Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 45

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 45
UKTTUR 245 slysahættu. — Það þarf að stórauka skrúðgarða í hæjum og borg- um. — Og þannig mætti leng,i telja. En allt þýðir þetta að knýja tram með harðri sókn félagslega þjónustu við almenning, — og það verður aðeins gert með vægðarlausri baróttu gegn þeirri gróðahyggju drottnandi braskstéttar, sem lætur gildaskóla, sjoppur, lóðabrask, viðskiptahallir o. s. frv. sitja i fyrirrúmi fyrir brýnustu samfélagslegri þjónustu við almenning. Og ef að vanda lætur, þá mun yfirstéttin ekki láta undan þessum kröfum fyrr en hún óttast að ella muni völd hennar í hættu. (Svo var það 1942). Og til þess að svo verði, þarf róttækni alþýðu á þessum sviðum að hafa aukist stórum. 3. BARÁTTAN FYRIR SAMFÉLAGSLEGRI UMSKÖPUN AT- VINNULIFSINS. — Það er: harátta verkalýðsins og annarra launa- slétta fyrir því að færa það vald, sem nú er í höndum einstakra, voldugra stóratvinnurekenda, yfir til hins v.innandi fólks. Hér koma til greina endurbætur af ýmsu tagi, sem smátt og smátt myndu breyta eðli þjóðfélagsins: 1) lýðræði á stórum vinnustöðvum, þ. e. vald verkalýðs og annarra starfsmanna a. m. k. til jafns við fjár- magnseigendur; slíkt væri um leið viðurkenning á g.ildi vinnunnar, — mannsins, — eigi síður en gildi peninga; — 2) stórfelld sam- vinnuhreyfing um framleiðslu, þar sem hinir vinnandi menn ráða fyr.irtækjunum; — 3) þjóðnýting ákveðinna greina atvinnu- og verzl- unarlífsins, svo sem olíu-, híla-, byggingaefnis-innflutnings, enn- fremur tryggingastarfseminnar, fasteignasölu o. s. frv.; — 4) á- hrif hins vinnandi fólks á ríkisfyrirtæki til þess að koma á meira lýðræði, en draga úr einræði embættismanna — og þannig mætti lengi telja. Og auðvitað er heildaráætlunargerð um atvinnulífið, einkum vilurleg fjárfesting, undirstaða þess, að slík umsköpun blessist. 1 þessari umbótabaráttu, sem er liður í valdabaráttu al- þýðu, þarf hvort tveggja að fara saman: að efla sjálfsstjórnarhreyf- ingu verkalýðsins í liinurn ýmsu stórfyrirtækjum — og — að ná slerkari lökum á sjálfu ríkisvaldinu og efla um leið ríkisreksturinn á kostnað einkareksturs auðmanna, — en hvort tveggja er þetta þáttur í baráttu fyrir því lýðræði í atvinnulífinu, sem sósíalism- inn er, þegar hann hefur sigrað. 4. BARÁTTAN FYRIR ALHLIÐA FÖGRU MENNINGARLÍFI. Það er eitt aðaleinkenni auðvaldsskipulagsins — og í því felst ein hræðilegasta hættan, sem af því stafar, ef það stendur lengi hjá einni þjóð, — að það gerir eigi aðeins að lítillækka manninn — verkamanninn — niður í það að vera tæki lil að græða á, heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.