Réttur


Réttur - 01.02.1925, Síða 40

Réttur - 01.02.1925, Síða 40
42 Rjettur Þýskaland. Eins og kunnugt er, hefir Þýskaland haft á að skipa ýms- um ágætismönnum, er hafa beitt sjer fyrir margskonar um- bótum í þjóðfjelagsmálum. Verkalýðshreyfingin hefir um lang- an aldur verið þar mjög öflug og komið fram mörgum um- bótum. Þannig voru þar í landi samþykt lög, árið 1890, er veiltu atvinnurekendum rjett, en að vísu ekki skyldu, til þess að velja nefndir verkamanna, er gera skylclu tillögur um ýms tnannúðarmál. Árið 1905 voru með lögum stofnaðar slíkar nefndir verkamanna í námurekstri, er hafði 100 verkamenn eða fleiri í þjónustu sinni. Að vísu verða þetta ekki talin rekstursráð, en þó má líta á þessar nefndarskipanir sem undanfara hinna eiginlegu ráða, er síðar koma til sögunnar. Þegar byltingin braust út í Þýskalandi voru þar víða í bæjunum stofnuð verkmanna- og hermannaráð. Og með til- skipun frá 23. des. 1918 voru sett á stofn verkamannaráð í atvinnugreinum, sem höfðu fleiri en 20 menn í þjónustu sinni. Völd þessara ráða voru að ýmsu leyli aukin með mörgum ákvæðum eftir kröfum verkamanna. En alt voru þetta bráðabirgðaráðstafanir, sem ekki náðu almennri festu eða formlegri löggildingu. Síðar lagði svo þýska lýðveldisstjórnin fram frumvarp um rekstursráð og varð það að lögum snemma á árinu 1920. Lög þessi voru studd af jafnaðarmönnum, og auk þess veitli lýðveldis- og miðflokkurinn þeim dræmt fylgi, en móti þeim gengu sameignamenn og hægriflokkarnir. Og um af- stöðu verkamannanna yfirleitt til ráðanna, má segja það, að þeir vilja ekki án þeirra vera,'^en óska þess, að valdsvið þeirra verði aukið að mun. Eftir þessum lögum ber að velja rekstursráð í atvinnugrein- um með 20 verkamenn eða fleiri, en þar sem verkamennirnir eru aðeins frá 5 — 20 velja þeir sjer einn trúnaðarmann. Kosningarrjett til ráðanna hafa allir verkamenn yfir 18 ára. Kjörgengi er bundið við 24 ára aldur, þýskan ríkisborgara- rjett og minst 6 mánaða vist í atvinnugreinum.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.