Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 145. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA                                           ! "         #$%&      '       (     '               )                        (    )        Úrslit kosninganna: Fréttir, viðbrögð, tölur, greining og fréttaskýringar Morgunblaðið er í fjórum hlutum, samtals 144 síður í dag VIÐRÆÐUR milli Sjálfstæðis- flokksins og Frjálslynda flokksins um meirihlutasamstarf í borgar- stjórn Reykjavíkur hófust eftir há- degi í gær og stóðu yfir með hléum fram eftir kvöldi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna, sagði eftir fund flokkanna seint í gærkvöldi að hann teldi ljóst að niðurstaða feng- ist í viðræðurnar innan þriggja daga frá því að kjöri lauk, þ.e. á þriðju- daginn og að fundað yrði áfram í dag. „Það er alveg ljóst að við eig- um margt sameiginlegt en það eru líka atriði sem við verðum að ræða frekar,“ sagði hann en vildi ekki segja frekar til um hvaða atriði það væru. Ólafur F. Magnússon, oddviti frjálslyndra, sagði í gærkvöldi að góður gangur væri í viðræðunum sem fram fóru á heimili hans en að þeim komu, auk hans og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þau Margrét Sverrisdóttir, Hanna Birna Krist- jánsdóttir og Gísli Marteinn Bald- ursson. „Viðræðurnar eru enn ekki langt komnar en þær hafa verið málefna- legar og gagnlegar. Það bendir ekk- ert til annars en að góður vilji sé til að ná samstöðu um meirihluta,“ sagði Ólafur í gærkvöldi. Aðspurður hvaða mál væri helst verið að ræða sagði Ólafur að farið hefði verið yfir þau mál sem flokk- arnir lögðu áherslu á í kosningunum og einkum væri rætt um skipulags- mál og uppbyggingu í þágu aldr- aðra. Þá væri flugvallarmálið einnig til umræðu og yrði skoðað vandlega. Að sögn Ólafs skiptir mestu að ná málefnalegri samstöðu milli flokk- anna. Hann kveðst ekki ætla að sækjast eftir embætti borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, boðaði fulltrúa Framsóknarflokks, frjálslyndra og vinstri grænna á fund í gærmorgun til að ræða mögulegt samstarf fjög- urra flokka. Aðspurður hvort Sam- fylkingin gæti gefið eftir stól borg- arstjóra í slíku samstarfi sagði Dagur mikilvægt að jafnræði væri með flokkunum í samstarfinu en að varla yrði um það deilt að stærsti flokkurinn ætti að vera þar í for- ystu. Ekki varð af frekari fundar- höldum eftir að viðræður frjáls- lyndra og sjálfstæðismanna hófust. Leitað eftir viðræðum við VG Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti sig í samband við oddvita framsókn- armanna og vinstri grænna í gær. Hann mun m.a. hafa leitað eftir við- ræðum um meirihlutasamstarf við VG, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna, segist hins vegar telja eðlilegt að þeir flokkar sem hafi stöðvað sókn Sjálfstæðis- flokksins í borginni ræði saman og kanni möguleika á samstarfi. Að- spurð um hugsanlegt samstarf vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segir hún að málefnin skipti mestu og að ekkert sé sjálfgefið í því sam- bandi. Björn Ingi Hrafnsson segir að framsóknarmenn útiloki ekki sam- starf með neinum og að hann hafi látið fulltrúa hinna flokkanna vita af því. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var áfram samband á milli Vilhjálms Þ. og Björns Inga í gær, eftir að viðræður sjálfstæðis- manna og frjálslyndra hófust. Morgunblaðið/Eggert Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins áttu tvo fundi á heimili Ólafs F. Magnússonar í gær. Hér ræða þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur við fjölmiðla að loknum fyrri fundinum. Sjálfstæðismenn ræða við frjálslynda um meirihluta Stefnt að niður- stöðu á þriðjudag, segir Vilhjálmur Þ. Eftir Árna Helgason og Ólaf Þ. Stephensen                     TUGIR ÞÚSUNDA Austur-Tím- orbúa flúðu í gær frá höfuðborginni Dili en þar ganga nú hópar ofbeldis- manna berserksgang, kveikja meðal annars í húsum, ræna og rupla. Hundruð erlendra friðargæsluliða, sem ríkisstjórnin hefur fengið til landsins til að kveða niður átökin, sundra sumum hópunum en þeir eru sagðir skipuleggja sig umsvifa- laust á ný og halda síðan upptekn- um hætti. Er óttast að borgarastríð geti verið í uppsiglingu. Átök hófust fyrir nokkrum vikum þegar stjórnin rak úr starfi um 600 óánægða hermenn sem efnt höfðu til verkfalls til að krefjast betri að- búnaðar. Var þá gerð uppreisn og hafa alls 27 manns fallið á einni viku, hugsanlega fleiri. Íbúarnir kvarta undan því að er- lenda friðargæsluliðið standi sig ekki nógu vel. „Þeir fara ekki inn í hverfin þar sem ofbeldið á sér stað,“ sagði Aquilino Soares Torres, 34 ára gamall maður sem flúði frá Dili með eiginkonu sinni, átta börnum og nokkrum ættingjum. Hann sagð- ist halda að ástandið ætti eftir að versna og ætlaði að yfirgefa landið þótt hann yrði að skilja eigur sínar eftir. Ástralar og Nýsjálendingar fjölguðu um nokkur hundruð manns í liði sínu í landinu í gær og eru þar nú um 2.250 friðargæsluliðar. Um 27.000 manns hafa leitað skjóls í bráðabirgðatjaldbúðum, að sögn talsmanns Flóttamannahjálpar SÞ, Robert Ashe. Aðbúnaður er af- ar slæmur og nær engin hreinlæt- isaðstaða, marga skortir bæði mat og drykkjarvatn. Austur-Tímor varð sjálfstætt ríki 2002 en áður var landið, sem lengi var portúgölsk ný- lenda, hernumið af Indónesum. Þjóðin er nú sögð vera að klofna og liggja skilin milli þeirra sem börð- ust gegn Indónesum og hinna sem studdu þá. Tugir manna fallnir á A-Tímor Reuters Ástralskir friðargæsluliðar handtaka óeirðasegg í Dili á Austur-Tímor í gær. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bogota. AFP, AP. | Forseti Kól- umbíu, hægrimaðurinn Alvaro Uribe, var endurkjörinn með miklum meiri- hluta atkvæða í gær. Er búið var að telja um 96% at- kvæða var hann með um 62% stuðning. Sitjandi for- seti hefur ekki náð endur- kjöri í landinu í meira en öld. Uribe er menntaður í hag- fræði við Harvard-háskóla og talinn einn helsti stuðningsmað- ur Bandaríkjamanna meðal leið- toga í Suður-Ameríku. Hann hefur lagt megináherslu á að tryggja lög og reglu. Kosningarnar fóru friðsam- legar fram en þekkst hefur í ára- tug en um 220 þúsund hermenn og lögreglumenn héldu uppi eft- irliti. Uppreisnarsamtökin FARC stóðu við loforð sitt um að trufla ekki kosningarnar. Helsti keppinautur hins 53 ára gamla Uribe, vinstriþing- maðurinn Carlos Gaviria, var með um 22% fylgi. Yfir- burðasig- ur Uribe Alvaro Uribe  Mun færri | 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.