Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. ágúst 1996 7 Áskorun VSÍ um lœgri ríkisútgjöld: Hagstjórnarabgerðir á hagsveiflur þjóbarbúsins Vinnuveitendasamband íslands sendi ríkistjórninni áskorun, á föstudaginn var, um ab draga úr ríkisút- gjöldum og hamla þannig á móti þenslueinkennum í hagkerfinu. Sambandib segir breyttar abstæbur í efna- hags- og atvinnumálum kalla á ný vibhorf og vibmib fyrir ákvörbun í ríkisfjármálum, þ.e. ákvörbun um ab miba ab umtalsverðum afgangi í ríkisfjármálum á næsta ári til að grynnka á skuldum ríkissjóðs og stuðla ab jafnvægi í hagkerfinu. í bréfi sambandsins til fjármálarábherra komu fram áhyggjur þess af miklum hagvexti, stefnir í 4,5% á þessu ári, sem er töluvert umfram vöxt flestra annarra OECD ríkja. Megin skýringin felst í stóraukinni einkaneyslu, einkum innfluttri, sem er fjármögnuð meb lánatöku, þ.e. enn frekari skuldasöfnun heimilanna. Sambandið óttast bakslag fyrr eba síðar því ab hagvöxtur sem á rætur að rekja í eyðslu umfram efni fram er ekki varanlegur. „Aukin um- svif í atvinnulífi og eftirspurn á vinnumarkaði geta á skömmum tíma breyst úr góðum vexti í skaðlega of- þenslu." Hagvöxtur Aðspurður um það hvaða þættir felast í hinum svokall- aba hagvexti segir Hannes G. Sigurðsson, aðstobarfram- kvæmdarstjóri VSÍ, hann vera verðmætasköpunina sem skapast hér innanlands, þ.e. söluverð allrar vöru og þjónustu mínus abföngin sem keypt em frá öbrum. Langstærsti hluti verðmætasköp- unarinnar felst í einkaneyslunni, „það má segja að ef það er enginn viðskipta- halli, þá er þetta einkaneysla, sam- neysla og fjárfesting sem er landfram- leiðslan, þar af er einkaneyslan 2/3 en samneyslan og fjárfestingin 1/3." Hannes segir samdrátt hafa verið í einkaneyslunni en nú virðist fólk hafa meiri trú á framtíðinni, það skuldsetur sig óhikað til að endurnýja heimilisbíl- inn og heimilstæki. Fjármagnskostnaöur og fjárfesting- ar Sambandið segir mikinn hagvöxt, þ.e. þenslueinkenni, kalla á vaxtahækkanir til þess að verja stöðugt gengi krón- unnar og draga úr verðbólguþrýstingi. Vextir hér séu þegar háir, hærri en meðal nálægra þjóða, vaxtahækkanir myndu þannig þýba aukinn fjármagnskostnað sem kemur illa við atvinnulífið og fjárfestinarm í því en fjárfestingar í atvinnulífinu hafa til skamms tíma verið hættulega litlar. „Það eru fjárfestingarnar sem skapa störfin, framleiðnina og hagvöxtinn, þess vegna verða þær að vera í lagi en þær eru enn of litlar bæbi í sögulegu- og alþjóðlegu samhengi." Ennfremur er þab, ab sögn Hannesar, markmið í sjálfu sér að hagvöxturinn sé sem stööugastur, „ef við förum mjög hátt upp þá er hætt á að við förum mjög bratt niður. Það skapar tjón þegar allar áætlanir eru mjög skakkar vegna mikilla sveiflna í atvinnustiginu, t.d. skortur á fólki og mikil yfirvinna einn tímann en skömmu síðar atvinnuleysi og uppsagnir." Hagstjórnaraögeröir Hannes segir ekkert við þenslueinkennum einkageirans ab gera en að hib opinbera geti beitt sér meb því ab draga úr samneyslunni. Sambandið bendir á ab á samdráttar- skeibi síöustu ára hafi ríki og sveitarfélög markvisst mibað við að halda uppi framkvæmdum og öbrum umsvifum meb miklum lánatökum. „Þær aðgerðir réttlættust af því einu að í næstu uppsveiflu yrbi þá dregið úr á móti." Því finnst stefnumörkun ríkistjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 1997 ekki nógu metnaðarfullt markmið. Eðlilegra sé ab stefna að umtalsverðum afgangi, sérstkalega í ljósi reynslunnar af framkvæmd fjárlaga þessa árs, þar sem óvæntur tekjuauki ríkissjóðs megnar ekki að draga úr áætl- uðum rekstrarhalla vegna aukinna útgjalda. Hannes segir að stefna beri að því að jafna hagsveifluna, frá botni til næsta botns, taka frá afgang í uppsveiflu til að mæta halla í niðursveiflu. „íslendingar hafa staðið svikalaust við það ab hafa verulegan halla í niðursveiflu en þeim virbist vera þrautinni þyngra að reka ríkissjóð með afgangi í upp- sveiflu." Nú skapar þensla jafnan aukna eftirspurn eftir vinnuafli sem aftur kallar á hærri launakröfur, þ.e. meiri kostnað hjá umbjóðendum VSÍ, en kjarasamningar eru almennt lausir um næstu áramót. Á meöan Hannes þvertekur fyrir að þessi staðreynd tengist áskorun VSÍ á nokkurn hátt, heldur opinberum fjármálum og hagstjórnaraðgerbum vegna óeðlilegra sveiflna í hagvexti, þá segja forystumenn laun- þegasamtaka þetta vera forsmekkinn að því sem koma skuli í samningaviðræðum á hausti komanda. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, bendir á að það verði að skoða málin í heild. „Þeir segja svigrúmið til launahækk- ana ekki vera neitt að heiti geti en á sama tíma eru þeir að hvetja ríkið til niður- skurðar sem er ávísun á bæbi minni þjón- ustu og aukin þjónustugjöld sem eru sótt til almenns launafólks." Með þessu sé hagstjórnaraðgerðum beint gegn launa- fólki til að jafna hagsveiflur í þjóðarbú- skapnum. Ögmundur segir alla hljóta að vera sammála um þab ab stefnt skuli að halla- lausum ríkissjóði en það skipti meginmáli hvernig þab er gert. Hann minnir á ab um nokkurt skeið hafi verið gerðar skattabreyt- ingar í þá átt að létta sköttum af fyrirtækjum og núna síðast af arðgreiöslum hlutafjár, þ.e. skattbyrði hinna fjársterku hafi verið létt. Aðspurður sagði Ögmund- ur að hallalausum ríkissjóði ætti að ná með réttlátari skatt- heimtu og alment betri búskaparháttum. „í stað þess láta frá sér allt það sem gefur arð inn í samneysluna, þ.e. sölu opinberra fyrirtækja, ættu menn að taka upp meiri ráb- deild, betri búskaparhætti og dreifa skattbyrbinni öðru- vísi." -gos Markmib jafnréttisáœtlunarímnar er aö stuöla aö jafnari stööu karla og kvenna innan Pósts og síma: Jafnréttisráð tilnefndi P&S til jafnréttis- viðurkenningar „Á árinu 1995 var Póstur og sími eitt af þremur fyrirtækj- um/stofnunum sem var til- nefnt til jafnréttisviður- Sœnskir dátar keppa í fótbolta vib Gæsluna: Skólaskip í heimsókn Sænsku skólaseglskipin HMS Gladen og Falken koma til landsins í dag. Skipin munu verða almenn- ingi til sýnis á ákveðnum tíma og áhafnarmeðlimir hyggjast bregða á leik og spila knattspyrnu við Land- helgisgæsluna. -BÞ kenningar Jafnréttisrábs", segir m.a. í ársskýrslu Pósts og síma, þar sem veruleg áhersla virbist lögb á jafn- réttismál. Jafnfréttisnefnd heldur reglulega fundi og vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun sem var endurskobub 1994. „Markmið jafnréttisáætlunar- innar er að stubla að jafnri stöbu karla og kvenna innan stofnunarinnar og nýta sér það lagalega jafnrétti sem er til stabar. í jafnréttisáætluninni er lögð áhersla á að auka hlut kvenna í stjórnunarstööum innan fyrirtækisins ásamt því að móta stefnu jafnréttismála á öðrum sviðum s.s. í fræðslu- málum og starfsmannaráðn- ingum", segir skýrsluhöfund- ur. ■ Olafur Tómasson, Cuðrmmdur Björrisson, HaraldurSisurSsson, Rafn Júiiussort, póst-agsima- aðstoðar pöst- og framkværndastjóri framkvæmdastjóri máiBstjóri simamólastjóri samkeppnissvias,! póstmélasviðs fjarskiptum I M fi.€MiHST 1011 Ail Þorgoir K. Þorgairsstm, Þorvarður Jónsso framkvæmdastjðri framkvæmdastjðri umsýslusviðs fjarskíptasvtös Krislján Helgason, Érling Söronsen, Átsasll Mognússon, Reynir Sígurjjórsson, ftgúst Goirsson, Bjtim Björnsson, umdæmi l umdæmí II umtiærni III umdtemi IV umdænií V umdæmi VI Yfistjórn og umdæmisstjórar Pósts og síma 1995.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.