Réttur


Réttur - 01.10.1949, Qupperneq 25

Réttur - 01.10.1949, Qupperneq 25
RÉTTUR 217 vetur lagðist að og boðleg matvara var ófáanleg, neyddust þeir til að kaupa óþverrann, sem kaupmenn seldu hisp- urslaust fullu verði. Þetta varð þó til þess, að nú var mörgum nóg boðið. Hið deiga járn hafði loks verið brýnt til bits. Ákváðu Húnvetningar á fundum sínum haustið 1869 að stofna hlutafélag til að ná beinni verzlun við út- lönd. Voru boðnir út 800 hlutir á 25 ríkisdali hver. Félag þetta var í þrem deildum og náði langt út yfir Húna- vatnssýslu. Skipuðu Siglfirðingar og Skagfirðingar eina deildina, Húnvetningar og Strandamenn aðra, en Mýra- menn og Borgfirðingar hina þriðju. Mun hafa verið gengið endanlega frá lögum félagsins vorið 1870, og var því gefið nafnið „Félagsverzlunin við Húnaflóa". Haustið 1870 réð félagið Pétur Eggerz fyrir verzlunarstjóra eða kaup- stjóra, eins og það var kallað. Pétur var vaskur maður og áhugasamur um hvers konar framfarir; var hann mikill vinur Jóns Sigurðssonar og sótti oft til hans holl ráð og leiðbeiningar. Hann var maður vel menntaður, hafði byrjað á laganámi, en orðið að hætta því sakir veikinda. Hann hafði og allmikla verzlunarþekkingu og reynslu, hafði verið verzlunarstjóri um skeið fyrir- Clau- sensverzlun á Borðeyri. Tók hann þegar til óspilltra mál- anna um öflun verzlunarsambanda erlendis, eins og enn mun sagt verða. Færði fél. sig brátt upp á skaftið og festi haustið 1871 kaup á verzlunarhúsum við Grafarós í Skaga- firði, sem átt höfðu brezkir kaupmenn, Henderson og Anderson. Var ekki annað sýnt, en að félag þetta færi vel af stað og myndi bráðlega ná til sín mikilli verzlun.. Hið þriðja verzlunarfélag var stofnað á Akureyri ár- ið 1869. Var það hlutafélag, og stóðu að því allmargir menn úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Höfðu þeir fest kaup á skipi, er strandað hafði þar nyrðra. Nefndu þeir skipið „Gránu“ og félagið „Gránufélag“. Hafði séra Arnljótur Ólafsson forgöngu þessara skipakaupa, en Tryggvi Gunnarsson, þá bóndi á Hallgilsstöðum, gerðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.