Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 8

Réttur - 01.01.1964, Page 8
8 K E T T U R „Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og- elclur brjósta þinna Ijós á vegum mínum og lampi fóta minna.“ Það var ekki að undra þótt Davíð syngi sig inn í hjörtu þeirrar kynslóðar, sem hann tilheyrði, — okkar kynslóðar. Hann var sjálfur tjáning hennar á lieitustu tilfinningum lífsins, hann var frelsissöngur hjartna hennar, ljóð hans urðu siguróður hennar yfir kulda „kærleiksheimilisins“, yfir hræsni og yfirdrepsskap hrodd- borgaraháttarins, yfir leyfunum af kvenhatri kristinnar kirkju. Það, sem var fögur tjáning heitra tilfinninga hjá þeirri kynslóð ungri, varð oft hversdagslegt og stundum næstum liáð í eyrum þeirrar næstu. Og vart mun nokkur kynslóð lifa Davíð svo sem hluta af sjálfri sér sem okkar kynslóð gerði ung. Þær brestur forsend- urnar til þess. Þær munu njóta hins fagra forms, listarinnar, — en fæstir munu finna hita boðskaparins. * Ðavíð var bundinn bændunum og sveitinni órjúfandi böndum. Sú taug, sem tengir hann, víðförulan heimsmanninn, við þúsund ára Island sveitafólksins, er hin sama sterka, sem lifir í Jóhannesi úr Kötlum, Guðmundi Böðvarssyni og fleirum skáldum þeirrar kyn- slóðar, — sú taug, sem tilkoma auðvaldsskipulagsins er að höggva á. Steinn Steinarr er einmitt fulllrúi þeirrar kynslóðar borgarlífsins, sem kemur næst á eftir. Fyrir Davíð er því „Helga jarlsdóttir“ og „Hallfreður vandræða- skáld“ enn þá fólk af sama toga og við. Innlifunin í þuirra líf var enn eins og í okkar. Nú er bilið breikkað. Gjá hins borgaralega þjóð- félags hefur opnazt á milli þeirrar „fornaldar“, sem enn var hluti af okkur sjálfum, og þeirrar kynslóðar, sem nú vex upp og alþjóðlegt auðvaldsskipulag í alltof ríkum mæli mótar. Hefði Davíð lifað í þjóðfélagi þar sem bændabyltingin var enn á dagskrá, — eða hefði íslenzk bændastétt enn verið kúguð stétt sem fyrrum, þá hefði hann orðið bændunum byltingarskáld.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.