Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 10
10 Mibvikudagur 14. ágúst 1996 Kolbakur seldur til Þýskalands Glæsilegu íslandsmóti í hesta- íþróttum lauk á Varmárbökkum á sunnudag. Viöstödd formlega mótssetningu voru forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guh- rún Katrín Þorbergsdóttir, Ellert B. Scram forseti ÍSÍ, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, þingmenn Reykjaness- kjördæmis og fleiri tignir gestir. Þaö verður segja sveitastjórnar- mönnum í Mosfellsbæ til hróss að þeir hafa búiö vel að hestaíþrótt- inni og ekki látið hana sitja við síöra borð en aðrar íþróttir. En það mikla starf sem unnið hefur verið á vegum Hestamannfélagsins Harð- ar, sem er gífurlegt, má ekki síst þakka ötulli forystu Rúnars Sigur- pálssonar formanns Harðar. Mótið fór vel fram i góðu veðri á föstudag og laugardag og þokka- legu veðri á sunnudag. Þetta glæsi- lega mótssvæði, sem í fljótu bragði sýnist það besta sem hestaíþrótta- mönnnum er boðið upp á í dag, er svo skemmtilega staðsett að menn hafa á tilfinningunni að þeir séu komnir upp í sveit þó þeir séu í reynd jaðri mesta þéttbýlis á ís- landi. Hestaíþróttin hefur það framyfir aðrar íþróttir að þar er ekki kyn- slóðabil né keppni skipt eftir kynj- um. Karlar og konur keppa þar saman í öllum aldursflokkum og börn og unglingar eru þátttakend- ur í sömu keppnisgreinum og full- orðnir. Hestamennskan er fjöl- skyldutómstund og þátttaka í íþróttinni ber þaö með sér. Aldrei hefur þátttaka veriö meiri í íslandsmóti, en 200 voru skráðir til þátttöku. Það skyggir þó á að þátttaka var lítil utan af landi og má nefna sem dæmi að aðeins einn keppandi var frá Norðurlandi eystra og einn af Austurlandi. Fé- lögin á suðvesturhorninu ásamt Geysi í Rangárvallasýslu mættu hins vegar fjölmenn til leiks. Það sést lika að þessi félög hugsa vel um börnin og unglingana. í þessari íþrótt sem öðrum sjáum við oft sömu keppendur enda næst ekki árangur nema með mikilli þjálfun og keppnisreynslu. Sigurjón og Koibakur stálu senunni Sigurbjörn Bárðarson er sá knapi sem flest gull hefur sótt á íslands- mótin undanfarin ár og gerði svo enn í ár. Mesta spennan að þessu sinni var í fimmgangi í opnum flokki. í opnum flokki svokölluð- um keppa yfirleitt fullorðnir. Sigur- björn hafði náð fyrsta sæti í for- keppninni og var þar töluvert efst- ur. Sigurjón Gylfason úr Gusti þurfti að heyja harða baráttu til þess að komast í 10. sæti í B-úrslit- um (B-úrslit eru 10. til 6. sæti), en 5. Gunnhildur Líndal Arnbjörns- dóttir Mána á Vin frá Mykjunesi. Fjórgangur: Fullorönir: í þessum flokki ógnaði enginn Ásgeiri Svan Herbertssyni og Far- sæli sem vörðu íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra og voru með langflest stig. Sigurbjörn Bárðarson gerði sér hins vegar lítiö fyrir og fór í úrslitum úr fjórða i annað sætið og Bjarni Sigurðsson Gusti vann sig úr B-úrslitum upp í A-úrslit. 1. Ásgeir Svan Herbertsson Fáki á Farsæli frá Arnarhvoli. 2. Sigurbjörn Bárðarson Fáki á Oddi frá Blönduósi. 3. Höskuldur Jónsson Létti á Þyt frá Krossum. 4. Þórður Þorgeirsson Geysi á Laufa frá Kollaleiru. 5. Gunnar Arnarson Fáki á Snillingi frá Austvaðskoti. 6. Bjarni Sigurðsson Gusti á Eldi frá Hóli v/Dalvík. Ungmenni: í þessum flokki var Ragnar E. Ág- ústsson öruggur eftir að Guðmar Þór Pétursson var dæmdur úr leik fyrir að hafa farið út úr brautinni. 1. Ragnar Ágústsson Sörla á Hrafni frá Hrafnagili. 2. Sölvi Sigurðarson Herði á Gandi frá Fjalli Skagaf. 3. Marta Jónsdóttir Mána á Sóta frá Vallarnesi. 4. Kristín Þórðardóttir Geysi á Glanna frá Vindási Rangárv. 5. Alma Olsen Fáki á Erró frá Lang- holti. 6. Kristín Halla Sveinbjarnardóttir Fáki á Valíant frá Heggsstööum. Unglingar: í Unglingaflokki gerðist það í úr- slitunum að Ásta Kristín Victors- dóttir hrapaði úr fyrsta sæti niður í sjötta sætið en Magnea Rós Axels- dóttir fór úr þriðja upp í fyrsta. 1. Magnea Rós Axelsdóttir Herði á Vafa frá Mosfellsbæ. 2. Davíð Matthíasson Fáki á Prata frá Stórhofi. 3. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Gusti á Ósk frá Refsstöðum. 4. Sigurður Halldórsson Gusti á Byr frá Melum Borgarf. 5. Hrafnhildur Jóhannesdóttir Herði á Fjölni frá Mosfellsbæ. 6. Ásta Kristín Victorsdóttir Gusti á Herði frá Bjarnastöðum. Barnaflokkur: í þessum flokki varð ekki mikil breyting á sætaröð frá því í for- keppni og Karen Líndal hélt þar sínu fyrsta sæti. 1. Karen L. Marteinsdóttir Dreyra á Manna frá V-Leirárgörðum. 2. Svandís Dóra Einarsdóttir Gusti á Ögra frá Uxahrygg. 3. Viðar Ingólfsson Fáki á Fiðringi frá Ögmundarstöðum. 4. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Fáki á Hauki frá Akureyri. 5. Gerglind Rósa Guðmundsdóttir Gusti á Fjöður. Sigurjón Cylfason og Kolbakur stálu senunni meb frábœrri frammistöbu í fimmgangi. Gæðingurinn Kolbakur frá Við- vík sem kom öllum á óvart á ís- landsmótinu í Mosfellsbæ var á mótsstað seldur til Þýskalands. Andreas Trappe, hrossarækt- andi og margfaldur heims- meistari í hestaíþróttum, var gestur Haröarmanna á mótinu . Þegar Kolbakur hafði lokið keppni kom Andreas strax að máli við Baltasar Kormák leikara sem var eigandi hestsins og fal- aððist eftir kaupum. Frá þeim var svo gengið á sunnudagskvöldið með þeim fyrirvara að hesturinn stæðist læknisskoðun. Þetta er annar stólpagæðingur- inn sem er seldur úr landi eftir frækilega frammistöðu á stór- móti. Hinn hesturinn var Þyril frá Vatnsleysu eins og greint var frá í HESTAMÓTUM. Búast má við því að þessir hestar verði keppinautar íslendinga á næsta heimsmeistaramóti sem verður í Noregi 1997. Verð á Kolbaki hef- ur ekki verið gefið upp. Kolbakur er undan Vikingi 1056 frá Viðvík og móöirin er Gígja 4226 frá Víðimýrarseli. ■ Sigurvegarar í tölti ungmenna. Ragnar og Hrafn lengst til vinstri. Tímamyndir: íiríkur Agætt mót við goðar aðstæður til þess þurfti tvo bráðabana. Sigur- jón vann B-úrslitin og fékk þannig rétt til að keppa í A-úrslitum. Þar gerðust þau undur að hann í öbru sæti og er slíkt einsdæmi. Hestur sá sem hann keppti á, Kolbakur frá Viðvík, þurfti því að fara fleiri spretti en nokkur annar hestur í fimmgangsflokknum og telst svo til að hann hafi farið ekki færri en 15 skeiðspretti. Hesturinn er ein- stök þrekskepna því hann virtist alltaf vera ab batna. Geta má þess að Kolbakur var nýkominn úr 10 daga ferðalagi. Það var ævintýra- legt að fylgjast með þeim Sigurjóni og Kolbaki og má segja að þeir hafi stolið senunni. Hafliði og Næla urðu að láta í minni pokann Þá urðu úrslit nokkuð óvænt í tölti í opnum flokki en í úrslitum sigraði Þórður Þorgeirsson úr Geysi á hestinum Laufa frá Kollaleiru í Reyðarfirði. Hann skákaði þar meb Hafliða Halldórrsyni á Nælu, en Hafliöi hefur verið ókrýndur kon- ungur töltsins undanfarin ár. í Ungmennaflokki stób Ragnar E. Ágústsson úr Sörla upp úr á hestin- um Hrafni frá Hrafnagili í Eyjafirði. Þeir félagar hafa verið sigursælir í sumar og Ragnar nú kominn í fremstu röö knapa. í Unglinga- flokki var keppnin jöfn og skiptu HEJTA- MOT KARI ARNÓRS- SON fjórir knapar þar gullinu á milli sín. í Barnaflokknum geistist Viðar Ing- ólfsson úr Fáki fram úr öðrum og hlaut 5 gull af 7 mögulegum. Gam- an verður að fylgjast með honum næstu árin sem og öðrum ungknöpum sem þarna háðu skemmtilega keppni. Flest gullin komu í hlut Fáks- manna, alls 16, Sörlamenn fengu 7, Harðarmenn 5, Geysismenn tvö og 1 gull kom til félaga Dreyra og Þyts. Aðsókn að þessu móti var þokka- leg og reyndar góð sé mibað við aðsókn að íþróttamótum. Harbar- menn mega vel við una hvab fram- kvæmd og aðbúnað snertir og mót- ið i heild Mosfellingum til sóma. Úrslit Fimmgangur Fullorönir: Eins og áður segir þá skaust Sig- urjón Gylfason upp í annað sætið í fimmgangi en úrslit urðu þannig: 1. Sigurbjörn Bárðarson Fáki á Dyn frá Ytra-Skörðugili. 2. Sigurjón Gylfason Gusti á Kol- baki frá Viðvík. 3. Sveinn Jónsson Sörla á Bassa frá Stokkseyri. 4. Sigurður Sigurðarson Herbi á Prins frá Hörgshóli. 5. Hinrik Bragason Fáki á Drottn- ingu frá Skriðu. 6. Elsa Magnúsdóttir Sörla á Dem- anti frá Bólstað. Ungmenni: Eftir forkeppni var Guðmar Þór Pétursson á Draupni efstur en í úr- slitum þá skaust Ragnar E. Ágústs- son upp í fyrsta sætið úr þriðja sæti í forkeppni. 1. Ragnar Ágústsson Sörla á Hrafni frá Hrafnagili. 2. Guðmar Þór Pétursson Herði á Draupni frá Sauðárkróki. 3. ísólfur Líndal Þórisson Þyt á Svarta-Svaninum frá Leirárgörðum. 4. Þóra Brynjarsdóttir Mána á Fiðr- ingi frá Ingveldarstöðum. 5. Þorgeir Ó. Margeirsson Mána á Funa frá Sauðárkróki. Unglingar: í Unglingaflokki gerðist það að í úrslitum þá skaust Erlendur Ing- varsson úr Geysi úr fjórða sæti sem hann hafði hlotið í forkeppninni upp í fyrsta sætið. 1. Erlendur Ingvarsson Geysi á Di- ljá frá Skarði. 2. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Fáki á Gosa frá Auðholtshjáleigu. 3. Sigfús B., Sigfússon Smára á Hlýju frá V-Geldingaholti. 4. Davíð Matthíasson Fáki á Gusti frá Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.