Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 26
AUGUST BEBEL KONAN OG SÓSÍAL- ISMINN Það er sérstök ástæða í ár fyrir alla sósíalista og aðra, sem brjóta vilja þjóðfélagsmál nútímans til mergjar, að kynna sér gildi sósíalismans fyrir frelsis- og jafnréttisbaráttu konunnar. — „Réttur“ vill i því sambandi minna á þrjá þýska verklýðsforingja, sem alveg sérstaklega koma við sögu í þessu sambandi. August Bebel reit þá bók, sem enn er ýtar- legasta rannsóknin og greinargerðin í senn fyrir stöðu konunnar á hinum ýmsu stigum mannfélagsþróunarinnar og síðan alveg sér- staklega ádeilan á aðstöðu hennar í auðvalds- þjóðfélaginu og hvaða erindi sósíalisminn eigi sérstaklega til kvenþjóðarinnar. Sú bók er „Konan og sósíalisminrí' („Die Frau und der Sozialismus"). Kom hún út fyrst fyrir næstum heilli öld, árið 1879 og þá undir fölsku flaggi, því þýski sósíalistaflokkurinn hafði verið bannaður, hvað starfsemi hans snerti 1878. Var látið líta svo út sem bókin hefði verið prentuð í Zúrich í Sviss, en hún var prentuð á laun í Leipzig. Þau 12 ár, sem bannið stóð komu út sex útgáfur af bókinni, prentaðar í Sviss. Þegar flokkurinn fékk aftur frelsi til starfa, jók Bebel bókina og 1891 voru níu útgáfur komnar. 1909 voru þær orðnar 50 og búið að þýða hana á fimmtán tungumál og átti allstaðar miklum vinsæld- um að fagna. Og enn er hún gefin út, m.a. á Norðurlandamálum. Það er því ljóst að sú bók á erindi til allra, sem áhuga hafa á þess- um málum. Bók þessi er yfir 500 blaðsíður, ákaflega heillandi aflestrar. Skal hér ekki reynt að rekja neitt innihaldið aðeins minnt á tvær setningar úr henni. Tutmgasta og áttunda kafla lýkur með þessum orðum: „Yfirstéttardrottnun hefur þá að eilífu runnið sitt skeið á enda og þá um leið drottnun karlmannsins yfir konunni." Síðustu orð bókarinnar eru: „Framtíðin er sósíalismans og það er fyrst og fremst verka- mannsins og konunnar." Fyrir nútímamanninn er það hrífandi við þessa bók að sjá sósíalismann sem framtíðar þjóðfélag, sem heillandi sýn brautryðjend- anna, en eigi aðeins þá ófullkomnu mynd, 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.