Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 25

Réttur - 01.10.1949, Page 25
RÉTTUR 217 vetur lagðist að og boðleg matvara var ófáanleg, neyddust þeir til að kaupa óþverrann, sem kaupmenn seldu hisp- urslaust fullu verði. Þetta varð þó til þess, að nú var mörgum nóg boðið. Hið deiga járn hafði loks verið brýnt til bits. Ákváðu Húnvetningar á fundum sínum haustið 1869 að stofna hlutafélag til að ná beinni verzlun við út- lönd. Voru boðnir út 800 hlutir á 25 ríkisdali hver. Félag þetta var í þrem deildum og náði langt út yfir Húna- vatnssýslu. Skipuðu Siglfirðingar og Skagfirðingar eina deildina, Húnvetningar og Strandamenn aðra, en Mýra- menn og Borgfirðingar hina þriðju. Mun hafa verið gengið endanlega frá lögum félagsins vorið 1870, og var því gefið nafnið „Félagsverzlunin við Húnaflóa". Haustið 1870 réð félagið Pétur Eggerz fyrir verzlunarstjóra eða kaup- stjóra, eins og það var kallað. Pétur var vaskur maður og áhugasamur um hvers konar framfarir; var hann mikill vinur Jóns Sigurðssonar og sótti oft til hans holl ráð og leiðbeiningar. Hann var maður vel menntaður, hafði byrjað á laganámi, en orðið að hætta því sakir veikinda. Hann hafði og allmikla verzlunarþekkingu og reynslu, hafði verið verzlunarstjóri um skeið fyrir- Clau- sensverzlun á Borðeyri. Tók hann þegar til óspilltra mál- anna um öflun verzlunarsambanda erlendis, eins og enn mun sagt verða. Færði fél. sig brátt upp á skaftið og festi haustið 1871 kaup á verzlunarhúsum við Grafarós í Skaga- firði, sem átt höfðu brezkir kaupmenn, Henderson og Anderson. Var ekki annað sýnt, en að félag þetta færi vel af stað og myndi bráðlega ná til sín mikilli verzlun.. Hið þriðja verzlunarfélag var stofnað á Akureyri ár- ið 1869. Var það hlutafélag, og stóðu að því allmargir menn úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Höfðu þeir fest kaup á skipi, er strandað hafði þar nyrðra. Nefndu þeir skipið „Gránu“ og félagið „Gránufélag“. Hafði séra Arnljótur Ólafsson forgöngu þessara skipakaupa, en Tryggvi Gunnarsson, þá bóndi á Hallgilsstöðum, gerðist

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.