Réttur


Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 26

Réttur - 01.07.1966, Blaðsíða 26
226 RÉTTUR stóð aðeins skamma stund, en nógu lengi til þess að drengurinn kaf- roðnaði. Hvað ætlaði hann að fara að derra sig framan í kaupmann- inn? í nokkrum stamandi setningum reyndu bræðurnir að gera kaupmanninum, sem nú var aftur orðinn hýrari á svipinn, grein fyrir erindinu. „Nú, já, þetta er líklega rétt,“ sagði loks kaupmaðurinn og hugs- aði sig um. Svo Ijómaði andlit hans á ný. „Já, þetta er alveg rétt, nú man ég þetta. Það er sjálfsagt að borga það, — alveg sjálfsagt. Og þú hefur náttúrlega ætlað að fá eitthvað til jólanna. Látum okkur nú sjá!“ Hann leit snöggvast yfir búðarhillurnar. Haraldur tókst allur á loft og hann var alveg að því kominn að nefna könnuna góðu. En þá beygði kaupmaðurinn sig niður og tók fjögur kerli upp úr stokk og hóf þau á lofl. „Jólakerti, jólaljós! 011 börn vilja fá kerti á jólunum!“ sagði hann með sigurhreim í röddinni og lagði kertin á borðið fyrir framan drengina eins og hann væri að afhenda fáséða gersemi. Haraldi fannst jörðin gliðna undir fótum sér og að hann væri að sökkva í auðn og myrkur. „Á — á ég ekki að fá meira?“ stundi hann veikri og brestandi röddu. „Meira?“ endurtók kaupmaðurinn og brúnirnar sigu á ný. „Hann langar svo til að fá könnuna, sem stendur í glugganum,“ flýtti Steinn sér að segja. Hann sá að málið var að tapast. „Hún er nú nokkuð dýr,“ sagði kaupmaðurinn drýg.indalega. Svo var eins og honum dytti snjallræði í hug. Hann tók kramarhús og lét í það lúku af brjóstsykri, braut það saman með sama sigur- brosinu og áður og fékk Haraldi. „Þetta skaltu geyma til jólanna og svo bið ég að heilsa honum pabba þínum,“ sagði hann og klappaði á kollinn á drengnum. Þessi viðbót við kertin og hin umfaðmandi vinseind kaupmanns- ins og kumpánleg snerting kom drengnum alveg á óvart. Hann fann nú að jörðin var aftur komin ó sinn stað og bros kaup- mannsins stafaði birtu og yl í hug hans. Hann rétti honum hendina og sagði lágt: „Eg þakka þér fyrir.“ Að svo búnu þreif hann í handlegg bróður síns og þeir flýtlu sér út úr búðinni. Þegar þeir komu út fyrir dyrnar varð Haraldi litið upp í glugg- ann. Þar var allt eins og áður. En hann var ekki eins og áður og það þyrmdi yfir hann er honum varð að fullu ljóst, hvað gerzt hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.