Tíminn - 19.04.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. apríl 1988 Tíminn 3 Neðri deild samþykkti bjórinn með 23 atkvæðum gegn 17: Bjór loks að sleppa fyrir horn Það er mál manna að endalaust þrætumál á Alþingi og í þjóð- málaumræðunni, þ.e. bjórmálið, hafi verið til lykta leitt í sölum neðri deildar þingsins í gær. Þar voru greidd atkvæði um framkomnar breytingartillögur um bjórinn. Að lokum var sjálft bjórfrumvarpið bor- ið undir atkvæði. Það þarf ekki að orðlengja það að frumvarpið var samþykkt með drjúgum meirihluta. Meðmæltir því voru 23 þingmenn en 17 á móti. Tveir þingmenn voru fjarstaddir. Frumvarpið hefur þannig hlotið af- greiðslu neðri deildar og fer nú til afgreiðslu í þeirri efri. Svo fremi að ekki hafi orðið stökkbreyting á af- stöðu einstakra þingmanna í efri deild til þessa máls á síðustu dögum, verður að telja öruggt að frumvarpið renni þar óbreytt í gegn. Og ef þetta gengur allt eftir má fastlega reikna með að landinn geti keypt ölið á næsta ári, því að gert er ráð fyrir gildistöku laganna frá og með 1. mars 1989. Eins og áður segir voru fyrst greidd atkvæði unt framkomnar breytingartillögur. Menn biðu af- greiðslu á breytingartillögu, sem gerði ráð fyrir þjóðaratkvæðagreið- slu um bjórinn, með mestri óþreyju. Þessi tillaga var naumlega felld, 18 greiddu henni atkvæði en 19 voru á móti. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði en tveir voru fjarstaddir. Breytingartillaga Ragnars Arn- alds var eina tillagan sem hlaut samþykki í atkvæðagreiðslunni í gær. Hún gerir ráð fyrir skipun þingmannanefndar sem móti tillögur um aðgerðir til að draga úr heildar- neyslu áfengis svo og að vinna að aukinni fræðslu í skólum um skað- semi áfengis. Þessi tillaga var sam- þykkt með 23 atkvæðum gegn 9. Atkvæðin talin. Jón Kristjánsson forseti neðri dcildar tilkynnti skömmu síðar niðurstöðuna. Tíllaga Steingríms J. Sigfússonar um svokallað milliöl var felld með miklum mun, 26 voru á móti en 2 með. Önnur tillaga Steingríms, um 75 milljóna króna framlag á núvirði næstu 10 ár til forvarna og fræðslu um skaðsemi áfengis, var felld með 19 atkvæðum gegn 16. Ólafur Þ. Þórðarson, bjórandstæðingur, gerði grein fyrir mótatkvæði gegn þessari tillögu á þann veg að ekki væri unnt á sama tíma að auka drykkjuskap og að draga úr honum. Frávísunartillaga Ragnhildar Helgadóttur og fleiri þingmanna gegn frumvarpinu var felld með 23 atkvæðum gegn 16. Síðast en ekki síst ber að geta örlaga tillögu Sverris Hermannssonar og fleiri þing- manna, sem kvað á um að af andvirði hverrar ölflösku rynnu 5 krónur í einskonar safnasjóð, sem hefði að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi safna í landinu. Tillagan var felld með 22 atkvæðum gegn 12. Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, taldi að tillagan væri góðra gjalda verð, en áleit jafnframt að hún verðskuldaði að koma fram sem sér frumvarp utan allrar bjór- umræðu. Stefán Valgeirsson, ötull bjór- andstæðingur á þingi, kom í þrígang í ræðupúlt í gær og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Um bjórfrumvarpið í heild sagði Stefán: „Vímulaus æska/ sú von deyr ei/ég vil ekki bjórinn/ég segi nei.“ óþh Sóttir á snjóbíl í Nýjadal í vonskuveðri í nótt: Þrír franskir skíðagöngumenn létu fyrir berast í skála Slysavarna- félags íslands í Nýjadal undír Tung- nafellsjökli í nótt, en þar geisaði versta veöur og hvöss norðanátt. Þeir voru á ferð frá Akureyri að Skógum um hálendið ásamt fleiri löndum sínum undir fararstjórn Frakka þegar þeir hrepptu vonsku- veður. Einn þeirra sneri sig á fæti, annan kól lítillega en sá þriðji varð örmagna af þreytu og þeir heltust því þrír úr lestinni. Ferðafélagar þeirra urðu að skilja við þá í skálan- um og halda áfram för svo hátt, að tækist að ná sambandi við byggð um farsíma. Landhelgisgæslu barst beiðni um að sækja mennina með þyrlu klukk- an 16:00 í gærdag, en vegna veðurs og þess að mennirnir voru ekki taldir í bráðri hættu, var beiðninni vísað til Slysavarnafélags íslands. Þaðan barst Flugbjörgunarsveitinni á Hellu bón um að hún sendi menn á snjóbíl eftir mönnunum. Snjóbíllinn lagði af stað norður í Nýjadal klukkan 19:30 í gærkvöld. Valur Haraldsson varð fyrir svör- um hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu seint í gærkvöld. Hann vænti þess, að mennirnir yrðu komnir undir læknishendur á Hellu með morgninum, ef ekkert óvænt ætti sér stað, en löng er leið inn í Nýjadal og tafsöm færð. „Ég veit lítið um ferðir Fransmannanna annað en að Nýidal- ur var á þeirra dagskrá og þangað var farið með vistir fyrir skömmu," sagði Valur. „Hópurinn er á leið inn í Jökulheima, en hann mun hafa sveigt hátt upp í jökulinn hjá Kerl- ingum til að ná símasambandi." þj Etarn situr þægilega uggt í barnabílstól ið á það skilið! mÍUMFERÐAR Uráð Frakkar í vanda BÆNDUR VESTUR- LANDI, ATHUGIÐ SÝNUM EFTIRTALIN TÆKI FRÁ BÍLASÖLU VESTURLANDS, BORGARNESI, föstudaginn 22/4 frá kl. 13-18 og laugardaginn 23/4 frá kl. 10-16: G/obus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 FIAT 80-90 DT 80 HÖ 4WD ZETOR 7745 70 HÖ MEÐ ÞRÍTENGIBEISLI OG AFLÚR- TAKI AÐ FRAMAN NÝTT FRÁ ZETOR ZETOR 7745 70 HÖ MEÐ ALÖ QUICKE 3301 ÁMOKST- URSTÆKI TVÍVIRK M/185 CM SKÓFLU ZETOR 6211 59 HÖ NÝ STÆRÐ STRAUTMANN VITESSE 1 DO FJÖLHNÍFAVAGN 38 M3 MEÐ BESTA BÚNAÐI NEW HOLLAND 940 HEYBINDIVÉL NÝ STÆRÐ FELLA 310 STJÖRNUMÚGAVÉL FELLA KM 192 KC SLÁTTUÞYRLA KVERNELAND MZ PLÓGUR 3x14" MEÐ LANDHJÓLI VÉLABÆR H.F. BÆ, ANDAKÍLSHREPPI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Hrossholti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.