Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 45
Eirikur Helgason. Ólafur Friðriksson. Jón Baldvinsson. son sá ekki „ástæðu til að greiða þessu frumvarpi atkvæði til 2. umræðu," — en það þykir kurteisi á þingi að lofa máli að fara í nefnd, ef menn eru ekki ákaflega andvígir því. Ihaldið hampaði á Alþingi þeirri „röksemd" að slikt frumvarp sem þetta væri „ekki runnið undan i'ifjum íslenzkra sjómanna," svona hugmynd væri ..ekki sprottin upp úr íslenzkum jarðvegi." Jón Baldvinsson svaraði þeim í ræðu, sem birtist í Alþýðublaðinu 9. mai og oftar og minnti m.a. á, að sjómenn hefðu 1917 með samþykktum í stéttar- félögum sinum falið „þingmanni Alþýðuflokksins, Jörundi Brynjólfssyni" að flytja vökulagafrumvarp fyrir sig. Sjómannafélag Reykjavíkur hafði og rætt mál þetta mikið þá um veturinn og undirbúið flutn- ing þess á Alþingi. 11. mai 1921 voru vökulögin samþykkt með 14 atkvæðum gegn 11 og kvað við lófatak á þing- Palli, þar sem sjómenn höfðu fjölmennt. 12. maí kom — sem alger undantekning — stór fyrirsögn um sigurinn í Alþýðublaðinu með yfirskriftinni: ..Réttlætið sigrar“. Togaraútgerðarmenn töldu að nú færi öll togara- utgerð á hausinn, hún þyldi það ekki að sjómenn Piættu sofa sex tima á sólarhring. Karl Marx myndi hafa sagt að nu hefði „pólitisk hagfræði verkalýðsins unnið sigur á pólitiskri hag- fræði auðmagnsins".* — En íslenzkir togarasjó- menn þá minntust oft Jóns Baldvinssonar, er þeir gengu til lögskipaðrar hvildar frá ella linnulausum þrældómi. JAFNAÐARMANNAFÉLAGIÐ Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur, lengst af kallað Jafnaðarmannafélagið, var hinn sósíalistiski kjarni Alþýðuflokksins. Það var stofnað 17. marz 1917 i Báruhúsinu, en mun hafa verið undirbúið á Vest- urgötu 29, heimili Ottós Þorlákssonar, en þar var mikil miðstöð hreyfingarinnar. Var Ottó fundarstjóri en Jón Baldvinsson ritari. Fyrsti formaður þessa frumfélags sósíalista I Reykjavík var Eirikur Helga- son, síðar prófastur i Bjarnarnesi. Ekki er tala stofnenda nefnd, en á næstu fundum gengu ýmsir inn, sem áður höfðu komið við sögu sósíalismans á Islandi eða áttu eftir að gera það, svo sem Stein- * Sbr. orð Marx í ávarpi fyrsta Alþjóðasambands verkamanna, rituð í október 1864 i tilefni af löggjöf um að banna að börn vinni lengur en 10 tíma í dag. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.