Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 62

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 62
Flokkar sem kenna sig við marxisma verða að átta sig á því að það skapar ekkert öryggi, því síður einkarétt, á því að leiða al- þýðuna fram til sigurs að kalla flokkinn kommúnistaflokk, jafnvel byggja hann á marx-Ienínistískum grundvelli. Það sem gerir gæfumuninn og ræður úrslitum, er hvort það fólk, er flokkinn skipar og ekki síst forustan, kann að beita marxismanum við aðstæður viðkomandi lands og tíma: sameina verka- lýðinn í stéttabaráttunni og afla honum bandamanna og tengja hugsjón sósíalismans órjúfanlega við þessa frelsisbaráttu alþýðu sem úrræðið til endanlegs sigurs. Flokkar Leníns og Maós gáfu alþýðu heimsins for- dæmin um að þetta sé hægt í byltingunum 1917 og 1949. Nú vofir sú hætta yfir að auðmannastéttir heims reyni sem fyrrum að yfirvinna kreppu skipulags síns með því að koma á fasisma eða hleypa af stað styrjöldum, nema hvoru- tveggja sé. Þá eru það vissulega síðustu forvöð að sterkustu flokkar sósíalismans í heiminum, á- samt öðrum flokkum verkalýðs og þjóðfrelsis snúi bökum saman, þrátt fyrir skiptar skoð- anir, og sameini krafta sína gegn því heims- auðvaldi, sem komið getur mannkyni á helj- arþröm. Þegar þeir geta hvor um sig sam- fylkt með hinum sundurleitustu öflum, — allt frá sósíaldemókrötum til arabafursta, — þá ættu þeir þó að geta samfylkt hvor með öðrum, einmitt þegar sósíalisminn getur hæg- legast sýnt yfirburði sína, er kreppa auðvalds- skipulagsins opinberar best feyskna innviði þess. DANMÖRK Dönsku þingkosningarnar 9. janúar sýna enn glöggt afleiðingarnar af þeirri glópsku sósíaldemókrata undir forustu Krags og ann- ara hægri krata að láta Danmörku ganga inn í Efnahagsbandalagið. Dönsk alþýða fær nú að kenna miklu harðar á kreppunni sökum þess skrefs og á óhægra með um úrræði. Og þetta hefur orðið til að veikja verklýðsflokk- ana þar sem heild og gera þeim óhægra um vik að ná saman. Og svo eykst hættan á hálf- fasistískri þróun, þegar lýðskrumsflokkur eins og Glistrups heldur sér nokkurnveginn í þess- um kosningum eftir að hafa þotið upp í þeim síðustu (nú 13.6%) Sósíaldemókratar fengu nú 30% fylgis, unnu sæmilega á, en höfðu 1964 41.9% (1966: 38,3%). Danski Kommúnistaflokkurinn bætti við sig, fékk 4,2% og 7 þingm. (áður 6). SF fékk 4,9% og 9 þingmenn, áður 11. Og „Vinstri sósíalistar" komust nú aftur inn á þing með fjóra fulltrúa, fengu 2,1%. — Alls höfðu þessir þrír sósíalistísku flokkar, er standa vinstra megin við sósíaldemókrata, 11,2% og 20 þingmenn. En gallinn er að sundrung ríkir milli þeirra í stað samvinnu, sem einmitt þyrfti að vera sterk, því greinilegt er að kjós- endur í Danmörku dragast nú þangað, sem þeir finna afl og styrkleika og ákveðna stefnu. Fyrir níu árum höfðu verklýðsflokkarnir alls 50% atkvæða og 89 þingmenn gegn 86 þm. borgaraflokkanna. (SF þar af 10,9% og 20 þingmenn). Þá eyðilögðu hægri kratafor- ingjarnir þá möguleika til róttækrar vinstri stjórnarstefnu, sem þeim bárust upp í hend- urnar, og enduðu með uppgjöfinni fyrir al- þjóðaauðvaldinu: inngöngunni í EB. — Nú hafa verklýðsflokkarnir samanlagt 41% og búið að binda Danmörku á klafa EB, en upp vex þeear ósvífinn hægri flokkur, sem getur umhverfst í fasistaflokk og náð fjöldafylgi, ef efnahagskreppan í Danmörku veldur slíkri þingræðiskreppu að fjöldinn, er horfir á at- vinnuleysið magnast og lífskjörin versna, 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.