Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 32
Alvaro Cunhal flytur rœðu á fundi verkamanna i úthverfi Lissabon. sólarhringinn brann skerandi rafmagnsljós. Martins og Lopez voru píndir daglega, uns þeir misstu vitið, Lopez eftir hálft ár, Martins eftir eitt ár. Ribeiro hafði áður orðið að þola fangavist í „dauðabúðunum" Tarra- fat á Grænhöfðaeyjum („Kap Verdeeyjum") tvisvar sinnum og hafði það farið mjög illa með heilsu hans. Hann dó úr „vannæringu" (þ.e hungri) í fangelsinu þarna 2. febrúar 1950. Cunhal var þarna í einangrunarklefa pyntinganna samfleytt í 8 ár, lengur en nokk- ur annar portúgalskur fangi. Hánn fór í hungurverkfall tii að knýja það fram að fá pappír og bækur til þess að undirbúa vörn sína, þegar hann átti að koma fyrir rétt. Hann notaði pappírinn líka til þess að skrifa á hann pólitískar hugleiðingar. — Aður var hér í „Rétti" sagt frá hinum æfintýralega flótta hans ásamt níu öðrum föngum og ein- um fangaverði þann 3. janúar 1960. Þeir létu sig síga niður virkisvegginn í köðlum, er þeir höfðu sjálfir gert. Þeir er framhjá gengu urðu hissa, er þeir sáu þá síga niður, en enginn sagði lögreglunni til. Flokkur, sem hefur slíkum mönnum og konum á að skipa sem þeim, er hér er frá sagt, vinnur sér eðlilega traust og ást alþýðu, sem sér að þessir menn eru reiðubúnir til að leggja allt í sölurnar fyrir málstað hennar. Kommúnistinn Militao Ribeiro, sem hér var getið, reit nokkru áður en hann dó, þessi skiláboð með blóði sínu til flokksins: „Eg hef þolað allt, sem mannleg vera getur þolað. Ég skil ekki hvernig ég hef af- borið það. En þrátt fyrir allt hef ég aldrei glatað trúnni á málstað okkar og ég veit að við munum sigra ... Ég veit að þið munið yfirstíga alla örðug- leika og leiða alþýðuna fram til sigurs." Vonir hetjanna, sem létu lífið fyrir hug- sjón sósíalismans, eru að byrja að rætast. Líf og barátta félaganna í Portngal er visstilega nm leið barátta okkar allra sem berjumst fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma. Það er skylda okkar að fylgjast vel með í hetjubar- áttu þessa flokks, sem staðið hefur af sér allar ofsóknir fasismans og er nú í broddi fylking- ar í frelsisbaráttu alþýðunnar þar og hefur þegar átt sinn hlut í því að tryggja sjálfstœði portúgölsku nýlendnanna. Við skulum muna að félagamir í Portúgal eiga við mörg sömu vandamál að glíma og við: Portúgal er í Nato eins og Island. Það er amerisk herstöð á Azoreyjum eins og í Keflavík. — Það væri vissulega ástæða til þess að koma á nánari tengslum milli marxistisku flokkanna í báð- um löndum. E. O. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.