Réttur


Réttur - 01.01.1964, Side 14

Réttur - 01.01.1964, Side 14
Fyrsta alþjóðasambandið 100 ára Á þessu ári mun verklýðshreyfing heimsins minnast þess að liðin eru 100 ár síðan Karl Marx og Friedrich Engels stofnuðu fyrsta Alþjóðasamband verkamanna, sem hét þá á enskri íungu: Inter- national Working Men’s Association. Alþjóðasambandið var stofn- að 28. september 1864 í St. Martin’s Hall í Lundúnum. Karl Marx var fremsti hvatamaður þess, höfundur að ávarpi þess og lögum, en verkamenn frá ýmsum Jöndum voru stofnendur þess. Stofnun Alþjóðasambandsins var vottur um vaxandi þroska verka- lýðsins, þörf hans á að sameinast og um sjálfstraust hans. I ávarpinu var sagt að „frelsun verklýðsstéttarinnar yrði að vera liennar eigið verk.“ 1 hinum ýmsu löndum lýstu nú ýms verkamannasamtök fylgi sínu við hin nýju alþjóðasambönd og gerðust deildir í því. Fyrsta þing Alþjóðasambandsiris var haldið í Genf í Sviss 3.—8. september 1865 og voru þar mættir 60 fulllrúar frá 25 deildum þess, fiá Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi og Sviss. Þær ályktanir, er þetta þing gerði voru allar í samræmi við hinn vísindalega sósíal- isma, en andstæðar Proudhon og fylgjendum lians. Þingið lagði áherzlu á gildi verkfallanna, undirstrikaði gildi baráttunnar fyrir 8 tíma vinnudegi og gerði myndun og starfsemi verklýðsfélaga að einu höfuðatriði baráttunnar. Annað þing Alþjóðasambandsins kom saman 2.—8. september 1867 í Lausanne í Sviss. Þar mættu 63 fulltrúar frá verklýðssam- tökum í Sviss, Frakklandi, Þýzkalandi, Bretlandi, Ítalíu og Belgíu. Á því þingi var samþykkl að þjóðfélagslegt frelsi verkamanna væri óhugsandi án pólitísks frelsis þeirra. Þingið ákvað að beita sér fyrir ríkiseign á samgöngutækjum, Yar «ú samþykkt sigur fyrir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.