Morgunblaðið - 28.01.2006, Side 63

Morgunblaðið - 28.01.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 63 DAGBÓK Nýtt ár, ár hundsins, gengur í garð íKína á morgun, sunnudag, og af þvítilefni ætlar kínverska heilsulindinHeilsudrekinn að standa fyrir heilsu- dögum um helgina. Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrekans, sagði í samtali við Morgunblaðið að heilsudagarnir myndu hefjast í dag með sýn- ingu á wushu, sem er hefðbundin kínversk leik- fimi. Wushu er reyndar betur þekkt sem kung- fu á Vesturlöndum en fram munu koma hópar á öllum aldri en fólk frá aldrinum fjögurra ára og upp úr iðkar nú þessa leikfimi. Auk þess mun verða sýnt tai-chi, sem eru æfingar sem þjálfa í senn huga og líkama. Á sunnudeginum, nýársdegi Kínverja, stendur Heilsudrekinn fyrir kynningu á kínverskri heilsumenningu. Þar verður hægt að fá upplýs- ingar um leiðir til betra lífs að hætti Kínverja og benti Dong á að Kínverjar væru ekki ólíkir Ís- lendingum að því leyti að þegar nýtt ár gengi í garð færu margir að huga að heilsunni og því væri við hæfi að kynna þjónustu Heilsudrekans. Einnig yrði temenning Kínverja sérstaklega kynnt en Dong sagði að Íslendingar væru ekki nægilega miklir tedrykkjumenn. Hún benti á að te væri mjög gott fyrir heilsuna og að Kínverjar hefðu drukkið te sér til heilsubótar í þúsundir ára. Á meðan á heilsudögunum stendur mun fara fram sýning á kínverskri list þar sem leitast verður við að sýna sögu og menningu Kínverja. Til sýnis verða ýmsir listmunir frá Kínverskum listamönnum ásamt því sem kínverskt silki verð- ur sýnt ásamt sögu þess. Dong sagði að feng- shui væri einnig stór hluti af kínverskri menn- ingu og yrði það kynnt rækilega á heilsudög- unum. Hugtakið feng-shui er sennilega kunnugt mörgum Íslendingum en sú tækni á rætur sínar að rekja til Kína. Margir Íslendingar hafa nýtt þessa tækni til að skipuleggja heimili sín en með henni er leitast við að lifa í samhljómi við um- hverfi sitt. Dong sagði að á þessum átta árum sem Heilsudrekinn hefði starfað hefðu henni þótt ánægjulegast að kenna fólki að slaka á og hugsa vel um líkamann. Hún sagði að Íslendingar þyrftu að læra betur að hugsa um heilsuna og dekra við sig. Það væri misskilningur að alltaf þyrfti að fara út af heimilinu til að slaka á, heim- ilið væri besti staðurinn ef notast væri við réttu aðferðirnar. Aðspurð um hvort að hún teldi Ís- lendinga vera taugaspenntari en aðrar þjóðir sagði Dong svo ekki vera, flestar nútíma þjóðir lifðu hratt en mikilvægt væri að slaka á. Hún sagði að Íslendingar yrðu opnari fyrir breyt- ingum með hverju árinu sem liði og væru sífellt að prófa nýjar aðferðir í heilsurækt á borð við hefbundnar kínverskar lækningar, nálastungur og leikfimi. Heilsudagarnir verða í húsnæði Heilsudrek- ans, í Skeifunni 3j, um helgina og verður opnað klukkan níu. Heilsurækt | Heilsulindin Heilsudrekinn kynnir starfsemi sína Heilsudagar í Heilsudrekanum  Dong Qing Guan er fædd í Shanxi-héraðinu í austurhluta Kína. Hún fluttist til Íslands fyrir fjórtán árum og hefur rekið Heilsudrekann síðan 1998. Hún nam íþrótta- og heilsufræði í háskóla í Peking í Kína og kenndi við kennara- háskóla þar í landi áður en hún fluttist til Ís- lands. Brúðkaup | Gefin voru saman 29. október í Dómkirkjunni af sr. Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur þau Guðrún Helgadóttir og Grímur Sigurðarson. Heimili þeirra er í Aðalstræti 9, Reykjavík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Ljósmynd/Svipmyndir Hlutavelta | Þessir duglegu strákar, Hjörtur Ingason, Bjarnar Pétursson og Örvar Svavarsson, söfnuðu flöskum að andvirði 3.300 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Margir möguleikar. Norður ♠D109862 ♥10 S/NS ♦D873 ♣G9 Vestur Austur ♠ÁG ♠5 ♥G6 ♥K942 ♦K62 ♦ÁG1095 ♣KD10543 ♣872 Suður ♠K743 ♥ÁD8753 ♦4 ♣Á6 Hvernig er best að spila fjóra spaða í suður með laufkóngnum út? Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 2 lauf Dobl * 2 tíglar 2 spaðar 3 tíglar 4 spaðar Allir pass Spilið kom upp í 6. umferð Reykja- víkurmótsins og varð Ómari Olgeirs- syni tilefni til heilabrota: „Auðvitað dugir að svína hjartadrottningu, en maður vill helst ekki setja öll eggin í sömu körfuna og það virðist eðlilegra að reyna að trompa hjartað frítt,“ skrifar Ómar í tölvupósti. Hann kvaðst hafa hugsað sig í hel og klúðrað spilinu, makker sínum til lítillar gleði. Hermann Lárusson spilaði þannig: Hann drap á laufás, tók hjartaás og stakk hjarta. Spilaði svo spaðadrottn- ingu úr borði. Vestur tók strax á ásinn og þá átti Hermann þrjár innkomur heim til að fría hjartað og nýta það. En vestur gat banað spilinu með því dúkka spaðadrottningu – þá vantar eina inn- komu. Ómar fann á endanum bestu spila- mennskuna (á leiðinni heim). Hún er sú að stinga hjarta strax og spila síðan tígli, en ekki trompi. Þannig tryggir suður sér þrjár innkomur til að vinna úr hjartanu, eða svigrúm til að trompa þrjá tígla. Skoðum málið. Væntanlega tekur austur tígulslaginn og trompar út. Suð- ur lætur lítið tromp og kemst þá heim á spaðakóng ef vestur tekur á ásinn og spilar meiri spaða. Og ef vestur dúkkar er samgangurinn opinn til að trompa tígul og hjarta á víxl. Þetta er lúmskt spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Bónusferðir eldri borgara VIÐ verðum að þakka það sem vel er gert. Ég bý í blokk fyrir eldri borgara í Reykjavík. Bónus býður okkur upp á rútu- ferðir einu sinni í viku til að versla. Við fáum hjálp hjá þessum góðu bíl- stjórum til að koma vörunum í bílinn og eins þegar heim er komið, þá taka þeir innkaupapokana og setja þá við anddyrið, alveg meiri háttar þjón- usta. Bæði ég og fleiri eldri borgarar værum illa stödd ef þessarar þjón- ustu nyti ekki við. Stjórnendur Bónuss og ekki síst bílstjórarnir, hafið bestu þökk fyrir. Þakklátur eldri borgari. Að halda á barni undir skírn NÝLEGA var sýnt í fjölmiðlum frá skírn danska prinsins í Danmörku. Fannst mér ömurlegt að sjá hvernig haldið var á barninu undir skírn. Það er lærdómur að halda á barni undir skírn og skiptir miklu máli hvernig það er gert. Barnið er klætt í fal- legan skírnarkjól sem þarf að fá að njóta sín, bæði við skírnarathöfnina og í myndatökunni. Þegar mitt fyrsta barn var skírt sagði prest- urinn að hann mundi ekki skíra barnið fyrr en ég hefði lært að halda rétt á barninu og kenndi hann mér það. Finnst mér að prestar ættu að kenna þeim sem heldur á barni und- ir skírn hvernig best sé að gera það. Húsmóðir. Hringur í óskilum GULLHRINGUR 14 karöt, með steini, fannst á gangstíg að mótum Jaðarsels og Jöklasels að morgni 25. janúar. Upplýsingar í síma 661 4414. Minnislykill í óskilum MINNISLYKILL (USB-tengi) á svartri hálsreim fannst á bílastæð- inu við Fossvogsspítala sl. mánudag. Uppl. í síma 695 6813. Veski í óskilum KRAKKA- eða unglingaveski fannst í Söluturninum Skara á Seltjarn- arnesi. Upplýsingar í síma 561 1250 eða á staðnum. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGAR kisusystur óska eftir góðum framtíðarheimilum. Upplýsingar í síma 553 7054. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is er flutt á Laugaveg 56. Útsala og fjöldi opnunartilboða! Verið velkomin. Laugavegi 56 eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST Skráning er hafin á þriggja kvölda námskeið um sögu gyðingdóms, kristni og íslam í Hafnarfjarðarkirkju. Rakin er saga eingyðistrúarinnar frá upphafi til okkar daga í máli og myndum og spáð í stöðu heimsmálanna í dag á grundvelli þess. Námskeiðið er haldið dagana 9., 16. og 23. febrúar. kl . 20.00 - 21.30 Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju SAGA EINGYÐISTRÚARINNAR ÞRIGGJA KVÖLDA NÁMSKEIÐ UM GYÐINGDÓM KRISTNI OG ÍSLAM Í HAFNARFJARÐARKIRKJU. Upplýsingar og skráning á thorhallur.heimisson@kirkjan.is Erum að leita að verkum eftir gömlu meistarana Áhugasamir sendi til augldeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „M - 18140“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.