Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 14. ágúst 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Skólaskrifstofa Austuriands tekin til starfa — Skólaskrifstofa Austur- lands tók formlega til starfa fyrir skömmu. Opnun skrifstofunnar mark- ar þáttaskil í austfirskum skólamálum. Austurland NESKAUPSTAÐ Nýtt ferbafélag í uppsiglingu Áhugafólk um stofnun Ferðafélags Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hélt fyrir skömmu stofnfund í skíðaskálanum í Odds- skarði. Að sögn ínu Gísla- dóttur hefur hópurinn aö undanförnu verið að þreifa fyrir sér um áhuga á stofnun slíks félags m.a. með því að efna til gönguferða á við- komandi stööum. Gengið var á Grænafell í Reyðarfirði, um Hólmahálsinn milli Eski- fjarðar og Reyðarfjaröar og um Oddsdal í Norðfirði, þátttaka var góð, frá 35-60 manns. Ferðafélagið yrði deild inn- an Ferðafélags íslands, sem setti sér eigin markmið að einhverju leyti en haft yrbi að leiðarljósi markmið Ferðafélagsins. Eitt af mark- miðum félagsins er að auð- velda fólki að ferðast um landið með því að skipu- leggja og standa fyrir ferðum í sátt við umhverfiö. Á Austurlandi hafa verið starfandi tvö ferðafélög, í Austur- Skaftafellssýslu og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og hefur þar verið unnið mikið og merkilegt starf að sögn ínu. Draumur margra sveitastjórnar- manna rætist Skólaskrifstofa Austurlands hefur tekið til starfa og að sögn Helga Halldórssonar, formanns stjórnar Skólaskrif- stofunnar, er opnun hennar mikið gæfuspor fyrir fólkið í fjórðungnum. Skólaskrifstof- an er staðsett á Reyðarfirði en 22 sveitarfélög frá Skeggjastaðahreppi í noröri að Breiðdalshreppi í suðri eiga aðild að henni. Hlutverk hinnar nýju skólaskrifstofu er margþætt. Henni er ætlað að veita al- menna og greinabundna kennsluráðgjöf, námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Skóla- skrifstofan rekur kennslu- gagnamiðstöö og veitir ráð- gjöf um uppbyggingu og starfrækslu skólasafna. Þá mun skrifstofan vinna að endur- og símenntun kenn- ara og beita sér fyrir ný- breytni og þróunarvinnu á vettvangi austfirskra skóla- mála. Auk þessa verður unn- ið að skýrslugerð og upplýs- ingagjöf til skóla, sveitar- stjórna, menntamálaráðu- neytis og annarra opinberra aðila. Skólaskrifstofan annast Hermes, hús skólaskrifstofu Aust- uriands. Húsiö var keypt af rík- inu sem haföi rekiö íþví Frœöslu- skrifstofu Austurlandsumdœmis. Þótt Hermes sé komiö til ára sinna er þaö í toppformi og hiö glcesilegasta í hólf og gólf. einnig allan launaútreikning sem er ákaflega mikilvæg þjónusta við sveitarfélögin, einkum þau smæstu. Þá mun samræming á störfum skólanefndar og ráðgjöf vegna eftirlits með fram- kvæmd grunnskólalaga heyra undir hina nýju skóla- skrifstofu. Menntamálaráb- herra finnst hugmyndin at- hyglisverb Hugmyndir eru uppi um ab sameina sjávarútvegsnám á framhaldsskólastigi og samkvæmt skýrslu, sem unnin var að frumkvæði Lúðvíks Bergvinssonar, al- þingismanns, hafa Vest- Skýrsla um hugsanlegt Verk- menntasetur sjávarútvegs á fram- haldsskólastigi var unnin aö frum- kvæöi Lúövíks Bergvinssonar. mannaeyjar allt upp á að bjóða fyrir slíkt Verk- menntasetur sjávarútvegs- ins. „Láti menn hagsmuni og skammtímasjónarmið víkja fyrir hagsmunum heildarinnar og langtíma- markmiöum, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gott Verkmenntasetur sjávarút- vegsins yrði í Vestmannaeyj- um," segir í niðurstöðum ít- arlegrar skýrslu Karls Hjálm- arssonar markaðsfræbings. „Við eigum aö beita okkur á þeim sviðum sem við erum góbir. Skýrslan var fyrst og fremst gerð til þess að taka út jarðveginn og velta því fyrir sér hvort eitthvert vit sé í því að byggja upp Verk- menntasetur. Skýrslan er mjög jákvæö og tekur út þrjú svæði. Ég hef hitt Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra og kynnt honum skýrsluna. Honum finnst hugmyndin áhugaverð og fékk eintak af skýrslunni. I Eyjum er allt til alls, hér eru margar litlar stofnanir sem með samtengi er hægt að gera öflugar, um leið og hægt er að skapa hér fleiri störf. Við erum að fjalla um atvinnuveg sem vib höfum mikla þekkingu og reynslu í," sagði Lúbvík. Hann segir að boltinn sé nú hjá bænum, sem verði að leiða vinnuna fyrstu metr- ana. „Skýrsluhöfúndur, Karl Hjálmarsson, veltir upp ýms- um hugmyndum til ab hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd, eins og t.d. að stofna um Verkmenntasetrið hlutafélagaskóla. Ef menn hafa áhuga verður að vinna markvisst að þessu máli," sagði Lúðvík. Berjaspretta á Noröurlandi: „Menn ab líta í móinn Búast má við því að berja- spretta á Norðurlandi verði með lakara móti í haust en undanfarin ár. Margt kemur þar til en nefnt er að vetur- inn hafi verið snjóléttur og því sé raki í jörð fremur lítill, auk þess sem snjórinn myndi hlífðarkápu yfir land- ið sem ekki hafi verið í fyrra. Þá hafi kuldakafli í júní sett strik í reikninginn. „Ég fór suður í brekkurnar við Fremstafellsskóg nú fyrir nokkrum dögum og þar var lítið af berjum aö sjá, hvort heldur bláber eða aðalbláber. Á þessu svæbi eru aballega bláber, en krækiber í minni mæli. En almennt tel ég að berjaspretta verbi ekki mik- il," sagði Hildur Tryggva- dóttir í Fremstafelli í Köldu- kinn í samtali við Dag. „Menn eru að byrja ab líta í móinn," sagði Kristín Linda Jónsdóttir í Mið- hvammi í Aðaldal í samtali við Dag. Hún sagði að á krækiberjaslóðum í Aðaldal talabi fólk um að berja- spretta gæti orðið köflótt. Hafréttarsáttmálinn og íslensk lög veita íslendingum möguleika til aö skáka Dönum í deilunni um hafsvœöiö noröur af landinu: Islendingar eiga tromp á hendi íslendingar virðast eiga tromp á hendi í deilunum vib Dani um hafsvæðið norður af Kobeinsey. Sam- kvæmt Hafréttarsáttmálan- um gætu íslendingar fært efnahagslögsöguna nær Grænlandi en sem nemur miblínu, en þjóðirnar eru aðilar að honum. Þetta er at- ribi sem ætti að benda Dön- um á ab sögn Gunnars G. Schram prófessors í þjóðar- rétti vib Lagadeild Háskóla íslands. Hann bendir bæði á Haf- réttarsáttmál- ann máli sínu til stuðnings, og ekki síður ís- lensk lög sem hann segir beinlínis ýja að þessum möguleika. Miblína er engin regla samkvæmt Hafréttarsátt- m á 1 a n u m . Hana er hvergi að finna og eng- inn byggir á henni. Af þeim sökum er ríkjum frjálst að ákveða mörk sín á hafinu að sögn Gunnars. Hann segir skiptinguna eiga að byggjast á sanngirnisgrundvelli og öll- um aðstæðum. Ef íslendingar færðu efnahagslögsöguna nær Grænlandi en sem nemur miðlínu kæmi upp deila við þá og Dani. „Þá yrði auðvitað litið á hvaða hagsmunir væru í húfi og þá er ekki spurning um hverjir hafa meiri hags- muni á þessu svæði," segir Gunnar og telur víst aö Is- lendingar hefðu betur í átök- um um þetta svæöi. „Ef við fæmm hins vegar að taka einhver mið við Vestur- Grænland, eða Subur-Græn- land þar sem þeir veiða sjálfir, þá mundi það horfa öðruvísi við," segir hann og telur held- ur ekki ráðlegt að breyta miðl- ínu gagnvart Færeyjum þar sem Færeyingar eigi sömu hagsmuna að gæta og íslend- ingar hvað fiskveiðar snertir. Við Grænland væri hins vegar um sáralitla hagsmuni Græn- lendinga að ræða. „Það er náttúrulega gersam- lega einskis manns land þarna hinu megin og engir efna- hagslegir hagsmunir í veði þar," segir Gunnar. „Það er engin byggð þarna og engin útgerð og ekki neitt, ef maður lítur þannig á það. Grænlend- ingar eru mikið minni þjóð og hafa minni hagsmuni heldur en íslendingar af fisk- veiðum, enda leigja þeir út alla sína kvóta, nánast." Gunnar bendir á þennan möguleika í þeim deilum sem íslenskir og danskir aðilar eiga í út af Kolbeinseyjarsvæðinu norður af landinu, um 9.400 ferkílómetrum sem eru utan íslenskrar landhelgi ef Kol- beinsey er ekki notuð sem grunnlínupunktur. „Ég bendi bara á þennan möguleika af því að Danir eru að bekkjast við okkur núna," sagði Gunnar. „Ef þeir ætla að fara að gera einhverja kröfu í það þá gæti mótleikur okkar mjög hugsanlega verið sá ab benda á að þessi miðlína er engin ei- líf ðarmörk heldur höf- um við þann möguleika fyrir hendi eins og lögin raunverulega ýjuðu að og ýja að í dag að mörkin verði færð nær Græn- landsströnd- um. Ég segi ekki fullar 200 mílur endilega, það er síðan íhugunaratriði, held- ur að þær verbi færðar nær þannig að við fáum þarna meira hafsvæði heldur en við höfum í dag." Það segir í 7. grein laga nr. 41 frá 1979: „Þar til annað verður ákveðið skuli efna- hagslögsaga og landgrunn ís- lands miðað við 200 sjómílur frá grunnlínu að því undan- skildu að þar sem skemmra er en 400 sjómílur milli grunn- línu Færeyja og Grænlands annars vegar og íslands hins vegar skal efnahagslögsagan afmarkast af miðlínu." „Það er beinlínis gert ráð fyrir því í lögunum að þetta sé ekki til eilífðar. „Þar til annað verður ákveðið," stendur. Þannig að ef Danir ætla ab fara aö haga sér svona þá eig- um við að líta á þessa setn- ingu af alvöru," segir Gunnar. Kolbeinsey er grunnlínu- punktur og segir Gunnar að sem slíkur sé hún í fullu gildi. „Ég var nú með tölur um ab hún væri rúmar 30 mílur frá Grímsey, þannig að það er varla hægt að segja að eyjan sé neinn einangraður klettur eins og Rockoll sem er 250 sjómílur frá Bretlandi." Hann segir Kolbeinsey í fullu gildi sem grunnlínupunkt á meðan eitthvað af henni sé ofansjáv- ar. -ohr Cunnar C. Schram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.