Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 21 UMRÆÐAN SMFR lét dRauMinn RætaSt Með alþjónuStu nýheRja hverjir eru þínir draumar? lægri kostnaður – Sérfræðingar sjá um reksturinn Dreymir þig um að lækka tölvukostnaðinn, greiða ávallt fast og fyrirsjáanlegt mánaðargjald og að sérfræðingar sjái um tölvureksturinn? Fari eitthvað úrskeiðis þá getir þú hringt eitt símtal og að sérfræðingur með þekkingu og reynslu komi öllu í samt lag, án aukakostnaðar? Þér finnst þetta kannski vera stór draumur en þó er hann einn af þeim sem þú getur látið rætast á einfaldan hátt með því að velja Alþjónustu Nýherja. Það eina sem þú þarft er tölva og Nýherji sér um að tölvukerfið standi fyrir sínu. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja og fetaðu í fótspor fjölda ánægðra viðskiptavina sem hafa áttað sig á hagræðinu sem fylgir því að úthýsa tölvurekstrinum. Alþjónusta Nýherja uppfyllir þinn draum. Nánari upplýsingar á www.nyherji.is, í netfanginu ut@nyherji.is eða í síma 569 7700 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is jafn kostnaður og aukin þægindi „Með Alþjónustu Nýherja höfum við náð að skapa aukið jafnvægi við tölvureksturinn og kostnaðurinn er fyrirsjáanlegur, engir óvæntir reikningar. Einnig þurfum við ekki að hafa áhyggjur af t.d. afritunartöku og getum leitað til öflugra sérfræðinga Nýherja þegar eitthvað bjátar á en þeir geta unnið í vélum okkar úr Borgartúninu sem sparar báðum aðilum tíma og fyrirhöfn. Þannig getum við einbeitt okkur að því að sinna viðskiptavinum okkar eins og við gerum best.” Einar Guðmundsson, sviðsstjóri fjármálasviðs Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi - SMFR. bæði innan og utan veggja skólans. Í meistaranáminu býðst þeim að taka þátt í rannsóknum á vegum Evrópu- réttarstofnunarinnar. Má sem dæmi nefna að Nýsköpunarsjóður náms- manna hefur veitt styrki til nemenda innan lagadeildar HR til að leggja stund á rannsóknir á stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins gagnvart reglum Evrópuréttar, áhrifum bandalagslöggjafar á íslenska skattalöggjöf, íslenskum tækifærum á opinberum evrópskum útboðs- markaði og hvernig íslenskum sveit- arfélögum hefur tekist að mæta kröf- um EES. Auk rannsóknarstarfa í meistaranámi gefst laganemum í grunnnámi kostur á því að fara í námsferð til Brussel og kynna sér starfsemi stofnana ESB og EFTA. Ef haft er í huga hversu stóru hlut- verki Evrópuréttur hefur að gegna í daglegum störfum íslenskra lögfræð- inga er ljóst að sú kennsla og þær rannsóknir sem stundaðar eru á sviði Evrópuréttar innan HR munu nýtast nemendum vel að námi loknu. Þeir lögfræðingar sem útskrifast úr laga- deild HR hafa því alla burði til að skipa sér í fremstu röð á sviði Evr- ópuréttar. ’Þeir lögfræðingar semútskrifast úr lagadeild HR hafa því alla burði til að skipa sér í fremstu röð á sviði Evrópuréttar.‘ Höfundur er meistaranemi við lagadeild HR. Eina lífsmarkið frá yfirvöldum hér eru bréf frá Skattstofu Reykjanes- umdæmis og Skattstofu Reykjavíkur um „tekjur og laun yðar“ frá Svíþjóð. Við fyrirspurn hjá Ríkisskattstj.: tví- sköttun væri leyfileg, samkvæmt 25. gr. tvísköttunarsamnings. Fékk ég eintak. Þar segir í 26. gr., að ákvæði 25. gr. eigi „ekki við um sænskan elli- lífeyri“. Að auki segir í 18 gr.: Eft- irlaun og ellilífeyri, sem greidd eru í einu samningsríki til aðila búsetts í öðru ríki, skal einungis skattleggja í fyrrnefnda ríkinu. Eftir fund í öld- ungadeild Læknafélags Íslands kom í ljós að flestir með eftirlaun frá Sví- þjóð greiða skatt af þeim bæði þar og hér. Þrátt fyrir fundi Norðurlandaráðs, ráðherra og „samning milli Norð- urlanda til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir“ er niðurstaðan: Þetta er framlag Íslands til frjáls og óhindr- aðs flæðis vinnuafls á Norð- urlöndum, ásamt ótrúlegri elju að koma við skerðingu örorku og líf- eyris sem víðast. Þetta gildir ekki bara fyrir okkur núna. Á eftir kemur fjöldi manns, sem hefur unnið er- lendis, auk þeirra sem nú eru þar. Annars verða þetta hreinir átt- hagafjötrar, eins og fyrir 100 árum. Það væri nær að spara eitthvað þessa fundi og byrja að fara eftir þeim samningum, sem gerðir hafa verið. lífeyri Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.