Réttur


Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 53

Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 53
R É T T U R 165 þjóni sem bezt bæði hagsmunum framleiðslunnar. þjóðarheildarinn- ar og verkamannsins sjálfs. Það hefur náðst virðingarverður árang- ur, en margur vandinn er óleystur. Við vitum til dæmis að í Sovét- ríkjunum er ríkjandi ákvæðisvinnufyrirkomulag. Upp á síðkastið hefur verið töluvert rætt um ávirðingar þessa fyrirkomulags. Ein- staklingsákvæðisvinna krefst mikillar skriffinnsku, eilífs pappírs- stríðs. Þar að auki verður æ erfiðara að meta slíka ákvæðisvinnu eftir því sem vélvæðing og verkaskipting vex og ákveðin aðgerð er framkvæmd af nokkrum verkamönnum sem taka við hver af öðrum. Við ákveðin skilyrði getur slík ákvæðisvinna einstaklings við ein- staklingsbundinn tækniútbúnað orðið liemill á framfarir. Því er nú rætt um að útbreiða ákvæðisvinnu flokka: vinnuflokkurinn fær þá laun samkvæmt heildarafköstum, viðurkenningu fyrir gæði, með- ferð véla o. s. frv., en liver einstaklingur fær greitt af launum hóps- ins samkvæmt fagkunnáttu. Þetta kerfi er einnig álitið heppilegt til að efla samvinnu starfsbræðra, til að breiða út boðorðið „einn fyrir alla, allir fyrir einn“ — en það er einmitt eitt af boðorðum vinnu- flokka kommúnistísks starfs. Verkalýðsfélögin og vinnumálanefnd ríkisins ákveða í samein- ingu grundvallarlaun í hverri grein, ákveða uppbætur til afskekktra héraða og því um líkt; er þá miðað við möguleika og þarfir þjóðar- búsins, í hvaða greinar, í hvaða héruð æskilegt er talið að veita nýju vinnuafli. En livaða persónulega möguleika hefur þá verka- maðurinn til að hafa áhrif á lífskjör sín umfram það sem heildar- þróun landsins gerir? Ég vildi í fyrsta lagi nefna sjálft starfsvalið. Sá inöguleiki er einnig fyrir hendi í kapítalistísku þjóðfélagi, — en er miklu víðtæk- ari í sósíalistísku þjóðfélagi þar eð þar er ekkert atvinnuleysi og allar greinar atvinnulífsins lieimta aukið vinnuafl. I öðru lagi: fag- nám. Verkalýðsfélögin skipuleggja mjög víðtækt fræðslukerfi í sam- bandi við vinnuslaði. Þeir sem læra hafa ýmis fríðindi: aukaleyfi á fullum launum og einn dag í viku frían á hálfum launum til náms- iðkana (munið einnig að vinnutíminn er aðeins sjö stundir) — og á þennan hált hækka menn í launaflokk eða verða iðnfræðingar eða jafnvel verkfræðingar. I þriðja lagi: með því að vinna vel og galla- laust; ég þykist viss um að grundvallarlaun séu ekki miðuð við neitt óhóflegar kröfur, að minnsta kosti heyrir maður alltaf ialað uin 10—15—20% premíur eins og sjálfsagðan hlut (sjá einnig ofangreind ummæli Súkharévskís).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.