Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 43

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 43
Eini hagurinn, sem launafólk hefur haft af verðbólgunni, hefur verið að auðveldara hefur verið fyrir það að eignast íbúðir. Af því leiðir að verklýðs- og starfsmannahreyf- ingin verður, ef það tekst að stöðva verð- bólguna eða halda henni innan hæfilegra marka, að knýja fram þá breytingu á íbúða- lánum að þau verði til 60—80 ára með 2—4% vöxtum og nemi 70—80% bygging- arkostnaðar. En A.S.Í. og B.S.R.B. og F.F.S.Í. eru ekki einu fjöldasamtök vinnandi stétta í landinu. Samband íslenzkra samvinnufélaga (S.I.S.) eru líka fjöldasamtök vinnandi fólks með upp undir 40.000 meðlimum. Og þar er m. a. þorri bænda og mikill hluti alls verkalýðs Islands samankominn. Það er oft svo með þau samtök, er almenningur stofnar til sem vopns síns í baráttu gegn auðvaldi, að þau kunna að slævast, ef fólkið heldur ekki sjálft fast á vopninu. Við þekkjum tilhneigingar ýmissa forstjóra S.I.S. til að ánetja þau miklu samtök yfirstétt og afturhaldi. En allt slíkt getur alþýðan sjálf hindrað, ef hún er virk á verði. Alþýðan verður alltaf og allstaðar að vera á verði, líka gagnvart forstjórum sjálfr- ar sín. Hið eðlilega ástand alþýðusamtaka er að milli A.S.Í., B.S.R.B. og S.Í.S. sé gott og rót- tækt samstarf í þágu hinna vinnandi stétta landsins og að með virku starfi fólksins sjálfs, fjölclans, í samtökunum sé hagsmunabarátt- an samræmd og framfylgt af festu og forsjá. Og þetta samstarf á eigi aðeins að takmark- ast við launamálin, heldur og smdtt og smátt að ná til allra sviða þjóðlífsins: atvinnu- rekstrar, þar sem sjálfstjórn starfsfólksins komist á í æ ríkara mæli, efnahagsmálanna almennt, menningarmála o. s. frv. Með slíku samstarfi, þar sem virkur fjöldi vinnandi stettanna sjálfra er að verki og veit hvað hann vill, verða þessi samtök öll smásaman gerð að því vopni, sem ekkert afturhald fær sigrað. En til þess þetta megi verða þarf alþýða manna sjálf að kappkosta að þroska sig eigi aðeins hvað skilning á stétta- og hagsmuna- samtökunum snertir, heldur og í stjórnmál- unum. VIRKNI OG ÞROSKI FJÖLDANS Verkamenn og starfsfólk allt þarf eigi að- eins að gera stétta- og hagsmuna-samtök sín virk sem fjöldasamtök, heldur og að fjöl- menna inn í þá flokka alþýðunnar, er það treystir til forustu, til þess að gera þá raun- verulega fjöldaflokka, þar sem verklýðs- og starfsmanna-stéttir knýi fram órjúfandi samstarf um hagsmuni og hugsjónir vinnandi stéttanna. Alþýðubandalagið sýndi það í síðustu kosningum að það naut atfylgis og trausts yfir 18000 kjósenda. Það varð ótvírætt að- alflokkur verkalýðs og starfsfólks eins og fyrirrennarar þess, Sósíalistaflokkurinn og samfylkingarsamtök Alþýðubandalagsins áður höfðu verið. Ef þriðjungur til helmingur þessara kjósenda væri virkir félagar í Alþýðu- bandalaginu, sem ynnu vel að eflingu þess, útbreiðslu blaða og tímarita hreyfingarinnar og boðuðu sleitulaust stefnu þess og hugsjón- ir á vinnustöðvum sínum og í samtökunum, þá gæti þessi sósíalistíski flokkur alþýðunnar á örskömmum tíma orðið voldugasta stjórn- málaaflið í landinu. Það er þetta, sem þarf að gerast. Og þetta er forsenda þess að það lýðræði, sem barizt er fyrir, verði meir en nafnið tómt, að — svo skilgreining Lincolns sé notuð — stjórn fólksins, í þágu fólksins, verði og fram- kvæmd af fólkinu sjálfu. Reynslan úr þeim 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.