Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 43
R E T T U R 43 menn hafa illan bifur á honum, enda þótt hann lýsti yfir því að Sósíaldemókrataflokkur Þýzkalands væri andstæður því að Þjóð- verjar fengju kjarnorkuvopn. Margir líta svo á að Sósíaldemókrata- flokkur Þýzkalands sé með núverandi forustu sinni ekki lengur sósíalistískur flokkur, ekki einu sinni að nafninu til, og að hann aðhyllist ekki friðsamlega samhúð. Verkamannaflokkurinn hafnaði einnig þeirri skoðun, sem Banda- ríkin neyddu upp á Bretland í sambandi við Kúbuátökin, að Banda- ríkin geti upp á eigin spýtur tekið ákvarðanir sem leitt gætu til kjarnorkustyrjaldar, og leggur áherzlu á sameiginlega pólitíska stjórn á Atlantshafsbandalaginu. En eftir að Verkamannaflokkurinn hafði þannig hafnað þeim skilyrðum sem í rauninni eru aðgangseyririnn að Atlantshafsbanda- laginu og mælt með friðarstefnu sem hefði í för nieð sér upplausn Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, lýsti Verkamanna- fíokkurinn stuðningi sínum við Atlantshafsbandalagið! I stuttu máli sagt eru utanríkisstefna Verkamannaflokksins, sem er árangur af sigri vinstriaflanna yfir hægriöflunum í margra ára baráttu, og hermálastefna Verkamannaflokksins, sem er árangur af andstöðu hægri aflanna við ákvarðanir ráðstefnunnar, ósam- ræmanlegar og geta ekki fallið saman í eina skynsamlega stefnu. Auk þess er varnarmálastefna Verkamannaflokksins andstæð sjálfri sér, því hún fer fram á jafnan rétt, þótt Bandaríkin hafi einokun á kjarnorkuvopnum innan Atlantshafsbandalagsins, en Bandaríkin eru þeirrar skoðunar að sá sem borgi brúsann eigi að ráða inni- haldinu. Það er því ekki óeðlilegt að Harold Wilson, sem tók þessar and- slæðu stefnur í arf, hafi kosið að einbeita sér að innanlandsmálum, þar sem ekki er um neinn grundvallarágreining að ræða heldur aðeins mismunandi mat milli hægri og vinstri, og þar sem hægt er að treysta því að báðir armar láti forustunni eftir að ákveða hvernig aðlaga skuli hina ákveðnu stefnu aðstæðunum hverju sinni. En í fyrsta lagi eru upphæðir þær sem fara lil vígbúnaðar svo geysiháar og mundu enn aukast verulega ef framkvæmd væri sú stefna Verkamannaflokksins að auka hinn hefðbundna vígbúnað, að vafalaust yrði að skera þær mjög verulega niður ef standa á við loforð flokksins í félagsmálum og efnahagsmálum. I öðru lagi nolar íhaldsflokkurinn samninginn um bann við kjarnorkuvopna- tilraunum til þess að bæta kosningaaðstöðu sína: fluttar eru stór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.