Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 64

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 64
Christmas Möller, Mogens Fog og Aksel Larsen undir að verða að starfa í banni laganna, svo flokksmenn kunnu nokkuð til leynilegrar baráttu og svo hafði samfylkingarstefnan gegn fasismanum kennt honum samstarf við fólk úr öðrum flokkum. Hann hafði og rétt áður fengið nokkurn forsmekk af því að þola ofsóknir, þegar ofstæki afturhalds- ins á tímum Finnagaldursins jafnvel leiddi til þess að höfuðskáld verklýðshreyfingar heimsins, Martin Andersen Nexö, var hundeltur í Danmörku og bæk- ur hans brenndar þar að nazista sið. I mótspyrnuhreyfingunni gegn nazismanum og hernámi hans hófu kommúnistarnir nú fyrstir að gefa út leynileg blöð og bæklinga og nýir tónar settu svip sinn á áróðurinn. „Land og Folk" varð til, — og hélt því nafni eftir stríð í stað gamla flokksblaðsnafnsins „Arbeiderbladet", — við hlið- ina á „Frit Danmark". Aksel Larsen tók upp sam- starf við borgaralega föðurlandsvini eins og leið- toga Ihaldsins, Christmas Möller, — samstarf sem því miður hélzt ekki að unnum sigri. „Frelsisráðið" var skipulagt og tók forustuna fyr- ir baráttunni, sem harðnaði sérstaklega eftir „þjóð- arverkfallið" í ágúst 1943. Og í frelsisráðinu var samstarf hið bezta milli kommúnistanna og borg- aralegra frelsissinna og þáttur kommúnistanna ó- metanlegur, þótt ekki hafi sú þátttaka verið metin að verðleikum I sagnarltum síðari ára, — hugsun- arháttur kalda stríðsins hefur þar alltof oft litað frásögnina óhæfilega, svo vægt sé til orða tekið. Allmikið af dönsku kommúnistunum voru settir í fangabúðir í Horseröd í Danmörku og fjölmargir siðan sendir til Þýzkalands og áttu sumir aldrei afturkvæmt, en aðrir biðu tjón á heilsu sinni við illa meðferð og pindingar. Meðal þeirra, sem um tíma dvöldu í dönsku fangabúðunum í Horseröd voru skáldin Martin Andersen Nexö (72 ára), Hans Kirk og Hans Scherfig, verklýðsleiðtogar eins og Inger Gamburg, bæjarfulltrúar eins og Johannes Hansen, o. f.l o. fl. Aksel Larsen var fangelsaður 5. nóvember 1942 af dönsku lögreglunni og 12 tímum síðar, eftir ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar, framseldur til Gestapo. Var hann síðar sendur til fangabúðanna í Sachsenhausen og Neuengamme í Þýzkalandi og sætti þar oft hinna verstu meðferð eins og fleiri. Að hann slapp lifandi mun að mestu leyti Berna- dotte-hjálpinni að þakka. Framkoma danskra yfirvalda, einkum vissra lög- regluforingja og ráðherra við dönsku kommúnistana (— eins og fleiri frelsisvini) var svívirðing, einkum meðan undirgefni þeirra við hernámsliðið var mest og striðsaðstaða þýzku nazistanna sterkust. Sjálft bannið á danska Kommúnistaflokknum til að þókn- ast nazistum var smánarblettur á rikisþinginu og Kristján konungur 10. var þvi banni andvígur, þótt hann yrði að undirrita þau lög. Lagði hann áherzlu á þessa afstöðu sína, er bannið var upphafið á fyrsta ráðuneytisfundi frjálsrar Danmerkur 1945.* Fulltrúar danskra kommúnista í Frelsisráðinu, sem varð æ meir leynistjórn Danmerkur, er nær dróg úrslitum, voru þeir Börge Houmann og, með- an hann var fjarverandi nokkurn tíma vorið 1945 vegna veikinda, Alfred Jensen. Og svo var raun- verulega Mogens Fog einskonar fulltrúi þeirra, þótt hann af vissum ástæðum væri ekki skipulagður i flokknum. Alfred Jensen er fæddur 7. júli 1903 i Árósum, af fátæku foreldri, hóf snemma að vinna og gekk ungur í æskulýðssamtök sósí- aldemókrata og siðan i vinstri samtökin, er til klofnings kom, og 1921 i Kommúnista- * Alfred Jensen, sem sat þann fund sem ráðherra, sagði mér frá því, að konungur hefði mælt á þessa leið til forsætisráðherrans Wilhelm Buhl, er hann undirskrifaði lögin um afnám bannslns: „De ved, Herr Statsminister at jeg var imod disse Love, naar de blev vedtaget". „Det er rigtig, Deres Majestæt", svaraði forsætisráðherra. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.