Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 20

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 20
og einstöku mönnum úr verkalýðsstétt, einkum iðn- aðarmönnum. Skúli Thoroddsen hafði þó þá sér- stöðu, að hann var eini íslenski stjórnmálamaðurinn, sem stóð á þessum sjónarhóli og beitti félagslegu mati í daglegri önn og hita, bardagans. Þess hefur áður verið get ð, að Skúli Thorodd- sen skoðaði baráttu Islendinga fyrir nýrri þjóðfé- lagsskipan sem hluta af alþjóðiegri baráttu og framvindu, en sú yfirsýn jók honum skyggni á ís- lensk þjóðfélagsmál. Hann hafði einnig þann hæfi- le ka, þá díalektisku sjón, að hann greindi ekki hvern efnisþátt sér: þjóðréttindamál, efnahagsmál, félagsmál og menningarmál, heldur mat þessa þætti einlægt í samhengi og sem hluta af einni lífrænni heild, eftir samvirkni þeirra og víxláhrfum. Með þessum hætti lagði hann víðasta skilning í fyrir- brigði samfélagsins og söguþróunina. Þjóðfrels s- baráttan snerist ekki um það eitt að hnekkja er- lendu valdi I hvaða mynd sem það birtist, heldur var hún forsenda og samheiti fyrir alla þá viðle tni, sem höfð var uppi til þess að koma á mannsæm- andi þjóðfélagsháttum á Islandi.""’! Þessi tilvitnun í ævisöguna gefur okkur nútímamönnum ekki aðeins vel meitlaða mynd af því, hver Skúli Thoroddsen var. Þessi tilvitnun sýnir einnig, hve glöggskyggn höfundur bókarinnar er á hlutverk persón- unnar sem hann fjallar um og þá þjóðfé- lagshætti sem ríktu í þá daga. Kaflinn „Við vegaskil”, þar sem Jón skoðar starf og hugs- un Skúla í samhengi við sinn tíma, íslenska þjóðfélagshætti og hræringar í alþjóðamál- um, sýnir okkur jafnframt, hve mikilhæfur sagnfræðingur heldur þar á penna. EN HVAÐ MEÐ HANNES HAFSTEIN? Þeir sem kynnt hafa sér sögu landshöfð- ingja og heimastjórnartímabilsins vita gjörla um mótsetningarnar milli Hannesar og Skúla. Engan undrar heldur, að við lesmr ævisögu Skúla fái lesandinn allt aðra mynd af Hannesi, en í bók Kristjáns. Jón kemst alveg hjá því, sem margan sagn- fræðing hefur hent að taka slíkri ofurást við sögupersónu sína, að andstæðingurinn njóti ekki sannmælis. Jón þegir hins vegar ekki um það sem ýmsum hefur þótt miður fara og markar einnig Hannesi ákveðinn sess í íslenzku valdakerfi aldamótaáranna Jón segir m.a.: „Eftirtektarvert er, að þá fyrst hljóp Hannesi Haf- stein pólitiskt kapp i kinn, er hinu íhaldssama og dansklundaða embætt smannaveldi var voði búinn af hinu valtýska ráðabruggi, en þá var hann jafn- frami eggjaður til framgöngu af oddvitum þess, Magnúsi Stephensen og Tryggva Gunnarssyni . . . Með valdatöku Hannesar Hafstein var tryggt póli- tískt framhald og samhengi í stjórn Islands. Nýja stjórnin hafði eins og Magnús Stephensen sama félagslega bakhjarl, íhaldssama og aðsjála embætt- ismenn, bændur og kaupmenn, en nýi ráðherrann le taðist við að treysta þossar stoðir eftir mætti.”3* Áður hafði Jón bent á, hvaða skoðanir Hannes hafði haft á þjóðfrelsi er hann mætti á Þingvallafundi árið 1888 og rifjar upp blaðagreinar hans í Fjallkonunni það sama ár. Segir Jón um þær greinar að þar: ,,hafi Verðandiskáldið gert þá hörðustu aðför að þjóðernishreyfingu og þjóðernishugmyndum Islend- inga sem um getur, en þar leitaðist hann við að svipta þjóðfrelsisbaráttu islendinga öllum tilveru- rökum. Hann fullyrti, að hugtakið þjóð væri dautt eða neutralt og allar hugmynd'.r i sambandi við það, enda þótt öld hans væri tími þjóðernishyggju og þjóðfrelsis. Þjóðarskoðun Islendinga væri rang- snúin og úrelt, og þjóðfrels shjalið væri ekki til- komið af neinni undirokun á þjóðerni þeirra og það miðaði ekki til þess að bæta úr meinum einstak- I nganna. Hin nýja stjórnfrelsisbarátta væri sprottin af þjóðernisstærilæti og krafa Islendinga um inn- lenda stjórn mannalæti, svo að þeir sýndust menn að meiri."*1 Ekki verður annað sagt, en að glansinn fari all mikið af frelsishetjunni, sem Kristján Albertsson átti varla nægilega fögur lýsing- arorð yfir. Raunar kemur Jón fram með það, að skáldskapur Hannesar hafi borið nafn hans um allt land og jafnt samherjar sem 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.