Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur HafsteinnGuðlaugsson fæddist á Mörk á Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu 21. desember 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí síð- astliðinn. Hann var þriðji í röð átta barna hjónanna Soffíu Ólafsdóttur verkakonu, f. í Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði 29. ágúst 1917, d. 30. ágúst 1985 og Guð- laugs Guðmundssonar Pétursson- ar verslunarmanns, f. á Akureyri 15. desember 1913, d. 11. maí 1987. Systkini Péturs eru: 1) Guð- mundur Marinó, f. 18. ágúst 1939, 2) Ólafur Gunnar, f. 27. janúar 1941, 3) Ásólfur Geir, f. 6. febr- úar 1943, 4) Margrét Soffía, f. 6. Pálsson, dóttir hennar er Brynja Ósk Guðmundsdóttir, f. 1987, dætur þeirra eru Natalía Lind, f. 1995 og Jóhanna Guðrún, f. 2000. Árið 1975 kvæntist Pétur Önnu Jóhannsdóttur, f. 10. júlí 1956, þau skildu. Árið 1992 hóf Pétur sambúð með eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru E. Jónmundsdóttur frá Auðkúlu, f. 4. ágúst 1944, þau giftu sig 12. maí 2006. Börn henn- ar eru Þorbjörg, f. 1965, Kristín Hanna, f. 1968 og Jónmundur Ingvi, f. 1970. Pétur starfaði víða, lengst af var hann bóndi á Brandsstöðum. Hann vann við véla- og bílavið- gerðir meðfram búskapnum. Hann var virkur í félagsmálum og sat m.a. í hreppsnefnd Ból- staðarhlíðarhrepps og var í karlakór. Árið 1995 fluttu Pétur og Halldóra til Reykjavíkur í Austurbrún þar sem þau bjuggu. Pétur hóf störf hjá Vélaveri 1996 þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði. Útför Péturs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. september 1944, d. 5. janúar 1945, 5) Margrét, f. 6. apríl 1946, 6) Sigrún, f. 17. júlí 1948 og 7) óskírður drengur, f. 28. apríl 1950, d. 31. mars 1951. Hálfbróð- ir Péturs samfeðra er Þorvarður, f. 20. maí 1956. Pétur kvæntist 1965 Maríu Valgerði Karlsdóttur, f. 10. september 1948, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Valur Karl, f. 23. ágúst 1964, sambýliskona Sigríður H. Jensdóttir, b) Soffía Margrét, f. 25. apríl 1967, gift Vilhelm Jóns- syni, börn þeirra eru Leifur Ingi, f. 1987, Jón Pétur, f. 1993 og Laufey María, f. 1996, c) Guðrún Karólína, f. 5. desember 1970, sambýlismaður Jóhann Pétur Nú er komið að kveðjustund, sem mig var þó farið að óra fyrir að nálg- aðist. Það átti að heita vor í lofti en veðrið var ekki sérlega vorlegt á Húsavík föstudagskvöldið 19. maí sl. Síminn hringdi. Það var Sigrún móðursystir sem var á línunni og sagði mér að Pétur væri dáinn. Mér brá en samt fylgdi fréttinni líka ákveðinn léttir þar sem ég vissi að nú var Pétur kominn í hendur góðra afla. Hann var kominn til ömmu og afa, sem án efa hafa tekið vel á móti honum. Fyrstu minningar mínar um Pét- ur eru frá þeim tíma er hann og Mæja bjuggu í Hraunbæ 16. Það var spennandi að fara þangað í heimsóknir um helgar og hitta frændsystkinin og ekki var síðra að hitta sprellikarlinn móðurbróður minn. Ég man líka eftir því þegar ég var í sveit hjá Pétri á Brandsstöðum ásamt fleiri krökkum. Við höfðum alltaf næg verkefni en það var líka fastur liður að við fórum labbandi yfir á Löngumýri einu sinni í viku til að kaupa okkur nammi í skúrnum. Íþóttaæfingarnar í Húnaveri voru líka fastur liður. Frændi minn var einstaklega góð- ur maður, eiginlega of góður fyrir þennan heim. Hann var vel liðinn af öllum sem hann þekktu. Hann vildi allt fyrir alla gera en fékk það ekki alltaf endurgoldið í sömu mynt. Hann var ekki maður margra orða heldur voru það frekar verkin sem töluðu. Pétur fjargviðraðist aldrei yfir þeim verkefnum sem honum var úthlutað í lífinu en ég er sann- færð um að honum hefur ekki alltaf liðið vel þó að ekki hefði hann orð á líðan sinni. Eftir að Pétur og Dóra fluttu til Reykjavíkur fór hann að vinna hjá Vélaveri. Í vinnunni var hann vel liðinn og veit ég að hann naut mikillar velvildar vinnufélag- anna þegar veikindin voru farin að taka sinn toll. Það var hins vegar ekki fyrr en á allra síðustu árum að hann var farinn að slaka aðeins á hvað vinnuna varðaði. Sú afslöppun var þó auðvitað fólgin í annarri vinnu þar sem hann og Dóra unnu hörðum höndum við að koma sér upp athvarfi, sem var þeirra griða- staður. Þetta athvarf var sumarbústaður í Grímsnesinu, bústaður byggður af vilja, frekar en mætti. Við bygg- inguna nutu Pétur og Dóra aðstoðar og ráðlegginga Jónmundar, sonar Dóru, og fleiri góðra manna. Enn sem fyrr er þó ljóst að enginn veit sína ævina fyrr en öll er og við sem eftir lifum verðum að trúa því að Péturs hafi verið þörf á öðrum stað. Að lokum vil ég óska frænda mín- um góðrar ferðar, ég veit að hann verður boðinn velkominn hinum megin og þar mun hann láta verkin tala rétt eins og hann gerði alla sína tíð hérna megin. Ég þakka þér frændi minn kær, fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman, og kveð með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð og vona að Guð veiti þeim styrk í sorginni. Þín systurdóttir, Soffía Anna. Það var í kringum 1980 sem kynni tókust með okkur Pétri, við unnum um hríð á sama vinnustað en við sitt hvora eininguna. Pétur vakt strax athygli mína, hár, grannur og ótrú- lega verklaginn, átakavinnan lék í höndum hans og var honum auð- veldari en mörgum sem unnu í kringum hann. Við vorum fljótir að kynnast og fyrr en varði var hann búinn að afsanna kenningu sem ég hafði talið gullsígildi í fjöldamörg ár, það er að vini eignist maður á unga aldri en misnána kunningja eftir það. Okkur Pétri féll vel frá byrjun, hann var hress og kátur með skýr- ingar á flestum hlutum án þess að flíka þeim, og áhugamál okkar reyndust ótrúlega lík. Nálægðin við hann var upplífgandi og þegar á reyndi ótrúlega gefandi. Á þessum tíma rak Pétur bú að Brandstöðum en meðfram eins og svo margra bænda er háttur þjónustu við sveit- unga sína og aðra. Í Péturs tilfelli voru það vélaviðgerðir og smíðar en hann var lærður bifvélavirki og kom sú þekking honum og þeim sem nutu allvel. Oftar en ekki eyddum við drjúgum tíma, á verkstæði hans þegar ég leit við á Brandstöðum. en ýmis mál voru þar í deiglunni hverju sinni. Það var unun að vinna með Pétri, bæði var hann útsjónarsamur og frábær fagmaður og verkfærin sem hann vann með léku í höndum hans. En eins og þeir vita sem vinna mikið með handverkfæri er svo margt skinnið sem sinnið þegar að handtökum er komið. Þegar leið að kveldi þessara daga sátum við oftar en ekki undir húsveggnum og horfð- um á heiminn allt um kring ræddum hin ýmsu mál af örlitlu kæruleysi og glettni Péturs lyfti þeim á annað plan. Við áttum það líka til að sitja og þegja en Pétur var einn örfárra manna sem höfðu svo sterka návist að samræðna var ekki alltaf þörf. Um sinn skildu leiðir en síminn var notaður til að spjalla en ekki var laust við að vinur minn væri stund- um miskátur. Svo kom að Pétur brá búi og flutti til Reykjavíkur. Dóra kom inn í líf hans og hlátur og glettni reis aftur í aðrar hæðir. Við Pétur ræddum oft um hversu heppnir við værum að Hrefna mín og Dóra skyldu ná jafnvel saman og raun varð. Samneyti okkar fjögurra jókst enn þegar Pétur og Dóra byggðu sér sumarbústað í nágrenni við okkur í Bjarkarborgum. Við Pét- ur ræddum oft um hversu notalegt yrði þegar nær drægi ævikveldi að geta gengið á milli húsa í Bjark- arborgum frá því snemma vors og fram á haust. Fá okkur í glas, blása úr vindlum og spjalla, ekki síður það sem okkur lét allvel, að þegja sam- an. Því miður fer ekki alltaf eins og ætlað er, kvöldið reynist stutt og nóttin hellist yfir svo miklu fyrr en ætlað var. Á þessari stundu reikar hugur til baka og maður fyllist þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Pétri, þakklæti til Hrefnu og Dóru sem tóku af skarið og sendu okkur vinina í ferð lífsins til Daytona. Þetta var ógleymanleg listaverka- og hljóm- leikaferð þar sem bílar fyrri ára voru í öllum hlutverkum og hver uppákoman rak aðra. Þarna röltum við sveitamennirnir dag eftir dag dolfallnir milli 9000 listaverka, hlustuðum á gang þeirra og skoð- uðum handbragðið. Einn toppurinn var þegar þau voru knúin gegnum undirgang út af Daytonabrautinn og inn á hraðbrautina, dýrðlegur ilmur fyllti loftið drekarnir tóku léttan samba takt er dekkin volgnuðu, þunn reykjarslæða lagðist yfir um- hverfið og heimurinn stóð kyrr. Á kvöldin sátum við á svölum hótelsins með glas í hendi, horfðum á strönd- ina og fólkið við sundlaugina og ræddum um það sem á daginn hafði drifið. Við vorum sammála um að koma aftur innan fárra ára tilbúnir að njóta alls sem þá yrði í boði, sigldir mennirnir. Fyrr en það yrði var Formúlukeppni þó á dagskrá en hún skyldi farin fyrr en seinna. Enginn veit sína ævina sem betur fer en ferðin á formúluna og Day- tona ásamt betri helmingum okkar verður ekki farin frekar en margt sem ætlað er að gera er tími vinnst til. Að hafa eignast vin sem Pétur Guðlaugsson voru fágæt og ómet- anleg forréttindi sem ég er þakk- látur fyrir. Á þessari stund er gott að hugsa til baka og ljúft að minnast síðustu páskahelgar sem við áttum öll saman í Bjarkarborgum. Einlægar samúðarkveðjur frá okkur Hrefnu, Dóra mín, Gunna, Soffía og Valur, svo og til þeirra sem nú eiga um sárt að binda. Jónas Ástráðsson. Lokið er lífi Péturs Guðlaugsson- ar og að honum er mikil eftirsjá. Eg man vel þegar við urðum fyrst ná- grannar. Hjónin María Steingríms- dóttir og Sigurjón Ólafsson, ásamt Sigmari bróður Sigurjóns, keyptu jörðina Brandsstaði í Blöndudal og hófu þar búskap. Brandsstaðir og Höllustaðir, heimili mitt, liggja and- spænis í dalnum, Blanda skilur jarð- irnar. Af því leiðir að nágrannar fylgjast gjörla hver með öðrum og verða með sérstökum hætti ná- komnir. Soffía Ólafsdóttir systir þeirra Brandsstaðabræðra bjó uppi á Laxárdal með manni sínum Guð- laugi Péturssyni. Þau skildu og hættu búskap. Soffía flutti til bræðra sinna í Brandsstaði með börn sex börn, Pétur var eitt þeirra. Þetta var mikið dugnaðarfólk og krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja við heyskapinn. Strákarnir stóðu við slátt með litlu orfunum sínum flesta daga, þrátt fyrir ungan aldur, sá elsti var 10 eða 11 ára. Vannst þeim undra vel og sýndu strax að þar færu efni í mannskapsmenn. Dvöl Soffíu og barna á Brandsstöðum varð ekki löng og fór hún sem ráðs- kona að Æsustöðum til sr. Birgis Snæbjörnssonar. Sigurjón á Brandsstöðum missti heilsuna á besta aldri. María rak bú þeirra af aðdáanlegum dugnaði, en eftir lát Sigurjóns seldi hún Pétri Guðlaugssyni og konu hans Maríu bú sitt og jarðarhelming. Fluttist Pétur með konu sinni, syni og tveimur dætrum í Brandsstaði. Pét- ur var ágætur bóndi en auk þess snillingur við vélaviðgerðir en við þær hafði hann unnið í Reykjavík um árabil. Varð Pétur okkur grönn- um sínum mikil hjálparhella, enda einstaklega greiðvikinn. Kom hann sér upp skemmu þar sem hann hafði viðunandi aðstöðu til viðgerða. Pét- ur taldi ekki klukkustundirnar þeg- ar grannarnir þurftu liðsinnis við. Oft var komið fram undir morgun þegar ljósið var slökkt í Brands- staðaskemmunni. Pétur og María kona hans skildu. Dæturnar Soffía og Guðrún ólust upp hjá föður sínum, en sonurinn Valur flutti burt með móður sinni. Nokkru síðar hóf Pétur sambúð með Önnu Jóhannesdóttur frá Sól- völlum í Hólmi. Allmörgum árum síðar skildu leiðir þeirra. Losnaði þá fljótlega um búskap Péturs og fékk hann bú og jörð í hendur Guðrúnu dóttur sinni og þáverandi sambýlis- manni hennar Guðmundi Sveins- syni. Pétur flutti til Reykjavíkur og stundaði þar viðgerðir bíla og bú- véla enda eftirsóttur til þeirra starfa. Allmörg síðustu ár bjó Pétur með Halldóru Jónmundsdóttur framkvæmdastjóra, áður bónda á Auðkúlu. Sér hún nú á bak ljúfum og elskulegum eiginmanni sem hneig að velli fyrir hræðilegu krabbameini. Votta eg henni og öðr- um aðstandendum innilega hlut- tekningu mína og minna. Eg kveð þennan fyrrverandi ná- granna og vin með miklu þakklæti og söknuði. Páll Pétursson. PÉTUR GUÐLAUGSSON Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓREY ÓLAFSDÓTTIR Háagerði 51, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 27. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. júní kl. 11.00. Sigurður Hafsteinn Björnsson, Jónína Helgadóttir, Ólafur S. Björnsson, Sigríður Ósk Jónsdóttir, Gísli K. Björnsson, Sigrún Hrólfsdóttir, Jóhanna M. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Freyjugötu 21, Sauðárkróki, lést á heimili sínu laugardaginn 27. maí. Útför auglýst síðar. Jón S. Helgason, Anna S. Pétursdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Kormákur Bragason, Anna Pálsdóttir, Sigurlaug Pálsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR GUNNARSDÓTTIR andaðist 24. maí. Hrefna Þórarinsdóttir, Gústaf Gústafsson, Þorsteinn Friðriksson, Svanhildur Skúladóttir, Ingibjörg Friðriksdóttir, Friðrik Friðriksson, Nanna Leifsdóttir og aðrir aðstandendur. Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 27. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 31. maí kl. 11.00. Guðmundur Guðmundsson, Þórunn Stefánsdóttir, Bjarki Ágúst Guðmundsson, Hlynur Óskar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.