Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ Sauðárkrókur | Nýlega var úthlutað öðru sinni úr minningarsjóði Jóns Björnssonar, tón- skálds og kórstjóra frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Ákveðið var að styrkja Jón Þor- stein Reynisson frá Mýrakoti, 17 ára harm- onikkunemanda við Tónlistarskóla Skaga- fjarðar, og hlaut hann 150 þúsund krónur úr sjóðnum. Jón Þorsteinn segir styrkinn koma sér vel, alltaf sé ánægjulegt að fá hvatningu og klapp á bakið í tónlistarnáminu. Hann mun í vor ljúka fyrri hluta framhaldsprófs í harmonikkuleik, en síðari hlutanum væntanlega í lok haust- annar á næsta vetri. Auk tónlistarnáms er hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jón Þorsteinn hóf tónlistarnám fimm ára gamall og þá á blokkflautu, en síðan nám á píanó og dragspilið sjö ára. Fram til 14 ára ald- urs lærði hann jöfnum höndum á píanó og harmonikku en eftir það hefur nikkan átt hug hans allan. Hann mun hafa verið átta ára þeg- ar hann lék einleik á harmonikkuna með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á tónleikaferð hennar um Skagafjörð. Árið 1999 tók hann þátt í hæfi- leikakeppni ungra harmonikkuleikara sem haldin var á vegum Harmonikkufélags Reykjavíkur og sigraði þar. Árið 2002 hélt MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga, einleikarakeppni í harmonikkuleik og einnig þar stóð hann uppi sem sigurvegari. Frábærar viðtökur Í tilefni af 100 ára árstíð Jóns Björnssonar í febrúar 2003 gaf fjölskylda hans út hljómdisk með úrvali laga tónskáldsins í flutningi fjöl- margra listamanna úr Skagafirði. Allur ágóði af sölu disksins rennur í þennan sjóð, sem er ætlað að styrkja unga og efnilega nemendur til frekara tónlistarnáms. Umsjón með útgáfunni hafði Eiður Guðvinsson á Sauðárkróki, frændi Jóns, og aðstoð við lagaval og annan frágang plötunnar veitti Stefán R. Gíslason, söngstjóri Karlakórsins Heimis. Að sögn Eiðs hafa viðtökur við plötunni ver- ið frábærar og eitt þúsund stykkja upplag senn á þrotum. Strax hafi verið ákveðið að láta ágóðann renna til styrktar ungu tónlistarfólki í Skagafirði. Vildi Eiður koma á framfæri þökk- um til allra sem styrkt hafa útgáfuna, sér í lagi til Stefáns söngstjóra. Þriðja úthlutun úr sjóðnum mun fara fram að ári, en þess má að lokum geta að fyrsti styrkþeginn, Sveinrún Eymundsdóttir, er komin í framhaldsnám í flautuleik á erlendri grundu. Sjóður Jóns Björnssonar styrkir harmonikkunemanda Ljósmynd/Óli Arnar Harmonikkuleikari Jón Þorsteinn Reynisson styrkþegi með nikkuna, ásamt Eiði Guðvins- syni, aðstandanda plötunnar til minningar um Jón frá Hafsteinsstöðum. Borgarnes | Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi bygging- arleyfi fyrir tengi- og við- byggingu á Brákarbraut 13 og 15 í Borgarnesi, en áður hafði úrskurðarnefndin fellt úr gildi heimild fyrir um- ræddri framkvæmd í auglýstu deiliskipulagi að svæðinu. Málið varðar deiliskipulag gamla miðbæjarins í Borg- arnesi, en deiliskipulagið var upphaflega auglýst sumarið 2004. Íbúi við Brákarbraut kærði skipulagið til úrskurð- arnefndarinnar og krafðist þess að það yrði í heild fellt úr gildi og að lagt yrði fyrir bæj- arstjórn að auglýsa það að nýju, þar sem málsmeðferð sveitarstjórnar hefði verið verulega áfátt. Úrskurðarnefndin fellst á það með kær- anda að málsmeðferð sveitarstjórnar hafi að ýmsu leyti verið áfátt. Þrátt fyrir þessa ann- marka sé ekki tilefni til að fella skipulagið úr gildi í heild sinni. Eftir standi hins vegar að ákvörðun um stærð og fyrirkomulag tengi- og viðbyggingarinnar og um byggingarreit hennar virðist fyrst hafa verið tekin eftir að sveitarstjórn samþykkti skipulagstillöguna og sendi hana Skipulagsstofnun til af- greiðslu. Efnisbreyting gerð „Í þessu felst að efnisbreyting var gerð á skipulagstillögunni án atbeina sveit- arstjórnar og virðist bæði greinargerð og uppdrætti hafa verið breytt eftir samþykkt sveitarstjórnar. Samrýmist slík málsmeðferð ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga um undirbúning og gerð skipulagsáætlana og er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki sé í hinu umdeilda skipulagi fullnægj- andi heimild fyrir umdeildri tengi- og við- byggingu á Brákarbraut 13 og 15.“ Segir úrskurðarnefndin jafnframt að telja verði að kærandi eigi lögvarða hagsmuni tengda umræddri breytingu, bæði vegna sjónrænna áhrifa og aukinnar umferðar, sem gera verði ráð fyrir að fylgi auknu bygging- armagni á svæðinu. „Verður krafa kæranda um ógildingu því tekin til úrlausnar en með hliðsjón af með- alhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993 þykir ekki koma til álita að ógilda skipu- lagið í heild heldur verður einungis leyst úr kröfu kæranda að því er tekur til tengi- og viðbyggingarinnar á Brákarbraut 13 og 15. Þykir rétt, vegna réttaráhrifa auglýsingar um skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda, að ógilda þá heimild sem er í auglýstu skipulagi til byggingar tengi- og viðbyggingar á Brák- arbraut 13 og 15 í Borgarnesi,“ segir síðan. Brákarbraut Deilt er um skipulag við þessi tvö hús. Byggingarleyfi í miðbæ Borgarness fellt úr gildi Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.