissa forystu í framboði dagvistarplássa fyrir sína yngstu borgara. Þó skal tekið fram að á Bíldudal er fyrst og fremst um leikskólapláss að ræða. í mörgum öðrum sveitarfélögum er hlutfall barna á dagheimil- um (í heils dags gæslu) mun hærra en á Bíldudal, t.d. um 21% allra 3ja til 5 ára barna á höfuðborgarsvæðinu. í sex öðrum sveitarfélögum var hlutfall 3ja-5 ára barna á leikskólum frá 90 til 97% árið 1987 og sömuleiðis frá 17% og upp í 57% allra barna 0-2ja ára. ( 12 syeitarfélögum til viðbótar er hlutfallið 80-90% eldra hópsins í dagvistun. Á höfuðborgar- svæðinu voru þetta ár 71% eldri barnanna á dagvistarstofnunum (um 50% á leikskólum. og 21% á dag- heimilum) og 14% allra barna 2ja ára og yngri. Um 10.400 bömá dagvistarstofnunum Framangreindar tölur ér að finna í Hagtíðindiim Hagstofunnar. í dés- ember 1986 voru alls um 10.400 börn á 190 dagvistarstofnunum á landinu. Þar af lang stærsti hópurinn, um 8.263 börn, á aldrinum 3ja, 4rá og 5 ára, sem var um 64% af öllum börnum á þeim aldri á landinu öllu. Börnum á dagvistarstofnunum hafði þá fjöigað úr 7.700 frá árinu 1981, eða um 35%. Hlutfal! 2ja ára barna og yngri á dagvistarstofnunum var álíka á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, eða um 14% af öllum börnum í landinu á þeim aldri. Fóstrur aðeins í þriðjungi fóstrustarfa Stóra vandamálið sýnist hins vegar að fóstrum fjölgar ekki nærri því í hlutfalli við dagvistarplássin. Miðað við full stöðugildi fjölgaði fðstru- störfum úr 848 fyrir fimm árum í 1.215 árið 1986. Fóstrum fjölgaði á sama tímabili um nær fjórðung, en fylltu þó aðeins 423 af þessum stöðu- gildum, þ.e. rúmléga þriðjung. Auk 53 með aðra uppeldismenntun mannaði ófaglært starfsfólk 740 stöðugildi í fóstrustörfum. Enginfóstra á 26 leikskólum Á höfuðborgarsvæðinu eru fóstrur í 41% fóstrustarfa, eða alls um 330 af 800 stöðugildum þar. Utan höfuð- borgarsvæðisins eru fóstrur aðeins í um 22% fóstrustarfa eða samtals 93 stöðugildum. Alls 26 dagvistarstofn- anir á landsbyggðjnni (3 af hverjum 10) hafa engá fóstru í starfi. Að öðrum störfum meðtöldum voru alls um 1.380 full stöðugildi á dagvistarstofnunurn í landinu í árs- lok 1986. Ekki er ólíklegt að fjöldi starfsmanna geti þó verið um 2.000 þar sem margir eru í hlutastarfi. Dýrt eða ekki dýrt? Rekstrarkostnaður þessara 190 dagvistarstofnana var samtals um 725 milljónir króna árið 1986, hvar af foreldrarnir borguðu um 225 millj- ónir (40% á leikskólum en 26% heildarkostnaðarins á dagheimil- Staðir með hæst hlutfall barna á dagvistarheimilum: um). Útgjöld sveitarfélaganna vegna rekstrar dagvistarstofnana 1986 voru því um 500 milljónir. Oft kemur fram í fjölmiðlum að mörgum þykir daggæslan kostnaðar- söm, bæði dýr fyrir foreldrana og þungur baggi á sveitarfélögunum. I því sambandi kann að vera athygl- isvert að rifja upp, að íslendingar kaupa sælgæti og gosdrykki (senni- lega að töluverðum hluta sem glaðn- ing handa þessum sömu börnum) fyrir um fimm sinnum hærri upphæð árlega heldur en sem nemur öllum rekstrarkostnaði framangreindra 190 dagvistarstofnana og því a.m.k. 15 sinnum hærri upphæð en sá þriðjungur rekstrarkostnaðarins sem greiddur er af foreldrunum. Sýnist því geta verið spurning hvort t.d. 20% verðhækkun á sælgæti og gosi hækkar heimilisútgjöldin meira hjá mörgum barnafjölskyldum held- ur en samsvarandi hækkun á dagvist- argjöldum leikskólanna. -HEI 3-5 ára 0-2 ára Bíldudalur 100 % 40 % Patreksfjörður 97 % 26 % Stykkishólmur 96% . 17% Seyðisfjörður 95% 20% Tálknafjörður 92% 30% Borgarfjörðureystri 91% 27% Stöðvarfjörður 89 % 6 % Seltjarnarnes 88 % 13 % NeshreppurSnæf. 86% 54% Þórshöfn 86 % 35 % Ólafsfjörður 86 % 23 % Hvammstangi 85 % 36 % Éyrarsveit 82% 17% Hveragerði 81% 19% Laugarvatn 81 % 13 % Rangárvallahreppur 80 % 23 % Búðahreppur 80 % 22 % ísafjörður 80 % 9 % Dálkarnir sýna hve stórt hlutfall árganga, annars vegar 3ja til 5 ára barna og hins vegar barna 2ja ára og yngri, var á dagvistarstofnunum á framan- greindum stöðum í lok ársins 1986. Árekstur vestan viö Vífilsstaðavatn: 3 voru fluttir á slysadeildina og hestur sleginn af Árekstur varð milli hests og þungs vélhjóls síðdegis á sunnu- dag. Knapi, ökumaður og farþegi vélhjóls voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans og hrossið varð að slá af. Þessar slóðir eru vinsælar meðal hestamanna og vélhjólaeig- enda. Fjórir vélhjólamenn óku í samfloti malarveginn vesturaf Víf- ilsstaðavatni á þremur vélhjólum. Sátu tveir á því hjóli sem fór fyrir hópnum, en þeir voru að koma af gæludýrasýningunni í Reiðhöllinni í Víðidal. Tíminn hafði samband við far- þega vélhjólsins í gær, en hann lá rúmfastur með þrýstiumbúðir á fæti. Hann hafði fótbrotnað við árcksturinn. Honum segist svo frá, að þeir hafi ekið hjá mörgum hestum á leið sinni og alltaf hægt á ferðinni, en grár hestur hafi fælst og stokkið í veg fyrir hjólið. Hann getur ekki gert sér grein fyrir á hvaða hraða þeir hafi ekið. Hjólið lenti í síðu hestsins, en hann brotn- aði á hægri framfæti Knapinn féll af baki og kvartaði undan verk í fæti. Ók lögregla honum á slysadeild, eftir að dýra- læknir hafði verið kallaður til og bundið enda á þjáningar hestsins. Vélhjólamennirnir tveir voru flutt- ir með sjúkrabílum. Annar fót- brotnaði, sem fyrr segir. Hinn meiddist á baki og kenndi eymsla fyrir brjósti. þj Hesturinn fótbrotnaði illa þegar vélhjól ók á hann á sunnudag. Hesturinn var alvarlega slasaður á hægri framfæti, eins og ætti að sjást á innfelldu myndinni, og því ekki um annað að ræða en aflífa hann. Knapinn meiddist á fæti, en tveir menn voru á vélhjólinu og slösuðust báðir. (Tíminn: Pjctur)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.