Tíminn - 19.04.1988, Side 4

Tíminn - 19.04.1988, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 19. apríl 1988 Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1988 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hrein- um og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda, án frekari viðvörunar. Þeir sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða brott- flutningi á rusli á sinn kostnað tilkynni það í síma 18000 eða 13210. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistara- velli, Sigtún, Grensásveg og við Jaðarsel í Breið- holti. Eigendur og umráðamenn óskráðra, um- hirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: mánudaga-föstudaga kl. 08-21 laugardaga kl. 08-20 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfs- mennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14:00-16:00 virka daga. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 30. apríl 1988. Uppboðið hefst kl. 13:30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. apríl 1988 Frá Grunnskólanum í Mosfellsbæ Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Mosfellsbæj- ar næsta skólaár fer fram dagana 18. og 19. apríl n.k. kl. 10-14. í Varmárskóla (6-12 ára) í síma 666154 og í gagnfræðaskólanum (13-15 ára) í síma 666186. Skólastjórar Fundað um skreiðarskuldirnar: Leitað leiða til að fresta afborgununum Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, seðlabankastjórarnir Geir Hallgrímsson og Jóhannes Nordal og skreiðarnefndin svo kallaða, hafa hist á fundi, þar sem skýrsla nefndarinnar var til umræðu og leitað leiða til að losa skreiðarframleiðendur út úr þeim vanda sem þeir eru nú í. „Þetta var fundur til að spjalla um skýrslu nefndarinnar og athuga hvernig heppilegast væri að ljúka þessu máli. Ég vil nú ekki segja að það hafi orðið nein sérstök niður- staða, önnur en sú að menn vildu freista að heimta inn skreiðarskuld- irnar, en það var ekki nein önnur niðurstaða. Ég hef lýst yfir þeirri skoðun að fyrir mína parta kemur sú leið sem skreiðarnefndin lagði til ekki til greina," sagði Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra í samtali við Tímann í gær. Þegar skreiðarnefndin hafði út- skýrt skýrsluna og seðlabankamenn höfðu hafnað henni alfarið, sátu ráðherrar eftir á rökstólum og rædd- um nrálin. “Það var ákveðið að vinna áfram að málinu og niðurstaðan varð sú að það yrðu fundnar leiðir til að fresta greiðslum af þessunt skuldum skreiðarframleiðenda, meðan það kæmi betur í Ijós með hvaða hætti greiðslur myndu berast frá Nígeríu. Það eru rúmar 500 milljónir sem hvíla á skreiðarframleiðendum í afurðalánum og það á að leita leiða til að fresta þeim afborgunum. Það má segja að það hafi orðið niðurstað- an. Aðalatriði málsins er að það þarf að einhenda sér í að ná þessum peningum inn," sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann. Halldór lýsti einnig yfir að hann teldi að leið skreiðarnefndarinnar yrði ckki framkvæmd. Það kemur því í hlut bankanna og þeirra sem eiga þessa peninga, og Seðlabankinn mun aðstoða við það verk. Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn út af þessu máli og skreið- arnefndin hefur nú formlega lokið sínum störfum. -SÓL Borain byggir Ulf Ijótsskála Bygging sameiginlegrar þjónustu- miðstöðvar Reykjavíkurborgar, Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og Rafmagnsveitu Reykja- víkur við sumarhús starfsmannafé- lagsins við Ulfljótsvatn, hófst í byrj- un apríl. Ákvörðun um byggingu hússins var tekin af borgarráði í tilefni af 60 ára afmæli Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þann 17. júní 1986, en borgarstjórn Reykjavíkur afhenti starfsmannafélaginu land undir sumarhús á Úlfljótsvatni í tilefni 40 ára afmælis félagsins árið 1966. Tilboði í verkið var tekið í janúar s.l. og var samið við lægstbjóðanda, Iðnverktaka s/f, en tilboðsupphæðin er tæpar 28 milljónir króna. Úlfljóts- skáli verður einnar hæðar timburhús á steyptum kjallara með svalalofti í risi að hluta og er flatarmál hússins 578 fermetrar. Til framkvæntda á þessu ári verður varið 17 milljónum króna og áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 20. maí 1989. Hönnuðir hússins eru arkitektarn- ir Þorvaldur S. Þorvaldsson, Jón Þ. Fyrsta skóflustunga að þjónustumiðstöð við Úlfljótsvatn tekin: T.f.v. Haukur Pálmason, Davíð Oddsson og Haraldur Hannesson. Þorvaldsson og Kristján Ásgeirsson, ásamt Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. í bygginganefnd Úlfljótsskála eru: Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, Haukur Pálmason aðstoðar- rafmagnstjóri og Þorvaldur S. Þor- valdsson forstöðumaður borgar- skipulags. Nýi tónlistarskólinn á 10 ára afmæli í dag: AFMÆLISTÓNLEIKAR í BÚSTAÐAKIRKJU Nýi tónlistarskólinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt með opinberum tónleikum í dag. þriðjudag 19. apríl kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á tón- leikunum koma fram nemendur úr framhaldsdcildunt skólans. Ásdís Jónsdóttir, flauta, Guðrún Árnadóttir, fiðla, MóeiðurSigurðar- dóttir, lágfiöla, og Ólöf Breiðfjörð, selló, flytja kvartctt eftir Mozart. Ólafur Þorvaldsson leikur á gítar Dans nr. 5 eftir Granados. Helga Ágústsdóttir leikur á selló Tilbrigði eftir Beethoven. píanóleikari er Bjarni Jónatansson. Ólafur Elíasson leikur á píanó Scherzo í h-moll nr. 1 eftir Chopin. Pálína Árnadóttir leik- ur á fiðlu Scene de Ballet op. 100 eftir Deberiot. Jóhanna Linnet syng- ur þrjú lög eftir Árna Harðarson og Arinbjörn Árnason leikur á píanó Ondine úr Gaspard de la Nuit eftir Ravel. Ólöf Breiðfjörð leikur á selló. ásamt strokhljómsveit skólans, Konsert í e-moll eftir Vi- valdi, undir stjórn Árna Arinbjarn- arsonar. Að lokum flytur sinfóníu- hljómsveit nemenda, ásamt kennur- um skólans, Sinfóníu í A-dúr nr. 29 k-201 eftir Mozart undir stjórn Ragnars Björnssonar, skólastjóra. 1 tilefni afmælisins fer skólinn í tónleikaferð norður í land 21. apríl nk. og heldur tónleika m.a. á Hvammstanga, Húsavík og Akur- eyri. Aðgangur að tónleikunum í Bú- staðakirkju er ókeypis og öllum opinn. þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.