Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 3
Miövikudagur 14. ágúst 1996 3 Embœttismannaplaggiö er samkomulag milli íslenskra og danskra yfirvalda um samskipti, ekki heimild til veiöa í ís- lenskri lögsögu: Segja fyrst og skjóta svo íslensk yfirvöld skuldbinda sig til ab láta dönsk yfirvöld vita ábur en Landhelgisgæsl- an skýtur á danska togara eba tekur þá og færir til hafnar. Þetta er í raun þab eina sem fram kemur í marg- umræddu embættismannap- laggi sem Danir byggja á í kröfum sínum um veibar á hinu umdeilda hafssvæbi norbur af Kolbeinsey. Plagg- ib er ein blabsíba. „Vib höfum kallab þetta bókun. Danir hafa haldib því fram ab í henni felist einhver viburkenning á rétti þeirra til veiba á þessu svæbi sem þeir kalla gráa svæbib. Viö, hins vegar, höfum haldib því fram aö þessi bókun sem var gerö í lok embættismannaviðræðna í nóvember 1988 sé bara um samskipti ríkjanna á svæöinu. Hún er ekki undirrituð og ekki skuldbindandi í rauninni. Þar kemur fram að aðilum ber að láta stjórnvöld hins aðilans vita áður en hann grípur til fullnustuaðgerða á svæðinu," segir Tómas H. Heiðar aðstoð- arþjóðréttarfræðingur utanrík- isráðuneytisins um margum- rætt plagg sem Danir byggja kröfu sína um veiöiheimildir á hafssvæði norður af Kolbeins- ey á. Tómas segir íslensk yfirvöld telja sig hafa virt þessa bókun með því ab beina tilmælum til skipanna um að fara ef þau stunda veiðar á svæðinu. „Ef þau síðan verba ekki við því þá látum vib Dönsk stjórnvöld vita áður en við tökum skipin og færum þau til hafnar," seg- ir Tómas og segir þetta ein- ungis samskiptareglur til að Frá viörceöufundi íslenskra og danskra sendinefnda í Reykjavík í gcer. til að framselja þennan rétt til veiða innan okkar lögsögu. Þeir geta framselt hann að því er sína lögsögu varðar en ekki varðandi okkar," segir Tómas. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju þeir hyggjast byggja þetta," segir hann aðspurður hvort Grænlendingar hafi framselt þennan rétt til Dana. „Þeir vísa m.a. til þessarar bók- unar og telja að í henni felist einhver viðurkenning. Þeir hafa í sjálfu sér ekki vísað í lobnusamninginn út af þessu en okkur finnst rétt að árétta hvað hann segir. Það er ljóst að það er enga heimild hægt að leiða af honum. Við teljum sem sagt að þeir hafi ekki sýnt fram á neitt skjal sem viður- kenni þennan rétt þeirra." Tómas segir að danskir fjöl- miðlar telji jafnvel rétt Dana vafasaman: „Danskir blaða- menn hafa sjálfir tekið það upp hjá sér að lýsa því yfir að þeir telji þetta nú dálítið hæp- ið. Við höfum ekki talað neitt mikið við þá." -ohr komast hjá árekstrum. Það er hins vegar ekkert í bókuninni sem segir eitthvab um að Dönum sé heimilt að veiða loðnu á svæðinu úr kvóta Grænlendinga. Hins vegar er til staöar samningur um loðnuveibar frá 1994. Samkvæmt honum hafa græn- lensk og norsk skip heimild til loðnuveiða innan íslenskrar lögsögu. Sama gildir um Fær- eyinga samkvæmt sérstöku samkomulagi við þá. „Grænlendingar hafa heim- ild en þeir hafa enga heimild Horfur á aö allt skólahald veröi á einum staö í Mývatnssveit í vetur eftir aö meirihlutinn hafnaöi tillögu um skólasel á Skútustööum: Hluti barna mun ekki stunda nám við Reykjahlíðarskóla Meirihluti hreppsnefndar í Mý- vatnssveit felldi í síbustu viku til- lögu minnihlutans um skólasel ab Skútustöbum. Því virbist sýnt Sveinbjörn Björnsson háskólarektor segir aö mikill vandi blasi viö í félagsvísindadeild nœsta vetur vegna mikillar fjölgunar. Fcekkun námskeiöa varhugaverö: Brautskráðir nemendur einsleitir og gamaldags „Bamib vex en brókin ekki, a.m.k. vex brókin ekki nóg," sagbi Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor í samtali vib Tímann, en síaukinn nem- endafjöldi frá ári til árs er einn meginþáttur slæmrar fjárhagsstöbu Háskóla íslands og stefnir í 50-60 milljóna kr. halla á árinu. Vibbótarkostn- abur vib hvem nýjan nem- anda er um 100.000 kr. en fjölgun þeirra nemur um 300 manns á ári ab undanfömu. Menntamálaráðherra hefur sagt að skólinn þurfi að sníða sér stakk eftir vexti og halda sig innan heimilda eins og aðrar ríkisstofnanir. Rektor segir að eina leiðin til sparnað- ar sé að draga úr þjónustu við nemendur. Þá á hann einkum vib fækkun námskeiða en ekki námsbrauta. „Þótt við lokuð- um einhverri námsbraut mundi það ekki spara mikið fé þar sem stór hluti nemenda myndi færa sig yfir í eitthvert annað nám. Við þurfum hins vegar að safna nemendum í stærri og stærri hópa og höf- um einfaldað mikið náms- framboðið á 1. ári. Nú er svo komið að við verðum að skera niður valnámskeið á seinni hluta námsins sem er varhuga- vert. Ég segi ekki að þeir fái ekki námsefni sem þeir geta spreytt sig á og standi ekki undir því prófi sem þeir ljúka, en gallinn er sá ab þeir ná e.t.v. ekki að sérhæfast nóg og verða nánast allir steyptir í sama mótið. Fræðilega e.t.v. menntabir en gamaldags og einsleitir. Þetta er synd þar sem við höfum nóg af nem- endum til að bjóða fjölbreytn- ina, við höfum bara ekki ráð á því." Mestar líkur virðast vera á niðurskurði í félagsvísinda- deild en þar stefnir í mikla aukningu næsta vetur þótt endanlegar tölur liggi ekki fyr- ir. Varðandi upptöku skóla- gjalda segir rektor að það sé tímabært að hefja raunveru- lega umræðu um það hvort taka eigi upp raunveruleg gjöld fyrir fræðslu. Innritunar- gjöldin séu nú í hámarki svo hægt sé að réttlæta þau í þágu almennrar þjónustu fyrir nemendur. „Það eru lög sem segja að öll fræðsla í skólum ríkisins eigi ab vera ókeypis. Ég veit ekki hvort pólitískur vilji er fyrir því að breyta þessum lögum en það eru aðeins 3 leiðir færar. Að takmarka fjölda, leggja á skólagjöld eða leggja kennslugreinar niður. Hins vegar er það þannig með skólagjöldin að ef þau' yrðu tekin upp þá myndu þau væntanlega lenda á ríkissjóði. Lánasjóburinn gæti varla neit- að nemendum hér um lán fyr- ir skólagjöldum þar sem hann lánar fyrir þeim erlendis. Þannig er hætt við að útgjalda- auki ríkisins yrði svipaður hvort sem reiknuð yrðu skóla- gjöld eða ekki. Skólagjöld gætu hins vegar aukiö kostn- aðartvitund nemenda og gert þá kröfuharöari í þjónustu." -BÞ ab allt skólahald í sveitinni muni fara fram í Reykjahlíbarskóla, í andstöbu vib vilja íbúa sunnan Mývatns og vestan. Hjörleifur Sig- urbarson, bóndi á Grænavatni, er ósáttur vib ákvörbun meirihlut- ans og segir ljóst ab ab einhver hluti barna muni ekki sækja skól- ann í Reykjahlíb í vetur. Eyþór Baldursson, bóndi í Bald- ursheimi, telur mögulegt að meiri- hluti hreppsnefndar sé ab fremja mannréttindabrot gagnvart börn- um í sybri hluta sveitarinnar. Er þá vísab í langan skólaakstur og ab hans mati abfinnsluverð vinnu- brögb meirihlutans. Hefur í því sambandi verið rætt um ab fela um- bobsmanni barna ab skoða málib en Hjörleifur segir að sú hugmynd sé fremur í höndum einstaklinga en byggb á félagslegum grunni óánægbra íbúa. „Mér finnst þessi niburstaba meirihlutans fáránleg. Það hefbi verið möguleiki á að leysa þetta mál með friðsamlegum hætti ef allir hefbu gefið eitthvaö eftir," segir Hjörleifur. Skóladeilan í Mývatnssveit hefur verið illvíg um skeið og hefur Hjör- leifur m.a. talað um hugsanlegan klofning sveitarfélagsins vegna deil- unnar. Ennfremur hefur verið rætt um að svo kunni að fara að óánægðir foreldrar sendi börn sín í skóla annarra sveitarfélaga frekar en að una niðurstöðu meirihlutans. „Já, það er held ég nokkuð ljóst að börnin munu ekki öll skila sér í skólann í Reykjahlíð," segir Hjör- leifur. Hann vildi þó ekki segja til um hvaða sveitarfélag kæmi helst til greina í því efni en Reykjadalur er sú byggð sem næst liggur syðri hluta Mývatnssveitar. -BÞ Popphljómsveitin Blur heldur sunnudagstónleika á íslandi: Tónleikar klukkan 7 Breska popphljómsveitin Blur mun halda tónleika í Laugardals- höll sunnudaginn 8. september. Hljómsveitin kemur til landsins á vegum Skífunnar og eru tónleik- arnir libur í 20 ára afmælisveislu fyrirtækisins. Blur er ein vinsælasta rokkhljóm- sveit heims um þessar mundir og nýtur mikilla vinsælda hérlendis. Söngvari sveitarinnar, Damon Al- barn, hefur tíðum verið í innlend- um fréttum vegna áhuga hans á ís- landi en hann hefur komið alloft til landsins að undanförnu og m.a. fjárfest í skemmtistað. Aðstandend- ur tónleikanna segja það ekki síst áhuga Damons og félaga á landinu að þakka að tónleikarnir verði að veruleika. í sumar tók hljómsveitin upp nokkur lög í Stúdíó Sýrlandi. Þorsteinn Kragh, framkvæmda- stjóri tónleikanna, sagði í samtali við Tímann í gær að sú nýbreytni yrði viðhöfð nú að hafa tónleikana klukkan 19.00 á sunnudegi, bæði til að virða útivistartíma unglinga og minnka líkur á óreglu. Þorsteinn vildi þó taka fram að tónleikahald hefði tekið miklum framförum aö undanförnu. „Krakkarnir eru orðnir hundþreyttir á þessu fylleríi og „ag- gresívelsi" á tónleikum. Það má benda á að hvorki á Bowie-, Bjarkar- né Pulptónleikunum urbu neinar skemmdir, engin einasta klósettseta brotin og enginn meiddist. Þetta er nánast einsdæmi." Aldurstakmark að tónleikunum er 13 ár og fer miðasala fram í versl- unum Skífunnar. Þess má geta að líkur standa til að hljómsveitin Jet Black muni hita upp fyrir Blur. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.