Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Þykknar upp meb hægt vaxandi austanátt, stinnings- kaldi vib ströndina og fer ao rigna undir kvöld. Hiti 9 til 13 stig. • Faxaflói og Breibafjörbur: Hægvibri og víba léttskýjab. Hiti 8 til 12 stig. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra: Hægvibri og léttir til í dag. Hiti 8 til 11 stig. • Norburland eystra: Hægvibri og léttir til í dag. Hiti 9 til 13 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Breytileg átt, víbast gola en bjart vebur ab mestu. Subaustangola og fer ab þykkna upp þegar líbur á daginn. Hiti 10 til 14 stig um hádaginn. • Subausturland: Hægvibri og bjartvibri framan af degi, en þykknar upp síbdegis meb vaxandi austanatt, stinningskaldi og rigning undir kvöld. Hiti 9 til 14 stig. • Mibhálendib: Hægvibri og víbast léttskýjab en fer ab þykkna upp sybst meb austankalda pegar líbur á daginn. Hiti 5 til 10 stig. Heimir Karlsson tekur vib stöbu sjónvarpsstjóra Stöbvar 3 af Úlfari Steindórssyni: Töluverður aödrag- andi ab skiptunum Stjórn íslenska sjónvarpsins hf. hefur ráöiö Heimi Karlsson sem sjónvarpsstjóra Stöövar 3. Heimir er kunnur sjónvarps- maöur og hefur starfaö í 9 ár hjá Stöö 2 og Sjónvarpinu. Hann er búsettur á Englandi ásamt fjölskyldu og rekur þar innflutnings- og dreifingar- fyrirtæki. Heimir tekur til starfa í árslok. Úlfar Steindórsson, fráfarandi sjónvarpsstjóri Stöövar 3, segir um orsök starfsloka sinna aö töluverður aðdragandi hafi ver- ið að þeim málum. Honum hafi boðist ný staða en hann vill ekki upplýsa hvað það er enda málið ekki fullfrágengið. „Okk- ur fannst við hæfi aö nú yrðu einhver skipti þar sem rekstur fyrirtækisins er nú að komast á hreint." Aðspurður neitaði Úlfar því að hann myndi skila góðu búi hjá Stöð 3. „Nei, það liggur al- veg ljóst fyrir að ég geri það ekki. Þetta hefur gengið brösug- lega en ég held að framtíðin sé nokkuð björt. Það eru gríðarleg- ir möguleikar fyrir hendi í þess- um sjónvarpsrekstri og mikill áhugi. Þeir sem eiga þetta fyrir- tæki og aðrir aðilar sem hugsan- lega eru að koma að þessu hafa mikla trú á stööinni." Dreifing afruglara hefur dreg- ist úr hömlu miðað við áætlanir forráðamanna Stöðvar 3 og hafa tafiö fyrir framgangi fyrirtækis- ins. Úlfar vildi ekki gefa upp hve margir áskrifendur væm að sjónvarpsstöðinni. -BÞ Cötuleikhús Hins hússins í Reykjavík var í gcer aö undirbúa síöustu sýningu sumarsins, en hún mun fara fram á Ingólfstorgi á laugardagskvöldiö kl 22:00. Verkiö sem flutt veröur mun veröa óvenju glœsi- legt þar sem œvitýraverum og tónlist mun bregöa fyrir og setja svip á bœinn. í Götuleikhúsinu starfar ungt fólk á aldrinum 16-25 ára undir leikstjórn reyndra leikstjóra og er þaö hluti af átaksverkefni borgarinnar í atvinnumálum. Tímamynd: Pjetur Samskip í sjúkraflutningum: Veikur Rússi um borð Veikur sjómaður af rússneska togaranum Heinesti er nú um borö í einu af skipum Sam- skipa, Greenland Saga, á leið til íslands. Var maðurinn fluttur á milli skipa um 450 sjómílur suðvestur af landinu. Útgerðarstjóri togarans hafði samband við skip Samskipa og bað um aðstoð síðdegis í fyrra- dag og vom þá 45 sjómílur á milli skipanna. Sigldu þau þá hvert á móti öðru og var Rúss- inn kominn um borð eftir um tvo tíma. Greenland Saga kemur til Reykjavíkur nú með morgnin- um og verður rússneski sjómað- urinn, sem er á miðjum aldri, fluttur beint á sjúkrahús, en tal- ið er að hann sé með innvortis blæðingar. -ohr Alfreö Þorsteinsson segir þaö ekkert kappsmál aö borgin eigi Perluna: Veröur tívolí sett í hitaveitutankana? „Kostnaðaráætlun sem viö lét- um gera varöandi ráöstefnu- sali í tönkunum sýndi háar fjárhæöir. En aöalatriðið er aö skapa þarna meiri traffík og tekjur þannig aö hægt sé aö minnka tapiö af Perlunni. Ég sé þaö til dæmis í hendi minni aö Tívolí er nokkuð sem vant- ar hérna í Reykjavík og þaö þarf miklu minni umgjörö en ráöstefnusalir. Þaö gæti því verið spuming hvort þaö mætti ekki setja lítið Tívolí inn þessa tvo tanka", sagöi Al- freö Þorsteinsson formaður Veitustofnana Reykjvíkur, spuröur hvaö liði hugmynd- um um breytta notkun hita- veitutankanna á Öskjuhlíö. Alfreð sagðist þá ekki endilega eiga við það að Hitaveitan ætti að annast reksturinn. En hún gæti skapað þann ramma sem til þurfi til að hefja slíka starf- semi — eða þá einhverja aðra starfsemi sem leiði til aukinnar aðsóknar á staðinn og þar með aukinna tekna. Sá er líka tilgangurinn með goshver sem koma á upp í Oskjuhlíðinni á þessu ári, sam- kvæmt fjárhagsáætlun Hita- veitu Reykjavíkur. Hlutverk hans sé að laða sem flesta ferða- menn í Öskjuhlíðina og Perl- una. En telur Alfreð það kannski koma til greina að selja Perluna til að losna við þann 50 milljóna kostnað sem Hitaveitan hefur af rekstri hennar á hverju ári. „Borgin þarf ekkert endilega að eiga Perluna", sagði Alfreö. Hann nefndi sem dæmi glæsi- legan íþróttaleikvang sem hann sá í Torontó í Kanada í fyrra, hinn fyrsta sinnar tegundar, sem hægt er að hafa opinn eða lokaðan eftir óskum hverju sinni. „Mig minnir að bygging- arkostnaður hans hafi svarað nokkurn vegin til fjárlaga ís- lenska ríkisins. Hann var greiddur af Torontóborg og Ontaríófylki, en síðan var hann seldur einkaaðilum á um hálf- virði. Þeir sjá um reksturinn, en síðan koma gjöldin af rekstrin- um inn til hins opinbera. Það þarf þannig ekki að vera neitt kappsmál fyrir Reykjavík- urborg að eiga þetta mannvirki. Aðalatriðið er að það sé í sem mestri notkun og skili þannig til borgarinnar sem mestum gjöld- um af starfseminni", sagði Al- freð Þorsteinsson. ■ Ný áhorfendastúka austan viö Laugardalsvöll: Stúka fyrir 3.500 manns Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt teikningar af nýrri áhorfendastúku fyrir 3.500 manns austan viö íþróttaleikvanginn í Laugar- dal. Fyrir er stúka vestan meg- in sem mun, eftir breytingar, einnig taka 3.500 áhorfendur, þeim fækkar um 100 vegna lagfæringa á aöstööu fyrir sjónvarp og blaöamenn. Það er Knattspyrnusamband íslands sem stendur að bygg- ingu stúkunnar en því var falið Teikning af mannvirkjum í Laugardal, austan megin viö íþróttaleikvanginn má sjá fyrirhugaöa áhorfendastúku, þ.e. gegnt gömlu stúkunni. það verkefnið samkvæmt samn- ingi þar um við Reykjavíkur- borg. Ákveöið var að byggja nýja stúku eftir að Alþjóða knattspyrusambandið sam- þykkti að skylt væri að hafa númeruð sæti undir alla áhorf- endur á opinberum knatt- spyrnuleikjum, en það er fyrst og fremst á landsleikjum sem þörfin fer upp fyrir það rými sem gamla stúkan tekur í sæti. Eftir framkvæmdirnar mun völlurinn taka 7.000 áhorfend- ur í sæti en í framtíðinni er möguleiki á að byggt veröi við enda vallarins fyrir 2- 3.000 manns, það er hins vegar alls óráðið og litið á það sem fram- tíðarákvörðun. Þegar fjölmennt er á leiki vill það oft verða nokk- uð vandamál að tæma völlinn. Menn telja hæfilegt að út- gönguleiðir séu svo greiðar að hægt sé að rýma völlinn á 7-12 mínútum eftir stærð þeirra. Tæmingartíð í núverandi stúku um útgöngustiga er tæpar fimm mínnútur og veröur lið- lega tvær í fyrirhugaðri stúku. Útgönguhlið af vellinum sjálf- um eru fjögur sem dugar til þess að hægt sé að tæma völlinn á fimm mínútum, eins og ákjós- anlegast er, en ef áhorfendasæt- um verður fjölgað þá þarf að bæta einu hliði viö að norðaust- an. -gos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.