Réttur


Réttur - 01.10.1981, Page 9

Réttur - 01.10.1981, Page 9
Sigurðiir (iiiiliiiiiiulssoii. nuíUiri (sjálfsiiiyiul). Myndin i'r lokin lir hókinni ,,Si(jnrdnr (ínrtimindsson múliiri, scm Hl'. leiftnr oaI nl on Jón Aiiðuns ritaði ásætan formála fjrir. Sigurbjörnsson reit um í sinni indælu, hlýju og skilningsríku bók: „Þáttur Sigurðar mál- ara7”. En Sigurður var líka með brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum, innlendum og erlend- um, og var einn aðalfrumkvöðull að stofnun leynifélags þess, sem starfaði í Reykjavík í 13 ár, (1861—74) og hét fyrst „Leikfélag and- ans” en siðan „Kveldfélagið”. Lét það félag flest mál til sín taka og ræddi af miklum móð og ættu menn að lesa vel það, sem Larus ritar um það. Ahrifa þeirra verka, er Kveldfélagið vann, gætir allt til okkar tíma, eigi aðeins beinna andlegra áhrifa, heldur og með einhverri feg- urstu samtengingu áþreifanlegs og andlegs, sem íslensk list hefur að geyma: „Kveldfélagið” lét reisa Sigurði Breið- fjörð minnisvarða þann í kirkjugarðinum í Reykjavík, sem Ólafur Ljósvíkingur leitaði að og fann, — og í tengslum við þann fund ritar Halldór Laxness einhverjar djúphugs- uðustu og fegurstu setningar, sem ritaðar hafa verið á íslensku máli um mátt hins fátæka íslenska skálds. Það mun hafa kennt all róttækra skoðana um þessi mál í „Kveldfélaginu”, eins og Lárus Sigurbjörnsson bendir á, en hann vitn- ar í bréf Matthíasar Jochumssonar 21. nóv. 1871, ritað frá Kaupmannahöfn, þar sem segir.: ,,Heilsaðu geníinu frá mér og öllum commúnistum”. Geníið er Sigurður, eins og hann oft var kallaður, — og ekki hefur þurft mikla andstöðu við ríkjandi vesaldarástand, andlegt og líkamlegt, á Fróni til þess að allir gagnrýnendur væru kallaðir „kommúnist- ar”, — það vill brenna við enn þann dag í dag. Meðal umræðuefnanna voru nihilismi, Commúnismi og sósíalismi, — Parisar- kommúnan 1871 hefur líka kveikt í hér — og meðal annars var tekið fyrir efnið.: ,,Hvað- an er helst Commúnista von á landi hér?” Var Hetgi E. Helgason framsögumaður og var sá fundur 1. des. 1871. Þorsteinn frá Hamri skrifaði ágæta grein einmitt um þessar umræður Kveldfélagsins í „Rétt” 1967*. Kemur hann þar og ýtarlega inn á síðari umræður Kveldfélagsins um sósíalisma, sem Jón Ólafsson hafði fram- sögn að. Ennfremur rekur Þorsteinn þarna áhrif þau, sem Febrúarbyltingin 1848 hafði í þessum efnum og þátt Gísla Brynjólfssonar í því að kynna nokkuð sósíalisma i riti sínu ,,Norðanfara ” sem og í kvæðum sínum. Parísarkommúnan, hetjuleg barátta verkalýðsins og níðingsskapar afturhaldssins 185

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.