Tíminn - 16.12.1989, Page 11

Tíminn - 16.12.1989, Page 11
Laugardagur 16. desember 1989 Tíminn 11 Höfundar efnis ásamt ritnefnd. Frá vinstri í efri röð: Einar G. Pétursson, Gísli Sigurðsson, Loftur Guttormsson, Ólafur Halldórsson, Þór Magnússon, Jón Hnefíll Aðalsteinsson og Steingrímur Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Haraldur Ólafsson, Frosti F. Jóhannsson ritstjóri, Hafsteinn Guðmundsson útgefandi, Stefán Karlsson og Ögmundur Helgason. Á myndina vantar höfundana Bjarna Einarsson, Davíð Erlingsson og Véstein Ólason. Tímamynd Árni Bjarna Munn- og bókmenntir Á vegum Bókaútgáfunnar Þjóðsögu er komið út sjötta bindi bókaflokksins íslensk þjóðmenning. Það er þriðja bindið í útgáfuröðinni og ber heitið Munnmenntir og bók- menning. í þessu bindi er fjallað um þær menntir sem bárust í mæltu, kveðnu og sungnu máli frá manni til manns og þær menntir sem á bók voru settar og einnig þá kunnáttu sem nauð- synleg var til að miðla þeim. Efni bókarinnar skiptist í tvo meg- inhluta. í hinum fyrri er fjallað um þróun íslenskrarmálsögu, gerð grein fyrir bókagerð og sagt frá skrifuðum bókum og prentuðum. Þar er einnig lýst bókaeign landsmanna og gerð grein fyrir lestrar- og skriftarkunn- áttu þjóðarinnar. í síðara hluta bókarinnar er vakin athygli á eðli munnmennta og tengsl- um þeirra við bókmenntirnar. Þá vikið að kveðskap og sögum af ýmsu tagi. Meginmarkmið bindisins er að varpa ljósi á hlutverki þessara þjóðmennta í íslensku samfélagi á mismunandi tímum. Áformað er að næst komi út bindi um vísindi og alþýðufræði og bindi um heimilis- störf. VERKAMANNABÚSTAENR líÍRES^n^- SUÐURLANDSBRAUT 30, REYKJAVÍK SÍMI 681240 / 1 / J m 1, UMSOKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 90 tveggja til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 50 eldri íbúðir, sem koma til endursölu fyrri hluta árs 1991. Um ráöstöfun, verö og greiðsluskilmála þessara íbúöa gilda lög nr. 81/1988. Umsóknareyðublöð veröa afhent á skrifstofu V.b., Suðurlandsbraut 30, frá mánudeginum 18. des. 1989, og veröa þar einnig veittar allar almennar uþplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 15. jan. 1990. STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA I REYKJAVÍK fc^RARIK , N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 89007: Aflstrengir, stýristrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Þriðjudagur 23. janúar 1990 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. desemberog kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 15. desember 1989 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS A Frá Bæjarskipulagi Kópavogs \ Smiðjuvegur 2 - Breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi á lóðinni Smiðju- vegur 2 auglýsist hér með samkvæmt grein 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Tillagan felur í sér byggingu 8 hæða atvinnuhús- næðis á horni Smiðjuvegar og Skemmuvegar. Uppdráttur, skýringarmyndir og greinargerð verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 9.00-15.00, alla virka daga frá 18. desember 1989 til 19. janúar 1990. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjórinn í Kópavogi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.