Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 14. ágúst 1996 HVAÐ E R A SEYÐI Frá Gjábakka í Þórsmörk Frá ferðanefnd eldri borgara í Kópavogi: Farið verður í Þórs- mörk kl. 09 fimmtudaginn 15. ágúst frá Gjábakka. Tilkynnið ykkur sem fyrst í Gjábakka. Þverflaututónleikar í ágúst munu Tristan og Krist- ín Cardew þverflautuleikarar halda námskeið fyrir flautunem- endur í Tónlistarskóla Akureyrar. Þau eru búsett í París þar sem þau starfa sem tónlistarmenn og við kennslu. Þrátt fyrir annir við námskeið- ið ætla þau að gefa sér tíma til að halda hér tónleika og verða þeir í Deiglunni á Akureyri miðviku- daginn 14. ágúst kl. 21.00. Á efnisskránni verða verk eftir Loc- atelli, Briccialdi, Haydn og de Lorenzo. Þátttakendur á námskeiðinu munu svo halda tónleika í Deigl- unni sunnudaginn 18. ágúst kl. 13. Nýlistasafniö: Sýningum aö Ijúka Sunnudaginn 18. ágúst lýkur sýningum á verkum Pietertje van Splunter, Lindar Völundar- dóttur og Katrínar Sigurðardótt- ur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Ennfremur lýkur kynningu í setustofu á verkum kúbönsku li- stakonnunnar Ana Mendieta. Á sýningu Pietertje van BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Splunter, sem ber heitið „Dag- bók frá íslandi", eru 50 málverk af íslensku umhverfi. Pietertje sem er hollensk hefur dvalist hérlendis sl. ár. Hún stundaði nám í Royal Academy of Fine Arts í Haag og hefur sýnt á fjöl- mörgum stööum í Evrópu en framundan eru sýningar m.a. í Bandaríkjunum. Lind Völundardóttir sýnir eitt verk í Gryfjunni. í þessu verki felst gerningur sem Lind fram- kvæmdi á opnunardag og mun hann verða gerður á ný aðfara- nótt 18. ágúst kl. 02.00 á Menn- ingarnótt í miðborginni.Lind lauk námi frá MHI 1991 og stundaði nám í St. Joost Aka- demi í Hollandi 1995-1996. Þetta er önnur einkasýning Lindar en hún hefur átt verk á samsýning- um heima og erlendis. í efri sölum safnsins sýnir Katrín Sigurðardóttir innsetn- ingu sem hefur hlotið heitið „Viðbúnaður". Verkin eru nokk- urskonar andstæða við vegsöm- un á hátækninni og óður til lág- tækninnnar, unnin með vasa- ljósum, litlum upplýstum köss- um með sjónglerjum og leik- fangabíl. Katrín stundaði nám í MHÍ, lauk BFA prófi 1990 viö San Francisco Art Institute, Kali- forníu og Masters prófi 1995 við Rutgers University, New Jersey. Þetta er fimmta einkasýning Katrínar. Ana Mendieta (d. 1985) fædd- ist á Kúbu 1948. Kynning á verk- um hennar er á myndböndum og litskyggnum, en gerninga sína og sviðsetningar varðveitti listakonan á ljósmyndum og 8 mm. kvikmyndum. Sýningin kemur hingað frá Borgarlista- safninu í Helsinki. Safnið er opið daglega kl. 14- 18 meðan á sýningu stendur. Píanóbarinn, Hafnarstræti Richard Scobie og Eyjólf- ur Kristjánsson Sú nýbreytni er orðin á rekstri Píanóbarsins í Hafnarstræti að opið er á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum. Ætlunin er að gestir staðarins geti komið og hvílt sig á amstri dagsins í rólegu og þægilegu um- hverfi. Til að auka stemmninguna verða fengnir ýmsir tónlistar- menn til að leika þægilega tón- list. í dag, miðvikudaginn 14. ág- úst, og á morgun, fimmtudaginn 15. ágúst, munu landskunnu tónlistarmennirnir Richard Sco- bie og Eyjólfur Kristjánsson leiða saman hesta sína og leika fyrir gesti staðarins. Þeir eru kunnir fyrir vandaðan tónlistarflutning en hafa ekki oft komið fram saman. Þetta er því kjörið tæki- færi til að heyra tvo ástsælustu söngvara landsins spila og syngja saman. í næstu viku, 21. og 22. ágúst, mun stórpopparinn Stefán Hilm- arsson verða Richard Scobie til halds og trausts og veröur fróð- legt að heyra í þeim tveim sam- an. Frá félagi eldri borgara Ósóttar pantanir í Fjallabaks- ferðina 30. ágúst verða seldar öðrum 20. ágúst. Ferbafélag íslands Miðvikudagur 14. ágúst kl. 20.00: Síðsumarskvöld á Álfta- nesi. Auðveld kvöldganga um ströndina. Brottför frá BSI, aust- anmegin og Mörkinni 6. Helgarferðir 16.-18. ágúst: Árbókarferð um svæðið milli Hvítár og Þjórsár. Brottför föstud. kl. 18.00. Fararstjóri verður Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur og höfundur ár- bókar Ferðafélagsins 1996 (Ofan Hreppafjalla) sem ferðin er til- einkuð. Gist í húsum í Kisubotn- um og Leppistungum. Fróðleg og fjölbreytt ferð. Þórsmörk-Langidalur: Brottför föstud. kl. 20.00. Góð gisting í Skagfjörðsskála eða tjöldum. Gönguferðir við allra hæfi. Kynnið ykkur möguleika á nokk- urra daga dvöl á hagstæðu verði. Helgarferð 17.-18. ágúst: Ævintýraferð í Þórisdagl (gist í helli). Þetta er nýstárleg ferð þar sem ekið er inn á Kaldadal og gengið í helli á slóðum útilegu- manna í Þórisdal (sbr. Grettis- sögu o.fl.) Undirbúningsfundur á fimmtudagskvödlið 15. mars kl. 20 í Mörkinni 6. Farmiðar á skrifstofunni. Kozana Lucca sýnir í Listhúsi 39, Hafnarfirði: Skógarhúbir Laugardaginn 17. ágúst kl. 17.00 verður sýningin Skógar- húðir eftir Kozana Lucca opnuð í Listhúsi 39 í Hafnarfirði. Kozana Lucca er fædd í Cordoba árið 1948. Hún er þó frönsk aö uppruna og í fjöl- skyldu hennar voru bæði málar- ar og tónlistarfólk. Hún nam list- ir og ferðaðist víða, en gekk síð- an til starfa hjá Roy Hart leikhús- inu í Lundúnum, en það er vel þekkt af frumkvöðlastarfi á sviði raddbeitingar. Hún er vel þekkt sem leikkona, kennari og leikstjóri, en hefur jafnframt unniö að því að þróa listform þar sem saman tvinnast raddir, litir og hreyfing í tilraun til að sameina og sætta hinar ýmsu hliðar manneskjunnar. í þessum tilgangi hefur hún haft náib samstarf við söngvara, leik- ara, myndlistarmenn og fleiri. Árið 1986 vann hún í Argent- ínu og tók þar þátt í stofnun hópsins Tré lífsins og vann jafn- framt meb hópnum Tónalíkam- inn, en hann hélt sýningar víða um Evrópu veturinn 1990-91. Hún hefur tekið þátt í fjölda list- sýninga og hefur jafnframt gefið út margar bækur, meðal annars bókina Frú Hár sem þýdd hefur veriö á fjölda tungumála og breytt í leikrit, útvarpsþætti og sjónvarpsefni. Skógarhúðir stabfestir viðhorf Kozana Lucca til listanna, en það einkennist af heildrænni sýn þar sem litir og áferð, ilmur og hljómar kallast á. Mannshúðin, húð jarðarinnar, mosi og trjá- börkur birtast í málverkum hennar og endurspeglast í hið óendanlega. Þannig vekja þau með okkur samkennd meb öðr- um verum. Gagnrýnandinn Andrea Franc- esco Nuti hefur sagt: „Kozana umbreytir æðum trjáa í litaár yfir bakgrunni þar sem skálínur sker- ast og streyma út í óendanleik- ann. Eins og skurðlæknir annast brenndan sjúkling hefur hún skorib til litla fernigna af „skóg- arhúð" — brot af hinu villta lífi skógarins. Hún rífur pappír, not- ar trjábörk, teiknar orð og lík- amshluta ofan í skóginn. Þannig birtir hún okkur „hina hliðina". í sýningunni reynir Kozana Lucca að vinna úr þeirri sorg sem hún upplifði þegar lífsföru- nautur hennar, Jérome Heim, féll frá. Sýningin er líka tileinkub honum, því hann varði stórum hluta lífs síns til að skapa jafn- vægi og sátt milli manna og trjáa. Með Skógarhúðum býður Koz- ana Lucca okkur að njóta þess bæði að horfa og hlusta. Vib sjálf erum eins og gangandi tré þar sem vib þræðum stiginn í átt að jafnvægi og innri sátt. „Stundum birtist sköpunin þegar við leys- um upp staðnað kerfi," segir Lucca, „en það varðar mestu að viðhalda sköpuninni í öllum okkar gjörðum, í öllu lífi okkar." Eins og gagnrýnandinn Cat- herine Feneyrou hefur bent á er sýningin Skógarhúbir eins konar sinfónía áferða þar sem hver mynd segir kunnuglega sögu og opinberar bæði sorg og gleði, hlátur og grát, sár og atlot. Sýn- ingin er veisla fyrir sálina. Kozana Lucca er stödd hér á landi og heldur hér tvö nám- skeið. Fyrra námskeiðinu er lok- ið, en þeir sem hafa áhuga á síð- ara námskeiðinu, Rödd og litur, 19. til 23. ágúst, er bent á að hafa samband við Kristján Helgason í síma 565 5497. Hægt er ab ná í listakonuna sjálfa og nálgast frekari upplýsingar um hana og verk hennar í síma 555 0535. í tengslum vib opnunina verða tónleikar — eins konar masterc- lass — í Hafnarborg þar sem nemendur af fyrra námskeiðinu sýna afrakstur vinnu sinnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 18.15. Sýningin í Listhúsi 39 stendur til 1. september og er opin á virkum dögum frá kl. 10.00 til 18.00, á laugardögum frá kl. 12.00 til 18.00 og á sunnudög- um frá kl. 14.00 til 18.00. Lesendum Tímans er bent á að framvegis verða til- kynningar, sem birtast eiga í Dagbók blaðsins, að berast fyrir kl. 14 daginn áður. Aðsendar greinar sem birtast eiga í blabinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Véirit- aöar eöa skrifaöar greinar * eNmni geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. A EFTIR BOLTA KEMUR BARN ■ ■■ "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI" JC VÍK Dagskrá útvarps og sjónvarps Miövikudagur © 14. ágúst 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit 7.31 Fréttir á ensku 8.00 Fréttir 8.10 Hér og nú 8.30 Fréttayfirlit 8.50 Ljó& dagsins 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.38 Segðu mér sögu, Gúró 9.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir 10.03 Veðurfregnir 10.15 Árdegistónar 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagið í nærmynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.50 Auðlindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins, 1 3.20 Heimur harmóníkunnar 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Galapagos 14.30 Til allra átta 15.00 Fréttir 15.03 „Með útúrdúrum til átjándu aldar" 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Tónstiginn 17.00 Fréttir 17.03 Þjóðarþel: Úr safni handritadeildar 17.30 Allrahanda 17.52 Umfer&arráð 18.00 Fréttir 18.03 Víbsjá 18.45 Ljóð dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt 20.00 Tónlist náttúrunnar 21.00 Smámunir 22.00 Fréttir 22.10 Veðurfregnir 22.15 Orð kvöldsins 22.30 Kvöldsagan, Reimleikinn á Heiðarbæ 23.00 Heimur leikjanna 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá Miövikudagur 14. ágúst Q17.50 Táknmálsfréttir _____A, 18.00 Fréttir 18.02 Leiðarljós (453) 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00 Myndasafnið 19.25 Úr ríki náttúrunnar 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Víkingalottó 20.40 Hvíta tjaldið Kvikmyndaþáttur í umsjón Valgerðar Matthíasdóttur. 21.05 Græneyga stúlkan (Pigen med de gronne 0jne)Dönsk sjónvarpsmynd frá 1995 um blaba- mann sem rifjar upp liðna tíð. Myndin er gerð eftir sögu Bo Green jensen. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.05 Berklaveikin blossar upp á ný (TBC ár tilbaka - háll andan) Sænsk heimildarmynd um aukna útbreiðslu berkla. Sjúkdómurinn var stöðvabur meb bólusetningu og heilsuvernd eftir seinna stríð, en hefur brei&st hratt út aftur á síbustu árum. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok Miövikudagur 0SJÚO-2 sí W 13 14. ágúst 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Sjónvarpsmarkaburinn 13.00 Sesam opnist þú 13.30 Trú&urinn Bósó 13.35 Umhverfis jörðina í 80 draumum 14.00 Hjálparsveitin 15.35 Handlaginn heimilisfaðir (e) 16.00 Fréttir 16.05 Sumarsport (e) 16.35 Glæstarvonir 1 7.00 í Vinaskógi 17.25 Mási makalausi 1 7.45 Doddi 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarka&urinn 19.00 19 > 20 20.00 Beverly Hills 90210 (8:31) 20.50 Núll 3 21.25 Sporðaköst (3:6) (e) Laxá í Mývatnssveit 21.55 Brestir (e) (Cracker 2) (6:9) 22.45 Hjálparsveitin (Trouble Shooters) Lokasýning 00.15 Dagskrárlok Miövikudagur 14. ágúst 17.00 Spítalalíf [ jsvn 17.30 Gillette sport- pakkinn 18.00 Taumlaus tónlist 20.00 í dulargervi 21.00 Banvænn leikur 22.30 StarTrek 23.15 Hungrar í þig 00.45 Dagskrárlok Miövikudagur 14. ágúst 17.00 Læknamiðstöðin 17.25 Borgarbragur 18.15 Barnastund 19.00 Skuggi 19.30 Alf 19.55 Ástir og átök 20.20 Eldibrandar 22.00 Næturgagnið 22.45 Tíska 23.15 David Letterman 00.00 Framtíðarsýn 00.45 Dagskrárlok Stö&var 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.