Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 69

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 69
alþýðuflokkinn) sem kunnugt er. En ýmsir af nán- ustu vinum Aksels urðu þó eftir í danska Komm- únistaflokknum, svo sem Helge Kerulf, er þjáðst hafði með honum i fangabúðum nasista í fjögur ár, og Knud Jespersen, sem nú er formaður DKP, — og svo var og um marga nánustu samstarfsmenn hans um áratugi eins og t. d. Martin Nielsen, Al- fred Jensen og Gelius Lund, einn af viðsýnustu menntamönnum flokksins, hann hafði verið fangi í Horseröd til 1943, en tókst þá að sleppa. Haustið 1960 stóðu svo þingkosningar fyrir dyr- um. Ég hafði minnst á það við leiðtoga kommún- istaflokksins, hvort þeir vildu að ég reyndi að ræða möguleika ó samstarfi við Aksel, af því ég hefði alltaf samband við hann. Þeir höfnuðu þvi. Svo virtist sem þeir gerðu sér vonir um að koma fulltrúum á rikisþingið, en ekki væri víst að Aksel tækist það. — En það fór öðruvísi sem kunnugt er. S.F.-flokkurinn vann mikinn sigur, fékk 149.440 atkv. eða ca. 6,1% atkvæða og 11 þing- menn kosna, en Kommúnistaflokkurinn missti alia þingmenn sína, fékk 27.298 atkv. eða 1,1%. Þróun vinstri-sósíalistísku hreyfingarinnar í Dan- mörku síðan, — m. a. klofning S.F. og stofnun „Venstre-socialistisk Parti“ og svo raunveruleg upp- lausn þess— sýnir hver þörf er á því að það sé víðara til veggja og hærra til lofts í slikum flokk- um en reynslan hefur verið þar ytra. Það verður að vera hægt að þola skoðanamun og ágreining innan marxistiskra flokka án þess meirihluti miðstjórnar beiti vægðarlausum brottrekstrum eða minnihluti klofningum og nýstofnunum flokka. Sigrar S. F. í Danmörku vöktu miklar vonir um sjálfstæðari stefnu og um leið sigursæla fyrir vinstri-sósialistiska flokka á Norðurlöndum. Og eftir stofnun S. F. í Noregi og fyrsta sigur hans og eftir breytingu þá, sem varð á Kommúnistaflokki Sviþjóðar undir forustu C. H. Hermansson skapað- ist möguleiki á almennu norrænu samstarfi slíkra flokka. Var fundur sá, er haldinn var í Osló í marz 1965 tilraun til sliks. Mættu þar Aksel Larsen fyrir danska S. F., Ele Alenius fyrir finska Lýð- ræðisbandalagið, Hermannsson fyrir sænska Kommúnistaflokkinn, ég fyrir Sósíalistaflokkinn, en Finn Gustcvsson, Knut Löfsnes, formaður S.F. i Noregi og fleiri fyrir norska S.F. Er mikil nauðsyn á því að á komist slíkt samstarf allra þeirra sósíal- ista, er standa til vinstri i hreyfingu sósíalismans, hvort sem þeir kalla sig vinstri sósíalista eða kommúnista og á því ættu að vera möguleikar. Það 1966: Axel lengst til vinstri, Kai Moltke við hlið hans, Morten Lange lengst til hægri. myndi greiða fyrir slikri samvinnu — og síðar meir hugsanlegri sameiningu, — ef voldugustu kommúnistaflokkar heims, Sovétrikjanna og Kína, sæju hver nauðsyn er á sjálfstæðum marxistiskum fjöldaflokkum í auðvaldslöndunum og breyttu í hví- vetna samkvæmt því. Hvað þróun og núverandi ástand hinna tveggja bræðraflokka í Danmörku snerti, held ég að ekki sé óraunhæft né ósanngjarnt að lýsa ástandinu á eftirfarandi hátt: S. F. hefur tekist að verða fjöldahreyfing með tiltölulega miklu kosningafylgi.*) Hefur flokkurinn þar ekki síst notið glæsilegra forustuhæfileika Aksels til að ná til fjöldans og móta víðfeðma stefnu. Hinsvegar er flokkurinn hlutfallslega fá- mennur hvað meðlimi snertir, vart fjölmennari en Kommúnistaflokkurinn, og „litla blaðið" (Mini- avisen) sem hann gefur út, mun næsta áhrifalaust. En aðdráttarafl flokksins vegna stefnu hans er tví- mælalaust mikið, þótt hinsvegar bein skipulagsleg áhrif í verklýðshreyfingunni séu lítil. Einkenni hans eru fjöldaáhrif, erfiðleiki hans lélegt skipulag. *) Við þingkosningarnar 1964 fékk S. F. 152.085 atkv. eða 5.8% og 10 þingmenn, 1966 304.243 atkv. eða 10,9% og 20 þingmenn. (Alþýðubandalagið hafði 1963 16% kjósenda, 1971 17,8%). Danski Kommúnistaflokkurinn fékk 1964 32.245 atkv. eða 1,2%, 1966 21.536 atkv. eða 0,8%. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.