Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 45

Réttur - 01.07.1966, Page 45
UKTTUR 245 slysahættu. — Það þarf að stórauka skrúðgarða í hæjum og borg- um. — Og þannig mætti leng,i telja. En allt þýðir þetta að knýja tram með harðri sókn félagslega þjónustu við almenning, — og það verður aðeins gert með vægðarlausri baróttu gegn þeirri gróðahyggju drottnandi braskstéttar, sem lætur gildaskóla, sjoppur, lóðabrask, viðskiptahallir o. s. frv. sitja i fyrirrúmi fyrir brýnustu samfélagslegri þjónustu við almenning. Og ef að vanda lætur, þá mun yfirstéttin ekki láta undan þessum kröfum fyrr en hún óttast að ella muni völd hennar í hættu. (Svo var það 1942). Og til þess að svo verði, þarf róttækni alþýðu á þessum sviðum að hafa aukist stórum. 3. BARÁTTAN FYRIR SAMFÉLAGSLEGRI UMSKÖPUN AT- VINNULIFSINS. — Það er: harátta verkalýðsins og annarra launa- slétta fyrir því að færa það vald, sem nú er í höndum einstakra, voldugra stóratvinnurekenda, yfir til hins v.innandi fólks. Hér koma til greina endurbætur af ýmsu tagi, sem smátt og smátt myndu breyta eðli þjóðfélagsins: 1) lýðræði á stórum vinnustöðvum, þ. e. vald verkalýðs og annarra starfsmanna a. m. k. til jafns við fjár- magnseigendur; slíkt væri um leið viðurkenning á g.ildi vinnunnar, — mannsins, — eigi síður en gildi peninga; — 2) stórfelld sam- vinnuhreyfing um framleiðslu, þar sem hinir vinnandi menn ráða fyr.irtækjunum; — 3) þjóðnýting ákveðinna greina atvinnu- og verzl- unarlífsins, svo sem olíu-, híla-, byggingaefnis-innflutnings, enn- fremur tryggingastarfseminnar, fasteignasölu o. s. frv.; — 4) á- hrif hins vinnandi fólks á ríkisfyrirtæki til þess að koma á meira lýðræði, en draga úr einræði embættismanna — og þannig mætti lengi telja. Og auðvitað er heildaráætlunargerð um atvinnulífið, einkum vilurleg fjárfesting, undirstaða þess, að slík umsköpun blessist. 1 þessari umbótabaráttu, sem er liður í valdabaráttu al- þýðu, þarf hvort tveggja að fara saman: að efla sjálfsstjórnarhreyf- ingu verkalýðsins í liinurn ýmsu stórfyrirtækjum — og — að ná slerkari lökum á sjálfu ríkisvaldinu og efla um leið ríkisreksturinn á kostnað einkareksturs auðmanna, — en hvort tveggja er þetta þáttur í baráttu fyrir því lýðræði í atvinnulífinu, sem sósíalism- inn er, þegar hann hefur sigrað. 4. BARÁTTAN FYRIR ALHLIÐA FÖGRU MENNINGARLÍFI. Það er eitt aðaleinkenni auðvaldsskipulagsins — og í því felst ein hræðilegasta hættan, sem af því stafar, ef það stendur lengi hjá einni þjóð, — að það gerir eigi aðeins að lítillækka manninn — verkamanninn — niður í það að vera tæki lil að græða á, heldur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.