Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 64

Réttur - 01.01.1964, Page 64
64 R E T T U R auðvald er í nokkru nágrannalandi voru. ísland væri með því móti að sökkva niður á stig það, sem sum ríki Mið- og Suður-Ameríku eru á, þar sem einn eða tveir amerískir auðhringar hafa kverka- tak á allri framleiðslunni, Hér er því um að ræða eitthvert örlagaríkasta mál, sem íslenzk þjóð nokkru sinni hefur fengist við. Þjóð vor þarf að rísa upp í allri þeirri reisn, sem hún á til, verja sjálfstæði sitt, grundvöll þjóðernislegrar tilveru sinnar, takast á við þá fordæðu erlends auðs, er nú ógnar oss, — og sigra. Ritfregn Questions for today. Docu- ments and commentary of the Communist Party of Canada 1952—64. Toronto. Canada. Kommúnistaflokkur Kanada iiefur sent frá sér 155 bls. bók, sem hefur inni að halda helztu samþykktir, skýrslur og greinar flokksins og flokksleifftoganna síðustu 12 árin. Sérstaklega eru þar leknar með ýms- ar skýrslur viðvíkjandi afskiptum flokksins af alþjóðamálum, umræður um Moskvu-samþykktina 1957 og 1960, sem 81 kommúnista- og verk- lýðsflokkar stóðu að, þar á meðal Kommúnistaflokkur Kanada. Enn fremur er þarna að finna skýrslu um sendiferð tveggja flokksleiðtoga, Les- lie Morris og William Kashtan, sem fóru á vegum flokksins til Moskvu og Peking, til þess að ræða við Kommúnistaflokka Sovétríkjanna og Kína um ágreiningsmálin á milli þeirra. Var sú ferð farin vorið 1963 og skýrslan gefin flokksstjórninni í maí 1963. Þá er og að finna þarna eftirtektarverðar greinar eftir Tim Buck, Leslie Morris og fleiri af for- ingjum flokksins. Kommúnistaflokkurinn gefur út blaðið „Canadian Tribune“ og tíma- ritið „The Marxist Quarterly". Rit- stjóri tímaritsins er Stanley Ryerson. IJtgáfustarfsemi flokksins annast: Progress Books, 44 Stafford St., Toronto 3. Qntario, Canada,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.