Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ráðstefna KRFÍ í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 27. janúar 2006
Goðsagnir um hlutverk kvenna
Fundarstjóri: Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
Kl. 14:00 Setning ráðstefnunnar:
Margrét Kr. Gunnarsdóttir ritari Kvenréttindafélags Íslands.
Kl. 14:10 Ávarp:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri.
Kl. 14:20 Erindi: Viðhorf til dæmigerðrar kvennastéttar.
Margrét Sverrisdóttir varaformaður Kvenréttindafélags Íslands.
Kl. 14:40 Erindi: Viðskiptalífið - er það eitthvað fyrir konur?
Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vistor og
doktorsnemi við Cranfield University.
Kl. 15:00 Erindi: Staðalímyndir og kynferðislegt ofbeldi.
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta.
Kl. 15:20 Erindi: Ímynd kvenna af erlendum uppruna.
Sabine Leskopf stjórnarmaður í W.O.M.E.N. - samtökum kvenna
af erlendum uppruna.
Kl. 15:40 Erindi: Hver er ímynd jafnréttis?
Þorgerður Einarsdóttir lektor Háskóla Íslands.
Kl. 16:00 Umræður og fyrirspurnir.
Léttar veitingar verða í boði að ráðstefnu lokinni.
Tbilisi. AFP. | Míkhaíl Shaakasvhili,
forseti Georgíu, stytti í gær heim-
sókn sína til Davos í Sviss, þar sem
nú stendur yfir árleg ráðstefna
World Economic Forum, og hélt
heim á leið til Tbilisi en ófremdar-
ástand ríkir í Georgíu vegna mikilla
kulda og vaxandi orkuvandamáls í
kjölfar þess að framin voru skemmd-
arverk á gasleiðslum frá Rússlandi.
Shaakashvili sagði að gasbirgðir í
Georgíu væru á þrotum og raf-
magnsleysi var viðvarandi víða í
landinu. Vond veðrátta undanfarna
viku hefur leikið orkuleiðslur í land-
inu grátt og sem fyrr segir voru
framin skemmdarverk á megingas-
leiðslunni til Georgíu frá Rússlandi.
Miklar frosthörkur gera vandann
enn erfiðari en allt að tíu stiga frost
hefur verið á nóttunni. Skólum hefur
verið lokað og raforka er skömmtuð,
þannig að hægt sé að sjá sjúkrahús-
um og öðrum þess háttar stofnunum
fyrir orku.
„Rafmagnið fór um klukkan eitt í
nótt og síðan þá erum við alveg að
frjósa. Það er ömurlegt að stjórn-
völd skuli ekki geta leyst þetta
vandamál. Til hvers eru þau, ef allt
landið er að frjósa í hel?“ spurði
Irakli Gogokhidze, ellilífeyrisþegi í
Tbilisi.
Rússar segja skemmdarverkin á
gasleiðslunum um síðustu helgi hafa
verið hryðjuverk. En Saakashvili
Georgíuforseti hefur sakað rússnesk
stjórnvöld um að hafa sjálf staðið
fyrir skemmdarverkunum. Þeim
ásökunum hefur Moskvu-stjórn
hafnað, segir þær „móðursýkisleg-
ar“, en mál þetta staðfestir hins veg-
ar hversu erfitt sambandið er nú
milli þessara nágrannaríkja.
Reuters
Íbúar Tbilisi höggva sér við í gær til að geta hitað upp hús sín. Ófremdar-
ástand er í landinu vegna orkuskorts og vetrarveðurs.
Ófremdarástand
í Georgíu
Íbúarnir án gass og raforku í mestu
vetrarhörkum í manna minnum
London. AFP. | Keppnin um embætti
leiðtoga Frjálslynda demókrata-
flokksins í Bretlandi tók óvænta
stefnu í gær þegar blöð birtu fram-
haldsfréttir um kynlíf, lygar og
drykkjuskap þeirra sem eftir upp-
hafningunni sækjast.
Simon Hughes, sem sóttist eftir
embættinu , lýsti yfir því í gær að
hann hefði átt í samkynhneigðum
ástarsamböndum og viðurkenndi
ennfremur að hann hefði logið þegar
hann var spurður þar um.
Upplýsingar þessar fylgja í kjölfar
afsagnar leiðtogans, Charles Kenn-
edy, sem lét af embætti eftir að hafa
játað að hann ætti við drykkjuvanda
að glíma og hefði reynt að leyna hon-
um með blekkingum. Annar fram-
bjóðandi, Mark Oaten, dró sig í hlé
fyrr í vikunni þegar dagblað upplýsti
að hann hefði keypt kynlífsþjónustu
af karlmanni.
Framboðsfrestur í leiðtogakjörinu
rann út á miðvikudag og verða þeir
Hughes, Chris Huhne, talsmaður
flokksins á vettvangi efnahagsmála,
og Menzies Campbell, starfandi for-
maður, í kjöri.
„Ég er öldungis tilbúinn til að upp-
lýsa að ég hef verið í bæði samkyn-
hneigðum og gagnkynhneigðum
samböndum,“ sagði Hughes, sem er
54 ára gamall, í viðtali við The Sun.
„Ég vænti þess að þetta verði ekki til
að dæma mig úr leik í opinberu lífi,“
bætti hann við. Kvaðst hann ekki vita
til þess að hann hefði gerst sekur um
afglöp af neinu tagi enda væri hann
þeirrar hyggju að kynhneigð manna
kæmi hæfni þeirra til að sinna op-
inberum embættum ekkert við. Hug-
hes, sem er ókvæntur, hefur tvívegis
lýst yfir því í viðtölum að hann sé
ekki samkynhneigður. Í viðtalinu í
gær sagðist hann gera sér ljóst að
hann hefði á undanliðnum dögum ef
til vill verið „í fullmikilli varnar-
stöðu“ gagnvart eigin kynhneigð.
Kom inn á þing 1983
Hughes vakti fyrst verulega at-
hygli er hann bauð sig fram til þings
árið 1983. Þá fór hann gegn þekktum
baráttumanni fyrir réttindum sam-
kynhneigðra. Aðferðir Hughes þá
sættu gagnrýni en helsta slagorð
hans var að hann væri „rétti kost-
urinn“ („The straight choice“ á
enskri tungu). Þótti sýnt að með
þeim orðum væri vísað til kynhneigð-
ar andstæðingsins.
Kynlíf, lygar og áfengi
Reuters
Mark Oaten, Chris Huhne, Simon
Hughes og Menzies Campbell (frá
vinstri til hægri) á flokksráðstefnu í
London fyrr í mánuðinum.
Stefnumálin gleymd í leiðtogakjöri Frjálslyndra demókrata
LIÐSMAÐUR varnarsveita Kos-
ovo heldur á mynd af Ibrahim
Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana,
þar sem hann gengur fyrir lík-
fylgd forsetans, en hann var jarð-
settur í Pristina í Kosovo í gær.
Þúsundir Kosovo-Albana fylgdu
Rugova til grafar en hann lést af
völdum lungnakrabbameins sl.
laugardag.
AP
Rugova borinn til grafar
Riyadh. AFP. | Stjórnvöld í Sádi-Ar-
abíu kölluðu í gær sendiherra sinn í
Danmörku, Mohammad Ibrahim
Al-Hejailan, heim en ákvörðunin
er liður í mótmælum gegn birtingu
skopmynda af spámanninum Mú-
hameð í danska blaðinu Jyllands-
Posten í september sl.
Jyllands-Posten birti alls tólf
skopmyndir af Múhameð, þ. á m.
eina þar sem spámaðurinn sést
með sprengju á höfðinu, í líki túrb-
ans. Mikillar reiði hefur orðið vart
vegna myndanna meðal múslíma í
Danmörku og víðar en í íslam eru
myndir af spámanninum bannaðar.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, hefur
hins vegar hafnað öllum óskum um
að hann beiti sér í málinu, segir
hann stjórn sína engin völd hafa yf-
ir frjálsum fjölmiðlum í landinu. Og
Jyllands-Posten hefur neitað að
biðjast afsökunar á birtingu mynd-
anna, segir blaðið að mál þetta
varði grundvallarréttindi eins og
mál- og ritfrelsi.
Kalla sendiherra sinn frá Danmörku