Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 33

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 33
JÓHANNE5 CR KÖTLUM; FÉLAGI DIMITROFF í myrkrunum kolsvartar loppur leynast, — leggja fram eldsneytlð, kveikja, kveikja . . . Rikisþingið brennur! Rikisþingið brennur! ------Rauðgular tungur höllina sleikja. Mekkirnir tvístrast og hverfa út í húmið, eins og hlakkandi tröllskjaftur sé að reykja. Sindrandi gneistunum, glóðheitri öskunni um gjörvalla jörðu stormarnir feykja. Menningin heldur um helsært brjóstið, — Það er hjarta ’ennar, sem er verið að steikja. Með öndina í hálsinum undrandi hlustar hvert einasta mannsbarn siðaðra þjóða. — Rétturinn er settur! Rétturinn er settur! — Rök sin vitnandi tungur bjóða. Orðkyngin flæðir, en inntakið dreifist, eins og ömurleg, villandi rökkurmóða. Upplognar sakirnar, svikulir eiðarnir sveima yfir kurlum hatursins glóða. Menningin heldur um höfuðið klofið, — það er heili ’ennar, sem er verið að sjóða. Þá stendur hann upp í fulihugans fegurð félagi Dimitroff, hetjan rauða, — borinn uppi af hugsjón, borinn uppi af fórnum baráttumanns fyrir rétti hins snauða. Dirfska hans, reynsla hans, dýpt hans orkar eins og dómsorð á morðingjaeðlið blauða, — einbeittur svipurinn, heiðríkur hugurinn, hertur í eldi dýflissunauða. — — Bragðfimi andans i blossandi leiftrum hann beitir gegn vopnuðum svartadauða. Hann rís eins og viti á blóðferli bröttum í byltingu lýðsins til stórra dáða . . . — Er ráðherrann þá hræddur? Er ráðherrann þá hræddur? — Röddin er logandi ögrun hins þjáða, meitluð af rökvaldi Marx og Lenins, eins og mætist í röst hið lifandi og skráða . . . Það fer gustur um bekkina, geigur um hugina, — Göring steytir hnefana báða. I loftinu magnast hin mikla spurning: Á maðurinn eða dýrið að ráða? I vonlausum rökþrotum rannsóknin fálmar, hún riðar, hún gripur í vindinn tómann . Réttinum er slitið! Réttinum er slitið! — þeir reyna að fela blekkingardrómann. Dulbúin hræðslan i dóminum breiðist eins og drepandi glott yfir svipinn fróman. Félagi Dimitroff, geiglausi garpurinn, gengur á burtu með heiðurinn, sómann. Dýrið sat eftir, mjálmandi af morðfýsn, en maðurinn flaug austur í sigurljómann. 4 Dimitroff hæðir Göring (John Heartfield setti saman — „foiomontage”). 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.