Réttur


Réttur - 01.01.1964, Side 10

Réttur - 01.01.1964, Side 10
10 ll ÉTTU K Hin titrandi viðkvæma samúð Davíðs með smælingjum mann- lífsins er sem rauður þráður í öllum kvæðum hans, einnig undir- staðan í ást hans á Jesú frá Nasaret. Hún er næstum vígreif þessi djúpa samúð með þeim fátæku, þegar hann gerist beinn talsmaður þeirra í kvæðinu: „Þegar Jesús frá Nasaret reið inn í Jerúsalem sungu Jiinir snauðu“: „Við biðum þín . . . og ár og aldir liðu og enginn kom. Og við, sem allt af vorum hædd og svikin, glötuðum trúnni á tilfinningar okkar og fundum það, að okkur skorti skilning, og vit til þess að vona. Við biðum þín, sem boðar líf og frelsi. Velkominn, velkominn til Jerúsalemsborgar, Jesús frá Nasaret.“ „Sjá, þetta er borgin, valdhafanna vígi.“ „Þetta er borgin, þetta er borgin mikla, sem milljónir af þreyttum þrælum reistu harðstjórum sínum, lijartalausum Júðum. Af þrælum voru þessir steinar höggnir. Af þrælum voru þessir veggir hlaðnir. Þeir lyftu björgunum — og launin voru: að örmagnast, að deyja. Hér kenna þeir, sem grýta góðar sálir. Hér dæma þeir, sem sjálfir eru sekir. Hér safna auðmenn gimsteinum og gulli. Hér er hinn snauði rændur öllum rétti. Hér drottna þeir, sem drepa þegna sína.“

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.