Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 47

Réttur - 01.10.1949, Page 47
RÉTTUR 239 um þess að það hélt fast á sjálfsákvörðunarrétti sínum gagnvart lögleysum miðstjórnar C. I. O. Þá er Kupers, frá hollenska sambandinu N. V. V. fyrrverandi meðlimur í framkvæmdanefnd F. S. U., mað- urinn sem taldi hið blóðuga ofbeldi Hollendinga í Indón- esiu sjálfsagt, því þeir væru aðeins að halda þar uppi lögum og rétti. Oldenbrock forseti I. T. F. meðlimur mið- stjórnar F. S. U. sá maðurinn, sem fastast stóð gegn því að gömlu fagsamböndin sameinuðust F. S. U. eins og um var samið í upphafi. William Green forseti A. F. L., sem státar af því að samtök sín hafi varið yfir 160 millj. doll. til klofnings- starfs innan F. S. U. Allir þessir menn, að undanskyldum Green voru með- al stofnenda F. S. U. og völdust fyrir rás viðburðanna 1 æðstu stjórn þess. Ferill þeirra gefur nokkra hugmynd um hvers verka- lýðurinn má vænta sér af hinu nýja sambandi. Þegar, er ljóst var, að framkvæmdaráð F. S. U. hag- aði ekki gerðum sínum samkvæmt vilja afturhaldsafl- anna, heldur reyndist öruggur málsvari verkalýðsins jafnt í hagsmunabaráttu hans og í þjóðfrelsisbaráttu hinna undirokuðu. nýlenduþjóða og hálfnýlendna tóku þre- menningarnir í framkvæmdaráðinu, þeir Deakin, Carey og Kupers að tefja störf þess á ýmsa lund. Hámarki sínu náði þessi skemmdarstarfsemi þeirra á fundi fram- kvæmdaráðsins í París 19. jan. í ár er þeir kröfðust þess, að F. S. U. hætti störfum um óákveðinn tíma, þó aldrei skemur en eitt ár, ella myndu sambönd þeirra ganga úr F. S. U. Þessari kröfu þeirra fylgdi enginn rökstuðn- ingur. Meirihluti framkvæmdaráðsins gat vitanlega ekki fall- izt á þessa kröfu, og hafði heldur enga heimild til slíks, því það er aðeins á valdi þings sambandsins að taka slíka ákvarðanir. Gengu þremenningarnir þá af fundi og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.