Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 8
8 K E T T U R „Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og- elclur brjósta þinna Ijós á vegum mínum og lampi fóta minna.“ Það var ekki að undra þótt Davíð syngi sig inn í hjörtu þeirrar kynslóðar, sem hann tilheyrði, — okkar kynslóðar. Hann var sjálfur tjáning hennar á lieitustu tilfinningum lífsins, hann var frelsissöngur hjartna hennar, ljóð hans urðu siguróður hennar yfir kulda „kærleiksheimilisins“, yfir hræsni og yfirdrepsskap hrodd- borgaraháttarins, yfir leyfunum af kvenhatri kristinnar kirkju. Það, sem var fögur tjáning heitra tilfinninga hjá þeirri kynslóð ungri, varð oft hversdagslegt og stundum næstum liáð í eyrum þeirrar næstu. Og vart mun nokkur kynslóð lifa Davíð svo sem hluta af sjálfri sér sem okkar kynslóð gerði ung. Þær brestur forsend- urnar til þess. Þær munu njóta hins fagra forms, listarinnar, — en fæstir munu finna hita boðskaparins. * Ðavíð var bundinn bændunum og sveitinni órjúfandi böndum. Sú taug, sem tengir hann, víðförulan heimsmanninn, við þúsund ára Island sveitafólksins, er hin sama sterka, sem lifir í Jóhannesi úr Kötlum, Guðmundi Böðvarssyni og fleirum skáldum þeirrar kyn- slóðar, — sú taug, sem tilkoma auðvaldsskipulagsins er að höggva á. Steinn Steinarr er einmitt fulllrúi þeirrar kynslóðar borgarlífsins, sem kemur næst á eftir. Fyrir Davíð er því „Helga jarlsdóttir“ og „Hallfreður vandræða- skáld“ enn þá fólk af sama toga og við. Innlifunin í þuirra líf var enn eins og í okkar. Nú er bilið breikkað. Gjá hins borgaralega þjóð- félags hefur opnazt á milli þeirrar „fornaldar“, sem enn var hluti af okkur sjálfum, og þeirrar kynslóðar, sem nú vex upp og alþjóðlegt auðvaldsskipulag í alltof ríkum mæli mótar. Hefði Davíð lifað í þjóðfélagi þar sem bændabyltingin var enn á dagskrá, — eða hefði íslenzk bændastétt enn verið kúguð stétt sem fyrrum, þá hefði hann orðið bændunum byltingarskáld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.