Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 22

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 22
222 RÉTTUH „Ósköp og skelfing er að sjá ykkur,“ sagði móðir drengjanna, þegar þeir nokkru seinna komu blautir og slýjugir úr fjörunni, rog- andi með baujuna. „Já, en mamma, ég fann líka stóreflis bauju,“ sagði Haraldur. „Hún er áreiðanlega af togara,“ bætti Steinn við. „0, ætli það sé ekki bara hrognkelsanetastautur,“ sagði þá eldri bróðir þeirra. Hann var á fermingaraldri og hafði gaman af að stríða þeim svolítið. Honum fannst þeir heldur ekki líklegir til stór- ræða. En sjón var sögu ríkari. Þarna lá hún við dyrnar. Hún var bikuð um bumbuna, en stöngin var máluð á báðum endum. Þetta var tví- mælalaust merkilegasti gripur, sem lengi hafði fundizt í fjörunni. Nú hófust miklar umræður um það, hvað gera skyldi við fund þenna. Tillaga kom um það að færa sýslumanni baujuna eða a. m. k. hreppstjóranum. En þá sagði afi: „Sá á fund sem finnur, ef enginn kemur eigandinn,“ og um leið leit hann kankvíslega til Haraldar, sem ekkert hafði lagt til málanna, en hlustað opnum munni á allt sem sagt var. Hann horfði nú með gleði og aðdáun á afa sinn. Og við þetta sat. Ef réttur eigandi finndisl ekki þá átti Haraldur baujuna. Var nú haldið spurnum fyrir, hvort nokkur hefði m.isst hana, en þær eftirgrennslanir báru engan árangur. Drengurinn beið þess fyrst milli vonar og ótta, hvort eigandi fyndist. En þegar frá leið og enginn gaf sig fram, fór hann að líta á baujuna sem sína sjálfsögðu eign. Hann tók því mjög dauflega, þegar farið var að tala um að selja hana. Dásamlegra leikfang var ekki til. Þetta var eiginlega skip. Hún var komin utan af hafi og ef rnaður settist á hana, gat maður vel ímyndað sér að maður væri kominn út á haf. Og ef svo bar undir gat hún líka verið liestur. Vakrari gæðing hafði enginn átl. Nei, slíka hluti var ekki hægt að selja. Það var lieldur ekki ónýtl að sjá öfundaraugun, sem hinir strákarnir renndu til baujunnar. Ekki varð það metið til fjár. Þannig leið veturinn og svo kom vorið. Þá var það einn daginn, að Einar kaupmann Sveinsson bar að dyrum. Einn báturinn hans hafði orðið fyrir því óláni að missa veiðarfæri í norðan áhlaupi, sem gert hafði þá nýlega. Og hann sagðist hafa séð svo ágæta bauju hér við húsið, hvort hann mætti ekki fá hana lánaða, því að „hér er hún ekki til neins gagns.“ Haraldur var ekki heima, þegar þetta skeði. Það var heldur ekki svo áríðandi að fá hans samþykki. Sjálfsagt var að gera kaupmann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.