Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 38
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG SÁ SVO SÆTA STELPU Í KOSSABÁSNUM Í TÍVOLÍINU... ...SVO ÉG KEYPTI ALLA MIÐANA STUTTU SEINNA FÓR HÚN Í MAT OG OFUR APINN MARGRÉT TÓK VIÐ ER ÞETTA BANANA LIKT? ÞAÐ ER VÍST MIKILVÆGT AÐ KUNNA AÐ LESA ÞEGAR MAÐUR ER BÚINN AÐ LÆRA ÞAÐ ÞÁ VILJA MENN AÐ MAÐUR FARI Á BÓKASAFNIÐ EN EF MAÐUR TÝNIR BÓK AF SAFNINU ÞÁ VILJA ÞEIR DREPA MANN! ÉG SAGÐIST ALDREI VILJA LÆRA AÐ LESA!!! HANN NÁLGAST ÓÐFLUGA! EIGUM VIÐ AÐ HENDA TIL HANS MATARLEIFUNUM OKKAR? NEI, HANN VIRÐIST NÓGU PIRRAÐUR FYRIR! STAÐA ÞÍN ER AÐ VEIKJAST PABBI JÁ? JÁ, ER ÞAÐ HVAÐA DRUSLA ER ÞETTA Á MYNDINNI MEÐ ÞÉR? ÞESSI „DRUSLA“ ER HÚN MAMMA ÞÍN! HVER ER DRUSLA!!! SKRÍTIN HÁR- GREIÐSLA ,MAMMA SAMKVÆMT NÝJUSTU KÖNNUN SEM GERÐ VAR Á MEÐAL SEX ÁRA KRAKKA Á ÞESSU HEIMILI ÞÁ ER ÞAÐ HEIÐARLEIKI ÞINN SEM SKIPTIR MÁLI EN EKKI KOS- NINGA LOFORÐ ÞÚ VINNUR OF MIKIÐ, ÞÚ VERÐUR AÐ GEFA ÞÉR TÍMA TIL AÐ SLAKA Á OG ÞEFA AF BLÓMUNUM ÉG VERÐ AÐ FINNA LEIÐ TIL AÐ VINNA HANA Á MITT BAND SVO HÚN BEINI FLEIRI KÚNNUM TIL MÍN HVERJU ÆTLI HÚN HAFI GAMAN AF? ÞAÐ ER ALL- SKONAR ÍÞRÓTTA DÓT Á BORÐINU HENNAR ÉG VILDI AÐ ÉG ÆTTI MIÐA Á ÚRSLITALEIKINN! ÞAR KOM ÞAÐ! HELDURÐU AÐ ÞEIR LOKI STAÐNUM ÚT AF KRÓKÓDÍLUNUM? NEI, BÆJARSTJÓRNIN VILL ENDILEGA AÐ ÉG TAKI UPP MYNDINA MÍNA HÉR EN ÞAÐ SEM SKIPTIR MIG MESTU MÁLI ER ÞÚ ÚTI Á SVÖLUM... Dagbók Í dag er mánudagur 29. maí, 149. dagur ársins 2006 Alveg er Víkverjihiminlifandi yfir því að hagfræðingar eru farnir að vekja at- hygli á því hvernig bankarnir notfæra sér miskunnarlaust sinnu- leysi okkar neytenda varðandi vexti. Tug- þúsundir karla og kvenna nýta sér yf- irdráttinn án þess að reikna saman ár hvert hvað þessi lán kosta. Það gerði Víkverji um árið og fékk áfall sem dugði til þess að hann hætti að nota þessi einstæðu tækifæri til að hjálpa aum- ingja bönkunum. Vextir upp á 21%, takk! Þetta er rán fyrir opnum tjöld- um. Vafalaust segja einhverjir að við getum sjálfum okkur um kennt, eng- inn þvingi okkur til að gleypa við svona tilboðum. Það er nokkuð til í því en bankarnir bera ekki síður ábyrgð en önnur fyrirtæki á því sem þeir gera. Þeim ber skylda til að benda á bæði kosti og galla við yf- irdráttarlánin. Það gætu þeir til dæmis gert með því að reikna út hvað það kostar að vera með 300 þúsund króna yfirdrátt í gangi allt árið. Og síðan gæti þjónustufulltrúi spurt með geislandi tannbursta- brosi: Það er þetta sem þú vilt, er það ekki, ha, ha, ha? Víkverji yrði ánægður með þannig þjónustu. x x x Víkverji er einn afþeim kjósendum sem vilja helst geta not- að bæði bílinn sinn og reiðhjólið og er þess vegna ekki neitt skelk- aður við þá tilhugsun að sjálfstæðismenn í Reykjavík stjórni henni í samvinnu við Vinstri- græna, nú eða Frjálslynda. Líklega er fyrri kosturinn sá heppilegasti. Þá myndu bæði bílahatarar og bílabrjál- æðingar í flokkunum tveimur verða að slaka til og niðurstaðan gæti orðið Víkverja að skapi. Þar sem R-listaflokkarnir flestir sleikja nú sárin er allt í lagi að hrósa þeim fyrir eitt af því fáa sem vel var gert í tíð þeirra. Reynt var að gera betur við hjólreiðamenn þó að víða, einkum í úthverfum, væri of mikið lagt undir bílamannvirki. Síðan mætti nefna umbæturnar í Nauthólsvík, sem eru til fyrirmyndar, og ljóst á góðum sumardögum að Reykvík- ingar eru sáttir við staðinn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Kirkjulist | Í gær var opnuð sýning í Hallgrímskirkju á 50 íkonum frá Balkanskaga. Á sýningunni eru verk eftir núlifandi viðurkennda listamenn frá fjórum þjóðlöndum, sem vinna verk sín í ólíkum stíl eftir þremur mismun- andi hefðum í íkonagerð innan rétttrúnaðarkirkjunnar í dag. Sýningin er haldin í tengslum við vortónleika Mótettukórs Hallgríms- kirkju sem verða annan dag hvítasunnu, 5. júní, kl. 17. Þá mun Mótettukór Hallgrímskirkju flytja stórbrotna kórtónlist frá Austur-Evrópu, m.a. þætti úr hinum vinsæla Vesper eftir Rachmaninoff. Kórinn er með þessari efnis- skrá að fara inn á slóðir í efnisvali sem hann hefur ekki kannað áður. Sungið verður á rússnesku, kirkjuslavnesku, grísku og latínu. Sýningin í Hallgrímskirkju stendur til 24. júní. Verkin á sýningunni eru til sölu. Íkonar í Hallgrímskirkju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar. (Orðskv. 18, 12.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.