Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Félagar í Vildarþjónustu fá 50%afslátt hjá Flugfélagi Íslands Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A ÉG HORFÐI á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um dag- inn. Mér finnst gaman að horfa á þetta því þetta er, eins og margir Íslendingar eru örugglega sammála mér um, mjög góð af- þreying. Hins vegar er stórhættulegt að taka keppnina alvarlega. Undanfarin ár hefur ekki skipt neinu máli hver vinnur keppnina, annaðhvort var sig- urverarinn frægur fyr- ir keppnina eða hann var það ekki. Yfirleitt var fólk búið að gleyma honum nokkr- um vikum eftir keppn- ina. Þrátt fyrir þetta virðist það skipta miklu máli hver vinnur, eða nei, það skiptir eiginlega enn meira máli hvaða þjóð fær stigin sem eru í boði. En það skiptir þuli RÚV meira máli hver gefur löndum stig. Ekkert fer meira í taugarnar á mér en rasismi og þá sérstaklega á meðan alevrópsk keppni stendur yf- ir. Af hverju er það einasta sem þulur RÚV getur talað um hvaða austantjaldsþjóðir eru að skora? Væri ekki skemmtilegra að fá að vita meira um þátttakendurna en reyna að tala illa um þá? Eins og í öðrum keppnum þar sem mörg lönd, eða já, lið taka þátt ætti þul- urinn að minsta kosti að reyna að vera hlutlaus. Það má vel vera að einhver þjóð kjósi vinaþjóð sína, en til hvers þessa endalausa umræðu um það hvaða þjóðir halda saman? Auðvitað myndi ég gefa vinum mín- um stig þegar þeir eru að keppa í einhverju, hvað er að því? Mörg lönd í Austur-Evrópu eru mjög ung en eiga sér svipaða sögu og þar með menningu. En, nei, þá er talað um hvað gömlu kommúnista ríkin héldu ennþá saman, svona eins og þau væru að halda upp á það að hafa lent í sameiginlegum hörmungum. Þulurinn átti það meira að segja til að grípa fram fyrir hendurnar á dóm- nefndinni, vegna þess að honum fannst að hann vissi betur hver mundi fá hæstu stigin frá hverjum. Þótt Rússland, Bosnía-Herzegóvína og Rúmenía fengju stig frá mörgum þjóð- um (þau enduðu í 2. til 4. sæti) talaði þulurinn aðeins um það hversu mikið bræða- bandalag það væri þegar þau fengu stig frá löndum í Austur-Evrópu. Þegar Svíþjóð gaf Finnlandi og Danmörku stig sagði hann ekkert um vinaþjóðir, sameiginlega sögu eða menningu, heldur sagði hann ekki neitt! Er ekki jafn mikil sam- staða í Norður-Evrópu og í Austur- Evrópu? Finnst okkur þetta ekki eiginlega frekar leiðinlegt, að það sé ekki? Erum við kannski bara öf- undsjúk út í þessar þjóðir sem leggja allt sitt fram í þessari keppni, sem þau mega loksins taka þátt í? Mig langar að benda á að það búa ekki lengur bara Íslend- ingar í þessu landi. Á Íslandi býr fólk frá mörgum þjóðum sem ég tel vera mjög já- kvætt því það gerir landið ríkara, ríkara af hugmyndum, sögu og menningu. Yfirleitt er mjög vel tek- ið á móti mér persónulega, en hvort það er vegna þess að húðin mín er hvít, hárið á mér er ljóst og augun blá veit ég ekki, og mig langar helst ekkert að vita það. Mér þykkir mjög leitt að sjónvarpsefni í beinni útsendingu, sem ég hef haft gaman af í mörg ár, fékk mig til að skrifa þessa grein til þess að benda á að rasismi er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir, en er þess vegna ekki minna tilgangslaus. Það er ekki lengur skemmtun þegar manni líður eins og maður sé lagður í einelti af sjónvarpsþul, þegar mað- ur er að skemmta sér á laugardags- kvöldi. Ísland fékk ekki að taka þátt í keppninni í ár og ég held að mörg- um hafi fundist það leiðinlegt. Silvía er frábær eins og hún er, en við megum ekki gleyma að hún er skálduð persóna. Eins mikið og hún tók þetta með stæl þá var hún einn- ig að gera grín að þessu. Og Lordi, hljómsveitin sem vann keppnina þrátt fyrir fyrri frægð, sýndi allri Evrópu að í þessari keppni á allt að vera leyfilegt, en bara á meðan við tökum þetta með smá brös á vör og glampa í auga. Kærar alþjóðlegar kveðjur. Söngvakeppnin Korinna Bauer fjallar um Evrópusöngvakeppnina ’Ekkert fer meira í taugarnar á mér en rasismi og þá sérstaklega á meðan alevrópsk keppni stendur yfir.‘ Korinna Bauer Höfundur er fæddur í Austurríki, með BA-gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta og BA-gráðu í þýsku og vinnur sem sölu- og þjónustufulltrúi. NÝLEG grein verkfræðinnar er heilbrigðisverkfræði þverfagleg grein þar sem aðferðum verkfræð- innar er beitt á mannslíkamann til að leysa mismunandi vandamál til- komin vegna veikinda eða slysa, eða einfaldlega til að bæta lífsgæði og öryggi okkar allra. Framsækin verkfræði Við uppbyggingu verkfræðináms við Háskólann í Reykjavík var ekki bara horft á daginn í dag heldur var rýnt í framtíðina og greint hvaða greinar væru í mest- um vexti í heiminum. Það blasti við að heilbrigðistæknin, og þar með heilbrigðisverkfræðin, væri einstaklega framsækin grein sem mikil þörf væri fyrir, bæði hér heima og erlendis. Vöxtur heims- framleiðslu heilbrigðitækniafurða hefur að meðaltali verið u.þ.b. 8% á ári nú um a.m.k. tveggja áratuga skeið. Þetta er með því mesta sem gerist í iðnaðinum í heiminum í dag. Sérstaða heilbrigðis- verkfræðinnar Heilbrigðisverkfræðin hefur nokkra sérstöðu innan verkfræð- innar. Heilbrigðisverkfræðingar þurfa í starfi sínu að samþætta þekkingu á mannslíkamanum og verkfræðilegum aðferðum. Und- irstöðugreinar heilbrigðisverkfræð- innar eru stærðfræði, eðlisfræði og lífeðlisfræði, og það er einmitt líf- eðlisfræðin og starfsemi mannslík- amans sem setur heilbrigðisverk- fræðina í nokkra sérstöðu miðað við aðrar greinar verkfræðinnar. Fjölbreytt atvinnutækifæri Og hvað gera svo heilbrigð- isverkfræðingar? Sem dæmi þá hanna þeir gervilimi, ýmis raftæki til að bæta heyrn heyrnarskertra og háþróuð tæki sem notuð eru á skurðstofum sjúkrahúsa. Einnig taka þeir þátt í ólíkum mælingum á starfsemi líkamans. Sem dæmi um tæki sem heilbrigðisverkfræð- ingar hafa tekið þátt í að hanna og smíða eru ígræðanleg hjartastuð- tæki, tæki sem þó nokkrir Íslend- ingar ganga með í brjóstinu. Heil- brigðisverkfræðingar beita raförvun á einstaklinga til að bæta vöðvastarfsemi sem annars væri ekki til staðar vegna lömunar, sem og greina burðarþol beina með þrí- víddar tölvulíkönum. Þeir þróa tæki til læknisfræðilegrar mynd- gerðar og aðferðir til að bæta sjúkdómsgreiningu. Einnig hafa heilbrigðisverkfræðingar verið eft- irsóttir í stjórnun fyrirtækja og sjúkrahúsa. Þessi dæmi sýna að heilbrigðisverkfræðingar vinna gjarnan í teymum ólíkra sérfræðinga innan heilbrigðisvís- indanna, svo sem lækna, sjúkraþjálf- ara, eðlisfræðinga og taugavísinda- manna. Af þessum fáu dæmum ætti að vera ljóst að viðfangsefni heilbrigðisverkfræð- inga eru afskaplega fjölþætt, enda er nám þeirra þverfag- legt en um leið með örugga fót- festu í verkfræði. Hvað þessir verkfræðingar fást við fer, eins og svo oft, eftir frumkvæði þeirra, áræðni og hugmyndaflugi. Ísland í dag er fullt tækifæra fyrir fram- sækna verkfræðinga og heilbrigð- istæknin er nú þegar öflug og er ekki annað að sjá en að heilbrigð- isverkfræðingar eigi eftir að taka þátt í því starfi og síðast en ekki síst skapa ný sóknarfæri. Heilbrigðistækniiðnaður á Ís- landi er í fyrirtækjum eins og Öss- ur, Viasys (áður Taugagreining), Medcare (áður Flaga), Kine og fleirum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum fyrirtækjum undanfarin ár. Tilvera þeirra sýnir að á Ís- landi er að mörgu leyti gott að setja af stað fyrirtæki í þessari grein. Samkeppnisforskot Íslands má hinsvegar enn bæta töluvert og þar kemur m.a. Háskólinn í Reykjavík til sögunnar. Við Háskólann í Reykjavík er boðið upp á framsækið nám í iðn- aðar-, rekstrar-, fjármála- og heil- brigðisverkfræði auk hugbún- aðarverkfræði. Greinar sem eru heilbrigð viðbót við þau svið verk- fræðinnar sem nú þegar er lagt stund á hér heima. Heilbrigðisverkfræði; verkfræði mannslíkamans Haraldur Auðunsson og Þórður Helgason fjalla um nýmæli innan verkfræðinnar ’Heilbrigðisverkfræð-ingar þurfa í starfi sínu að samþætta þekkingu á mannslíkamanum og verkfræðilegum aðferð- um.‘ Haraldur Auðunsson Höfundar starfa við tækni- og verk- fræðideild Háskólans í Reykjavík. Þórður Helgason ÉG TÓK tvo leigubíla í dag sem, ásamt bið á Umferðarmiðstöðinni, varð tilefni þessara hugrenninga. Ef ég verð ber að misskiln- ingi, vona ég að les- endur virði mér það til vorkunnar að ég þigg ekki kaup fyrir að lesa ekki lagafrumvörp, eins og sumir virðast gera. Ég hélt að sam- keppnislög væru til að gæta hagsmuna neyt- enda. En ég fæ ekki séð að það þjóni hags- munum neytenda að hafa enga hugmynd um, hvað það kostar að taka leigubíl, fyrr en komið er á áfangastað og lesið er af ein- hverjum uppskrúf- uðum mæli, sem neyt- andin hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig virkar. Í núverandi kerfi gengur maður að fyrsta bíl í röð lausra bíla í trausti þess að maður greiði sama gjald og bílstjórinn, sem er 7. í röðinni, rukk- ar. Með nýja kerfinu gengur maður á röðina og spyr hvað væntanlegur túr muni kosta. Ef 10. bílstjórinn í röðinni segir að hann taki túrinn fyrir 1.000 kr. minna en sá næstlægsti, en annað kemur á daginn, þegar lesið er af mælinum, hvar stendur neytandinn þá? Ef maður neitar að borga, hótar bílstjórinn að kalla til lögreglu, svo maður lætur undan og borgar, enda er ferlið búið að taka þvílíkan tíma að maður er að missa af flugvélinni. Ef samkeppnislögin gera vænt- anlega breytingu nauðsynlega, finnst mér að það þurfi að endurskoða þau. Nýlegt dæmi um fáránleika þess- ara laga er, þegar viðmiðunartaxti FÍH fyrir tónlistarflutning við jarð- arfarir var flokkaður sem ólögleg samráð. Viðmiðunartaxtinn var byggður á launataxta FÍH og var gott viðmið fyrir neytendur til að átta sig á hvort þeir væru að fá þjón- ustuna á undir- eða yfirverði. Þetta dæmi er samt alls óskylt því, sem við blasir með leigubílana, vegna þess að menn hafa yfirleitt ein- hverjar óskir um flytj- endur tónlistar við jarð- arfarir og sé of dýrt að uppfylla óskirnar hafa menn möguleika á að slá eitthvað af þeim (t.d. að nota bara organist- ann og kórinn). „Flytjendur“ í þessu tilfelli geta ekki kallað á lögreglu og bent á ein- hvern mæli, ef þeir ætla að flutningi loknum að rukka meira en um var samið í upphafi. Samkeppnislögin virðast í sumum til- fellum koma í veg fyrir hagræðingu. Flestum er í fersku minni, þegar SAS var sektað um 500 milljónir sænskra króna fyrir að semja við annað flugfélag um að sitja eitt að flugi til eins áfangastaðar gegn því að hitt félagið sæti eitt að flugi til annars staðar. Bæði flugfélögin höfðu áður flogið í samkeppni til beggja krumma- skuðanna. Hver heilvita maður sér auðvitað að það er auðveldara að lækka verð þegar viðskiptin aukast. Með þessari „brotlegu“ aðgerð hefðu bæði fyrirtæki og neytendur átt að hagnast. Fyrir neytendur á litlum markaðs- svæðum getur í sumum tilfellum ver- ið neikvætt að mörg fyrirtæki séu að troða niður skóinn hvert af öðru, sem í slíkum tilfellum leiðir gjarnan til hærra verðs og lakari þjónustu og getur í sumum tilfellum orsakað að þjónustan leggist af. Sem leikmanni sýnist mér að það kunni að vanta undanþáguákvæði í samkeppnislögin (sem e.t.v. væru þá háð einhvers konar verðlagseftirliti). Ég skora á þingmenn að gera und- antekningu og láta skynsemina ráða. Eru samkeppnis- lögin ólög? Þórhallur Hróðmarsson fjallar um samkeppnina á leigubílamarkaðinum Þórhallur Hróðmarsson ’Ég skora áþingmenn að gera undantekn- ingu og láta skynsemina ráða.‘ Höfundur er kennari á eftirlaunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.