Tíminn - 20.01.1994, Síða 11

Tíminn - 20.01.1994, Síða 11
Kfimmfúdágur20.jánúár1994 fl Umslagib frá Upplýsingamibstöb Suburlands. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Forsíba upplýsingabœklings bœj- arstjórnar Selfoss. „Margt er sér til gamans gert" SIGURÐUR H:10RTEINSS: I...AUGARHÓLL HóLMAVíK 510 HOLMAVIK UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ SUÐURLANDS Tryggvaskáli - 800 Selfossi - ■s 98-21704 - Fax 98-22764 ÍSLAND 3100 Árið 1991 varð brúin yfir Ölfusá 100 ára gömul. Þá var þab aö sérstakur stimpill var hafður í notkun á pósthúsinu á Selfossi og nokkub stimplab af umslög- rnn til ab minnast þessara tíma- móta. Jafnvel brá fyrir umslög- um meb mynd gömlu brúarinn- ar og Tryggva Gunnarssonar. Einn var sá abili sem skildi vel hvað hér var á ferb, en þab var forstööumaður Upplýsingamið- stöðvar Suburlands, sem stað- sett er í Tryggvaskála. Hann út- vegabi sér smáupplag af afmæl- isbæklingi, sem bæjarstjóm Sel- foss gaf út, og límdi á framhlib hans Iandvættafrímerki og lét svo stimpla þau. Þá setti hann einnig frímerki á umslag Upp- lýsingamiðstöðvarinnar og lét einnig stimpla það. Mér er ekki grunlaust að hann eigi enn í fómm sínum örfá umslög, sem til dæmis þeir átthagasafnarar, sem safna Amessýslu eða Subur- landi, gætu fengið keypt, ef þeir skrifa „Upplýsingamiöstöð Suð- uriands, Tryggvaskála, 800 Sel- fossi". Á umslaginu er falleg teikning af Tryggvaskála og á forsíðu bæklingsins er mynd af skreyt- ingu gömlu brúarinnar við kon- ungskomuna árið 1907. Á blað- síðu 2 í bæklingnum má svo sjá mynd af bábum brúnum eins og þær stóbu sumarið 1945. Það eina, sem skyggir á þá mynd, em hermannabraggamir sem standa undir nýju brúnni. Svona er hægt að gera sér mat úr ýmsum tækifærum og sér- stimplum, eins og þessum, og tengja þá betur sögunni. Hvort sem þessir og álíka gripir verða nokkumtímann safngripir í verblaunasöfnum á frímerkja- sýningum skiptir ekki máli. Að- alatribið er að þeir em skemmti- leg minning eigandans og skreyta safn hans, hvort sem það nú er safri frimerkja eða bréfa, honum sjálfum og þeim sem hann sýnir það til ánægju. Á síðustu Þorláksmessu var til dæmis sérstimpill í notkun á Pósthúsinu í Reykjavík. Þá hefði verið tilvalið að líma frímerkin inn í falleg kort með mynd af rúðu þeirri sem mynd heilags Þorláks er greypt í, suður á Eng- landi. Þar er mynd af honum í fullum biskupsskrúba, raunar eins og á vesturhlið dómkirkju heilags Ólafs í Niöarósi (Þránd- heimi). Þama heldur hann á messubók eður guöspjallabók, eins og er einkenni hans sem dýrlings. Heilagur Þorlákur er þjóðardýrlingur íslendinga, samkvæmt samþykki biskupa- ráðs Norðurlanda frá 1958 og síðara samþykki Vatikansins. Svona er nær endalaust hægt að auðga safn sitt meö því að hagnýta til þess hin ýmsu tæki- færi. Sumir kalla söfnun slíkra hluta jafnvel ruslasöfnun, sam- anborið við svokallaða viröu- lega alvöru frímerkjasöfnun. Þá skulum viö aðeins gera okkur grein fyrir því ab þab safna ekki allir frímerkjum til þess ab vinna stór verblaun á miklum frímerkjasýningum. Mikill meirihluti safnaranna safnar frí- merkjuniun aöeins sjálfum sér og vinum eba fjölskyldu til ánægju. Þeir eru ekkert minni safnarar og eiga sama rétt á því að bera heitið frimerkjasafnari, sem í mínum augurn er virbing- arheiti. HAFNARFJÖRÐUR Auglýsing um fasteignagjöld Álagningarseðlar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 1994 hafa verið sendir út ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars og 15. apríl. Sérstakur fasteignaskattur vegna fasteigna, sem nýtt- ar eru við verslunarrekstur eða skrifstofuhald, er með sömu gjalddaga og er hluti fasteignagjalda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Fasteignaskráning, Strandgötu 6, 3. hæð, veitir upp- lýsingar um álagningu gjaldanna, sími 5 34 44. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 18. janúar 1994. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS SKIPHOLTl 50C — 105 REYKJAVlK Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félags- manna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi, föstudaginn 28. janúar 1994. Kjörstjórn Iðju. Laus staða Staða félagsmálastjóra Reykjavikurborgar er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. maí n.k. Umsóknum ber að skila til undirritaðs, Ráöhúsi Reykja- víkur, fyrir 10. febrúar n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Öm Antonsson. RAUTT LjOSj^'RAUTT LjOS Orðsending til áskrifenda og útsölustaða Tímans Afgreiðsla blaðsins er lokuð á laugardögum, en þjónustusíminn er 16346. Ef blaðið berst ekki til ykkar, þá vinsamlegast hringið í ofan- greint símanúmer. Geymið auglýsinguna. Afgreiðsla Tímans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.