Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 9

Réttur - 01.01.1964, Síða 9
K É T T U R 9 „Þeir, sem akra yrkja, auka landsins gróður, eru í eðli tryggir ættjörð sinni og móður, ryðja grýttar götur, gjafir lífsins blessa. Bóndans starf er betra en bæn og sálumessa. Sé ég veg, sem veitir vígslu og messuklæði, kross á bak og bringu, brauð og jarðnesk gæði. fllt er veg að vísa, varða lönd og álfur, en fara villur vegar um veröldina sjálfur. Veit ég veg, sem mörgum verður helzt að kjósa. Við liann glampa geislar gulls og mýrarljósa. Þar er örbirgð andans undir pelli falin. Þar er margur þrællinn þjóðhöfðingi talinn.“ Ast Davíðs á sveitafólkinu átti eigi aðeins rót sína að rekja til samúðar hans með þeim, sem vinna og eiga erfitt. Hún var og lduti af ættrækni hans, sem var eins sterk og nokkurs manns í fornu ættarsamfélagi. Ættrækni hans markaði meir afstöðu hans í lífinu en margur hyggur. Ást hans á heimabyggðinni var sömu tegundar og þeirra forn- manna vorra, sem dóu að lokum inn í fjöllin. Það má mikið vera að hann hafi ekki stundum hugsað eins og þeir um Sólarfjall. *

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.