Réttur


Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1931, Blaðsíða 4
196 HÉTTUR [Rjettur inu, og þótt undarlegt kunni að virðast, bitnaði þessi fórnfýsishugsun á Geirmundi gamla. 2. Hásumarssólin skein inn um stóra gluggann, á stóra hjónarúmið kaupmannsins. Geislarnir flögruðu um stóra andlitið á honum, sem alltaf sýndist jafn ófull- gert, þó það með vinnuhægð seinni áranna hefði fitn- að og væri jafnan nýrakað. Kaupmaðurinn teygði úr sér með þeirri notakennd, sem hreint rúmlín veitir í rúmgóðu, björtu herbergi auðugs manns, sem getur veitt sér allt, sem hann óskar. Kaupmaðurinn reis upp og horfði út um gluggann. Þennan glugga, sem hann var búinn að horfa út um á hverjum morgni í fjölda- mörg ár atorku sinnar. Honum hafði alltaf dottið eitt- hvert verkefni í hug, þegar hann leit út um þennan glugga, snemma á. morgnana, því hann var árrisull. Það var eins og hann sæti þarna í Hliðskjálf. Þaðan var gáð til veðurs fyrir fiskinn, sem átti að þorna og fyrir bátana, sem áttu að róa. Héðan sá hann alltaf eitthvað, sem að gagni gat komið. Glugginn var alltaf þíður, þó hörkubyljir vetrarins hefðu breitt huliðs- blæju sína yfir gluggana á smáhýsunum og kumböld- unum í þorpinu, svo ekki sást út úr þeim frekar en vandræðum og skuldum þeirra, sem fyrir innan þá bjuggu. En aldrei, í öll þessi ár, hafði kaupmaður séð það, sem hann sá þennan fagra miðsumarsmorgun, það var blátt áfram vitrun. Hann leit yfir græna balann hans Geirmundar gamla á melnum og kumbaldann hans, og þá datt það beinlínis ofan í höfuðið á honum, að þania, á þessum háa og fallega stað, ætti að standa vegleg kirkja. Hann stökk á fætur, snaraðist í föt- in og hljóp út, alveg eins og í gamla daga, meðan um- brotin voru mest í honum. Hann reisti kirkjuna meðan hann var að færa sig í fötin, gaf allt efnið í hana og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.