Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 8
AFDRÁTTARLAUS ÁKVÆÐI Dettifoss. Verður hann virkjaður til að mala út- lendum auðjöfrum gull eða i þágu innlends iðn- aðar? — Ljósm. H. G. mengun, sem full ástæða er til að útiloka strax, og mun það sjálfsagt verða talið ærið viðfangsefni af þeim, er til þurfa að kosta. Vegna ónógra rannsókna, höfum við enga heildarmynd af mengun hérlendis. Þó er ljóst að hún er í nokkrum tilvikum veruleg, þótt ekki sé meðtalin flúoreitrunin frá Straums- vík. Þannig er sjór víða verulega mengaður af úrgangsefnum og kólígerlum í nágrenni þéttbýlis. Aburðarverksmiðjan í Gufunesi veldur loftmengun og sama gildir um út- blástur fiskimjölsverksmiðja víða um land „peningalyktina" alþekktu, sem mikil óþrif og óþægindi eru af. Hættan á olíumengun sjávar og ferskvatns er víða mikil. Um öll þessi atriði og aðra núverandi mengunarvalda þar að setja ákveðnar reglur og tryggja úr- bætur innan tiltekins tíma. Löggjöf sú um mengun, sem boðuð hefur verið, þarf að vera með afdráttarlausum og skýrum ákvæðum til að koma í veg fyrir, að hér rísi mengunariðnaður. Það verður að leggja öllum framkvæmdaaðilum þá skyldu á herðar, að sanna ótvírætt fyrirfram, að starfsemi þeirra valdi ekki mengun, og leyfa ekki umsvif Jjeirra ella, nema í sérstökum til- vikum. Verði frávik heimiluð, þarf að skatt- leggja fyrirtæki ríflega, vegna þeirrar meng- unar er þau valda, og hið sama ætti að gilda varðandi önnur neikvæð umhverfisáhrif, svo sem hávaða og óprýði. I Jaessum efnum má enga linkind sýna, hvað sem öllum hagvexti og samkeppnisaðstöðu líður. Sá hagvöxtur, sem fenginn er með umhverfisspjöllum, er skammgóður vermir og snýst í andstöðu sína fyrr en varir. TVÆR ANDSTÆÐAR LEIÐIR Horfurnar á, að við fáum nógu víðtæka mengunarlöggjöf á næstunni, eru Jwí miður ekki miklar, og slík löggjöf kemur áreiðan- lega ekki átakalaust. Einmitt nú er þó rétti tíminn til að setja lög um Jaessi efni um svipað leyti og l^jóðin barf að velja á milli þeirra kosta í atvinnuþróun, sem að henni er haldið af stjórnmálamönnum. Annars vegar er framhald Jieirrar brautar, sem lagt var inn á með orkusölunni til álbræðslunnar í Straumsvík og sem forusta nú stærsta stjórn- málaflokks Jijóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, og nokkrir fleiri hafa gert að sinni. Hins vegar er sú leið, að efla hér fjölþættan inn- lendan iðnað, og þá ekki sízt matvælaiðnað og aðra úrvinnslu úr innlendu hráefni, en hugsanlega einnig stóriðju eftir |jvÍ sem fjár- magnsgeta okkar sjálfra leyfir. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.