Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 56
iðnaðarskipulagsins, á starfsað- ferðum ríkiskerfisins og flokksins. Leið aukinnar lýðstjórnar er við okkar skilyrði eina leiðin, sem liggur til sköpunar betri gerðar sosíalismans." Gomulka í ræðu í október 1956, er hann tók við forustu sameinaða pólska Verka- mannaflokksins. „Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvernig við getum ratað í slíka ógæfu, hvernig til svona mikilla félagslegra árekstra geti komið, og hvi þeir vaxi svo? Eru til vandamál, sem snerta okkar eigin stjórnmál, sem við gátum ekki leyst öðruvísi? Það er skylda okkar að veita flokknum og þjóð- inni svar við slíkum spurningum. Það mun verða erfitt og sjálfs- gagnrýnið svar, en það verður greinilegt og satt. Það er nauð- syn að ráðgast almennt við verka- lýðinn og menntaiýðinn, að halda í hvívetna þá reglu að taka sam- eiginlegar ákvarðanir, og efla lýð- ræðið í flokknum og í starfi æðstu embættismannanna. Síðustu at- burðir minna oss sárlega á þessi grundvallarsannindi: Flokkurinn verður ætið að vera í nánum tengslum við verkalýðinn og þjóð- ina alla, hann má aldrei týna því niður að tala sama tungumál og alþýðan." Gierek, í ræðu í desember 1970, er hann tekur við for- ystu flokksins. Prentfrelsi og flokkur sósialismans „Fyrst þið reynið að hindra prentun greinarinnar með valdi og hafið varað „Neue Zeit"') við að prenta hana, því þá kynni tímaritið að verða „þjóðnýtt" af flokknum og sett undir ritskoðun, þá hlýtur yfirtaka fiokksins á öllum blaða- kosti ykkar að birtast mér í furðu- legu Ijósi. I hverju aðskiljið þið ykkur frá Puttkammer,2) ef þið komið á sósíalistalögum í ykkar eigln röðum? Mér persónulega má standa á sama um þetta, eng- inn flokkur i neinu landi getur dæmt mig til þagnar, ef ég er á- kveðinn í að tala. En ég vildi þó fá ykkur til að íhuga, hvort það væri ekki betra fyrir ykkur, að vera minna viðkvæmir og í fram- kvæmd ofurlítið minna — prúss- neskir. Þið — flokkurinn — þarfn- ist hinna sósialistísku vísinda og þau geta ekki lifað án frelsis hreyfingarinnar. Þá verður maður að taka óþægindunum, er því fylgja, og það er bezt að gera það án þess að depla augunum. Ósam- komulag, þó smátt væri, hvað þá sundrung milli þýzka flokksins og hinna þýzku, sósíalistísku vísinda væri óheppilegt og til háborinnar skammar.......... I „Vorwártz"3) státa menn sig af hinu helga frelsi til umræðna, en það fer ekki mikið fyrir því i reynd. Þið vitið alls ekki, hve undarlega svona tilhneigingar til ofbeldisráðstafana koma við mann hér í útlandinu, þar sem maður er vanur að sjá elztu flokksforingjana tekna til bæna innan sins eigin flokks (t.d. Ihalds- stjórnina af Randolph Churchill lávarði)". Engels I bréfi til Bebel 1. maí 1891. (Safnrit Marx og Engels á þýzku, 38. bindi, bls. 94-95). „Um það vorum við Marx alltaf sammála, að við tækjum aldrei slika siöðu,'1) að við gætum að- eins unnið við blað, sem væri fjár- hagslega óháð sjálfum flokknum. „Þjóðnýting" ykkar á blöðunum hefur sína miklu galla, ef hún gengur of langt. Þið verðið endi- lega að hafa blaðakost í flokknum, sem ekki er beint háður flokksfor- ustunni’’) og jafnvel flokksþinginu, það þýðir: sem hefur aðstöðu til, innan takmarka stefnuskrárinnar og hinnar ákveðnu baráttuaðferð- ar, að vera óhikað á móti einstök- um ráðstöfunum flokksins, og inn- an takmarka flokkslegrar fram- komu, að gagnrýna frjálst stefnu- skrá og bardagaaðferð flokksins. Þið ættuð sem flokksforusta að hlynna að, jafnvel stofna til, slíks blaðakosts, þá hafið þið líka meiri siðferðileg áhrif á hann, en ef hann verður til gegn ykkar vilja .... Því fyrr sem þið og flokkur- inn aðlagið ykkur þessu breytta á- standi, því betra. Og það fyrsta er formlega óháð flokksblöð.5) Engels í bréfi til Bebels, 19. nóv. 1892. (Safnrit Marx og Engels á þýzku, 38. bindi, bls. 517—518). ') „Neue Zeit" (Nýi tíminn") var tímarit þýzka Sósíaldemókrata- flokksins. 2) Puttkammer, prússneskur aft- urhaldssamur ráðherra í tíð sósíal- istalaganna. :l) „Vorwártz" aðalmálgagn sósí- aldemókrataflokksins þýzka. 4) Engels á við stöðu ritstjóra blaðs, sem væri beinlinis háð flokknum. 5) I svarbréfi sínu 22. nóv. segir Bebel að Engels hafi fengið rang- ar upplýsingar, blöðin séu óháð flokknum, einnig þegar flokkurinn styðji þau fjárhagslega. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.