Tíminn - 19.04.1988, Side 5

Tíminn - 19.04.1988, Side 5
Þriðjudagur 19. apríl 1988 Tíminn 5 ■I Sjoppuveltan álíka og öll útlán Húsnæðisstofnunar ríkisins 1987: 011 húsnæðislánin í sælgæti og gosdrykki Sjoppur og söluturnar höföu vel yfir 10. hluta allrar smásöluversl- unar í landinu á síðasta ári. Aðeins í sjoppum og söluturnum versluðu landsmenn fyrir 5.635 milljónir króna, auk þess sælgætis og gos- drykkja sem við keyptum í öðrum verslunum og veitingahúsum. Sannast enn rækilega gamli máls- hátturinn „margt smátt gerir eitt stórt“ - því þarna er t.d. um að ræða 900 milljónum króna hærri upphæð en nam heildarútlánum Byggingarsjóðs ríkisins á sama ári, sem var þó algert metár í útlánum sjóðsins. Skortur á eyðslufé sýnist því tæpast í takt við alræmdan skort á lánsfé. Að viðbættum lán- um Byggingarsjóðs verkamanna námu heildarútlán Húsnæðisstofn- unar 5.927 milljónum króna á ár- inu. Sama upphæð í sjoppuna og skattinn Benda má á að þessar 5.635 milljónir hefðu t.d. nægt til að greiða að fullu fyrir um 1.600 íbúðir miðað við 3.520 kr. meðal- verð á íbúð - en íbúðir sem lokið er smíði á hafa einmitt verið í kringum 1.600 á ári. { öðru lagi má benda á að í sjoppunum versluðum við fyrir nánast sömu upphæð og af okkur var tekin til greiðslu allra tekju- og eignaskatta til ríkissjóðs þetta sama ár. Niðurskurður á sælgæti- sáti og gosdrykkjaþambi hefði því þýtt sama og skattfrelsi í buddunni okkar. Enn má benda á að þótt sjopp- urnar láti flestar lítið yfir sér náðu þær í sinn hlut nær fjórðungi af samanlagðri veltu matvöruversl- ana, stórmarkaða og kaupfélaga á árinu. Þá má geta þess að í sjoppunum versluðum við fyrir nokkru hærri upphæð heldur en í öllum fatabúð- um, vefnaðarvöru- og skóbúðum til samans. Nær 100.000 kr. á meðalfjöiskyldu Deilt niður á landsmenn alla hefur hver þeirra að meðaltali skilið um 23.000 krónur eftir í sjoppunum á síðasta ári, eða sem nemur hátt í 100.000 kr. í heimilis- bókhaldi meðalfjölskyldunnar. Fjórum árum áður (1983) var sjoppusalan um 6.150 kr. á lands- mann að meðaltali, sem að við- bættum vísitöluhækkunum hefði svarað til um 15.100 kr. árið 1987. Má því áætla að sjoppuverslunin á mann hafi aukist um 50% að magni til þessi fjögur ár. Um 3.000 milljónir í öl og gosdrykki Þarna eru þó alls ekki öll kaup okkar á sælgæti, gosdrykkjum, tó- baki og öðrum „sjoppuvörum" upptalin. Mikið af slíkum varningi er einnig selt í matvöruverslunum, mörkuðum og veitingahúsum, sem kunnugt er. Samkvæmt söluskattsframtölum áætlar Þjóðhagsstofnun veltu öl og gosdrykkjaverksmiðja um 1.722 milljónir króna árið 1987 (45% aukning frá 1986). Að viðbættri smásöluálagningu, söluskatti og þess sem flutt er inn af slíkum drykkjum má áætla að við höfum varið í kringum 3.000 milljónum króna til kaupa á þessum drykkjar- föngum á árinu eða rúmlega 12.000 krónum á hvert mannsbarn. Karíus og Baktus líklega kátir Veltu sælgætisgerðanna reiknaði Þjóðhagsstofnun á sama hátt um 770 milljónir króna. Með dæmi- gerðri smásöluálagningu og sölu- skatti má ætla útsöluverð þessa varnings samtals um 1.380 milljón- ir. Stór hluti sælgætis á markaðnum er síðan innfluttur (t.d. um 1.330 tonn árið 1986). Sælgætissalan hef- ur því varla verið undir 2.200 til 2.300 milljónum króna árið 1987. Samkvæmt þessu virðist þjóðin hafa varið í kringum 5.200 til 5.300 milljónum króna aðeins til kaupa á sælgæti, öli oggosdrykkjum á árinu 1987. Svo aftursé minnst á lánveit- ingar Byggingarsjóðs ríkisins (sem um 30 þús. manns bíða nú eftir til að eignast þak yfir höfuðið) voru þær 4.732 milljónir þetta sama metlánaár - þannig að á vissan hátt má segja að öll lánsupphæðin, og meira til, hafi farið til kaupa á sælgæti og gosdrykkjum. - HEI Fjölmargir foreldrar óánægöir meö gæludýrasýninguna í Reiðhöllinni um helgina: Hvorki fugl né fiskur Það urðu margir frá að hverfa óánægðir, eftir að hafa staðið lengi í biðröðum við gæludýrasýninguna í Reiðhöllinni á sunnudaginn. Ör- tröðin var gífurleg inní húsinu, þannig að fólk átti í megnustu vandræðum með að athafna sig. Aðgönguverð var líka of hátt að margra mati: kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir böm. Nokkrir gestir sýningarinnar höfðu samband við Tímann og lýstu yfir vonbrigðum með fram- kvæmdina. Að sögn þeirra kom hvergi fram hvenær sýningar áttu að fara fram og líktist þetta meira sölusýningu en nokkru öðru. Þær vörur sem gæludýraverslunin Dýraríki býður uppá voru þama til sölu. Um klukkan hálf-þrjú á sunnu- deginum lauk hundasýningu í höll- inni og þá varð „sprenging“. Þá flykktist fólk af svölunum niður á gólf þar sem mikill fjöldi var fyrir. Gat fólk sig hvergi hreyft og komst við illan leik útúr húsinu, margir með ungbörn í eftirdragi. „Við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en svona var komið. Við lokuðum þá húsinu og tókum upp umferðarstjórn. Eftirþaðskömmt- uðum við inní húsið alveg til hálf- sjö um kvöldið," sagði Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýrarfkis og aðstandandi sýningarinnar. „Það var leiðinlegt aðsvona skyldi fara.“ Gunnar sagðist ekki hafa ná- kvæmar tölur um aðsóknina en hann taldi ekki ólíklegt að um átta þúsund manns hafi komið á sunnu- deginum en fjögur þúsund á laug- ardaginn. í sýningarskránni gagnrýnir Gunnar Hundaræktarfélag íslands. Þar notar Gunnar tækifær- ið til að þakka þeim mörgu hunda- eigendum sem tóku þátt í sýning- unni þrátt fyrir það að Hundarækt- arfélagið hafi ekki viljað koma nálægt henni. „Mér finnst þetta ósmekklega orðað,“ sagðí Guðrún Guðjohnsen, formaður félagsins, í samtali við Tímann. „Okkur þótti það ekki félaginu til framdráttar að taka þátt í sýningu sem er fjáröflun fyrir einkafyrirtæki útí bæ. Við bönnuðum ekki félagsmönnum að sýna stna hunda og koma þarna fram, en sem félag hefur það ekki verið stefnan að taka þátt í sltkum sýningum. Hins vegar höfum við ánægju af því að taka þátt í góð- gerðarsýningum og hefðum með ánægju tekið þátt í fjáröfluninni fyrir Halldór lungna- og hjarta- þega, en við bara frcttum af henni of seint.“ „Félagið er með árlegar sýningar og sú næsta verður haldin t' ágúst í Reiðhöllinni. Við erum bara ekki með bolmagn til að vera með margar stórsýningar á ári,“ sagði Guðrún. JIH Framsóknarmenn og sjálfstæöismenn í Kópavogi: Borgarafundur um dómsmál Framsóknarfélögin og Sjálfstæðis- félögin í Kópavogi halda sameigin- legan borgarafund um dómsmál í kvöld kl. 20:00 í Félagsheimili Kópa- vogs. Rætt verður um aðskilnað dóms- og umboðsvalds í héraði, en það mál hefur vakið mikla athygli í Kópavogi, enda verða þar breyting- ar á dómsmálum með gildistöku frumvarps dómsmálaráðherra, sem nú er lagt fram á þingi. Frummælendur eru Jón Sigurðs- son, ráðherra, Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í Kópavogi, Arnþór Ing- ólfsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Már Pétursson, héraðsdómari. Ráðstefnustjórar eru ArnórL. Páls- son og Magnús Bjarnfreðsson. þj Enginn árangur á fyrsta viðræðufundi verslunarmanna og atvinnurekenda í gær: UNDIRBUA VERKFALL Það er samdómaálit manna að lítill árangur hafi orðið af fyrsta fundi hjá ríkissáttasemjara í gær með verslunarmönnum og atvinnu- rekendum. Ekki hafði verið boðaður nýr fundur þegar síðast fréttist í gærkvöldi. Eins og málum er nú háttað virðist sem fátt geti komið í veg fyrir að verkfall hefjist frá og með nk. föstu- degi, en þá hafa 7 félög verslunarm- , anna víðs vegar um land, auk Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, boð- að til verkfalls hafi ekki náðst samn- ingar fyrir þann tíma. Margir kaupmenn eru farnir að undirbúa sig undir verkfall, því að nú þegar hafa borist umsóknir úr þeirra röðum um undanþágur frá verkfalli. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að verkfall hjá versl- unarmönnum hefur gífurleg áhrif og þeirra gætir mun víðar en í verslun- um því að stór hluti skrifstofufólks á aðild að félögum verslunarmanna. Til að gefa hugmynd um víðtæk áhrif hugsanlegs verkfalls, má nefna að samgöngugeirinn lamast að veru- legu leyti, innanlandsflug leggst t.d. strax niður og utanlandsflug frá og með nk. mánudegi, 25. apríl, hafi samningar þá ekki tekist. Afgreið- slufólk í flugstöð Leifs Eiríkssonar eru í Verslunarmannafélagi Suður- nesja, sem boðað hefur verkfall frá og með þeim degi. Um starfsemi verslana er það að segja að hún mun almennt lamast frá og með föstudeginum, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, nema í þeim tilvikum að eigendur verslananna gangi þar í öll störf. Það er rétt að fólk hafi það í huga að morgundagurinn er síðasti versl- unardagur þorra landsmanna fyrir verkfall, þ.e. ef til þess kemur. Samkvæmt almanaki er fimmtudag- urinn rauður, sem þýðir jú almennur frídagur. Þann dag er meiningin að landsmenn heilsi sumri, í skugga verkfallsboðunar. óþh Örfáar sekúndur I- í öryggis * skyni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.