Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 31 MINNINGAR ✝ Indiana ElísabetGuðvarðardótt- ir fæddist í Húna- vatnssýslu 12. nóv- ember 1911. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 18. maí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Björns- dóttur, f. 1883, d. 1948, og Guðvarðar Guðvarðarsonar, f. 1883, d. 1915. Þegar Indiana var 12 ára gömul eignaðist hún fóstursystur, Þorgerði Sigurjóns- dóttur, f. 1923, d. 2. febrúar 2006. Maki Indiönu var Einar Sig- urðsson, f. 1912, d. 1942. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Frí- manns Ferdinandssonar, f. 1877, d. 1932, og Arnfríðar Einarsdótt- ur, f. 1883, d. 1928. Börn Indiönu og Einars eru: 1) Guðvarður Björgvin Fannberg, f. 1931, d. 1956, kvæntur Jónu Bríeti Guðjónsdóttur, f. 1933, börn þeirra eru Guðjón, f. 1953, og Guðbjörg, f. 1956. 2) Sigurður Arnar, f. 1932, d. 1935. 3) Arn- fríður Svana, f. 1934, d. 1935. 4) Sigurður Arnar Svanberg, f. 1936, kvæntur Lísabet Sólhildi Einarsdóttur, f. 1935, börn þeirra eru Indiana Fanney Elísabet, f. 1958, Viktoría Ingibjörg, f. 1960, Einar Svanberg, f. 1961, Sigríður Lísabet, f. 1963, Sólborg, f. 1965, og Sigurður Arnar, f. 1969. 5) Svana Einey, f. 1943, gift Pétri Hafsteini Jóhannessyni, f. 1941, börn þeirra eru Guðvarður Björg- vin, f. 1963, Hildur, f. 1969, Heim- ir, f. 1970, og Eygló, f. 1977. Barnabarnabörnin eru 27 og barnabarnabarnabörnin eru fimm. Indiana ólst upp í torfbænum Álfhóli í Húnavatnssýslu. Fimmtán ára fór hún til Reykjavíkur að vinna hjá fjöl- skyldu Bjarna Sæ- mundssonar nátt- úrufræðings og átti hún ljúfar endur- minningar frá þeim tíma. Mestalla ævi vann Indiana utan heimilis ásamt heimilisstörfum. Störfin voru fjöl- breytt og vann hún m.a. á tímabili við fiskvinnslu á daginn og ræsti bátana á kvöldin. Seinna vann hún á saumastofu, í bakaríi, við smurbrauðsstörf og seinustu árin sín á vinnumarkaðinum vann hún á Sólvangi. Árið 1935 var erfitt í lífi Indiönu og Einars, öll börnin þeirra þrjú voru veik á Jóseps- spítala, þá gengu kíghósti og heilahimnubólga yfir, og létust tvö þeirra. Heimsóknartímar voru tvisvar á dag og stutta stund í einu. Góðhjörtuðu systurnar á spítalanum buðu Indiönu vinnu og gat hún þá litið inn til barna sinna hvenær sem tími vannst til. Indiana missti manninn sinn í október 1942, var hún þá með tvö börn og ófrísk að því þriðja. Veitti þá eldri drengurinn henni ómetanlega hjálp en hann lést á tuttugasta og fimmta aldursári og var það henni þung raun. Um miðjan aldur fór Indiana að ferðast til útlanda en það hafði verið draumur hennar um langt skeið og ferðaðist hún mikið með- an heilsan leyfði. Indiana dvaldi síðustu æviár sín á Sólvangi. Indiana verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma, við söknum þín mikið en huggum okkur við að nú ertu komin til afa, barnanna þinna sem þú misstir svo ung og systur sem lést aðeins nokkrum mánuðum á undan þér. Þau munu öll taka vel á móti þér og nú fáið þið loksins að vera saman aftur. Þú varst alltaf hnarreist, stolt og smart amma þó að líf þitt hafi ekki ávallt verið dans á rósum. Þú varst gjafmild og góð og svo innilega þakklát þegar mað- ur kom í heimsókn. Þú varst nýj- ungagjörn og safnaðir ekki gömlu „rusli“ eins og þú kallaðir það gjarnan. Íbúðin þín var alltaf svo hugguleg og þú klædd samkvæmt nýjustu tísku. Við minnumst þín í fallegu íbúð- inni þinni á Álfaskeiðinu þar sem þú ólst upp börnin þín. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og varst alveg einstaklega gestrisin. Það var alltaf jafnnotalegt að koma í heimsókn og þú varst óþreytandi að segja okkur sögur þegar við vorum yngri, m.a. um litlu gulu hænuna og einnig um þá hvítu sem okkur þótti reyndar mun skemmtilegri. Þú fórst oft meðfjölskyldunni í sumarhúsið okk- ar að Syðra-Seli á Stokkseyri. Á leiðinni fræddir þú okkur um kenni- leiti og það kom glampi í augun þegar við fórum fram hjá Lækj- arbotnum þar sem þú dansaðir sem ung kona. Á Syðra-Seli spilaðir þú við okkur börnin heilu og hálfu dag- ana meðan foreldrar okkar voru að vinna við húsið. Takk fyrir þessar yndislegu stundir. Það var gaman að hlusta á þig segja sögur úr æsku þinni. Þú sagð- ir okkur frá því þegar þú ferðaðist ein með skipi til Reykjavíkur, til að vinna, frá heimaslóðum þínum í Skagafirði aðeins 15 ára gömul og þótti okkur sú saga alltaf jafnmerki- leg. Ferðin tók um viku og hafði mamma þín útbúið nesti til ferð- arinnar, steikt flatkökur og soðið hangikjöt og bjúgu. Hún hafði einn- ig látið þig fá smá pening þannig að þú gætir keypt mjólk þegar skipið kæmi að landi á Austfjörðunum á leiðinni suður. Amma talaði ekki mikið um fyrstu búskaparár sín sökum þess hversu sár minningin var. Hún missti tvö ung börn sín með stuttu millibili og eiginmann sinn 7 árum seinna, þá ólétt að mömmu okkar, Svönu Einey og með tvo unga drengi, Sigurð Arnar 6 ára og Guð- varð Björgvin 11 ára. Allir hjálp- uðust að, Guðvarður reyndist henni ómetanleg hjálp, passaði yngri systkini sín, vann við útburð blaða og sem sendisveinn í verslun. Amma vann á tímabili í sömu versl- un, á daginn við að búa til kjötfars og slátur og á kvöldin við ræstingar. Þessi ár voru erfið. Guðvarður lést aðeins 24 ára að aldri og náði amma sér aldrei að fullu eftir það áfall. Amma var mikill lestrarhestur, en því miður greindist hún á miðjum aldri með augnsjúkdóm sem haml- aði henni mikið. Hún var þó dugleg að fá lánaðar hljóðsnældur frá Blindrabókasafninu sem hún hafði gaman af. Amma ferðaðist mikið um ævina og var dugleg að fara með börnin sín þrjú í ferðalög á sumrin. Samdi hún t.d. við leigubílstjóra um að fá far norður í land þar sem þau tjölduðu, borðuðu heimatilbúinn mat og áttu góðar stundir. Amma var alla tíð hörkudugleg og passaði hún vel upp á að börnin hennar skorti ekkert. Mamma okkar hefur oft talað um að þó að amma hafi alið þau systkinin upp ein, þá fundu þau eins lítið fyrir því og mögulegt var, fengu t.d. jafnstórar gjafir og hin börnin í hverfinu, o.s.frv. Við erum óendanlega þakklát fyr- ir að hafa fengið að dvelja hjá ömmu og kveðja í lok veru hennar hér. Elsku amma, þú hefur alltaf verið eins og klettur í tilveru okkar og er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, jól og áramót verða tómleg án þín. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir að hafa verið okkur svo góð. Guð blessi þig. Þín barnabörn, Guðvarður, Hildur, Heimir og Eygló. Indiana Guðvarðardóttir, amma okkar, er dáin, 94 ára gömul. Okkur systkinin langar til að þakka henni samferðina. Við sem eftir lifum vorum svo lánsöm að fá að njóta samvista hennar lengi, elsta barnabarn hennar komið á sextugsaldur þegar hún deyr. Guð- jón sem aðstæðna vegna fékk stundum að vera hjá henni nokkra daga í einu sem stráklingur minnist sérstaklega leiftrandi sögustunda með henni, svo mjög að einföldustu ævintýri öðluðust líf og geymast þau enn sem slík. Þegar árin eru þetta mörg er auðvitað margs að minnast, en upp úr stendur, í okkar huga, afstaða ömmu til lífsins og tilverunnar, já- kvæðni og ræktunarsemi við afkom- endur sína, sem ekki eru svo fáir. Okkur langar til að nota tækifær- ið til að þakka Adda og Distu, og Svönu og Pétri fyrir alveg sérstak- lega mikla rækt og umönnun við ömmu alla tíð og þá sérstaklega síð- ustu árin þegar aldurinn færðist yf- ir hana. Þau sýndu alveg sérstaka fórnfýsi og óeigingirni í því. Utan- landsferðir, heimsóknir til ættingja og svo mætti lengi telja. Takk fyrir það, og amma, takk fyrir samfylgd- ina. Guðjón og Guðbjörg Guðvarðarbörn. Elsku hjartans amma mín. Nú var komið að þér. Andlát þitt bar að hægt og hljótt, mikil mýkt og friður ríkti yfir þér. Þetta var alveg eins og þú hafðir óskað þér og áttir þú það svo sann- arlega skilið. Ég sé fyrir mér himnana opnast, þar kemur á móti þér fallegur englakór sem var sérstaklega æfður fyrir móttöku þína, elsku amma mín. Þegar hann hefur gengið að þér koma börnin þín tvö, lítil telpa og ungur drengur sem þú misstir svo ung að árum, eiginmaður þinn sem lést ungur úr berklum og upp- kominn sonur þinn sem lést skyndi- lega rúmlega tvítugur. Þið leitið eft- ir nálægð hvort annars og saman gangið þið inn í himnaríkið. Þetta er falleg sjón, þetta er ríkidæmi þitt á himnum, elsku amma mín. Amma mín, þú ert ein af hetjum þessa lands, fæddist í byrjun 20. aldar, skapaðir grunninn að því þjóðfélagi sem við af síðari kyn- slóðum lifum í. Þú lifðir tímana tvenna eða jafnvel þrenna. Líf þitt og grunnur þinn gerði þig að þeirri manneskju sem birtist okkur og við lifðum með. Alla tíð barst þú höf- uðið hátt, þrátt fyrir hin miklu áföll sem á þér dundu, varst hörkudug- leg og kjarkmikil. Ekki mátti heyr- ast að þiggja aðstoð eða bætur, því stoltið var mikið. Eftir að börnin þín Svana og Sig- urður Arnar, faðir minn, uxu úr grasi, fórst þú í nokkrar siglingar með Gullfossi. Einnig ferðaðist þú nokkuð innanlands með húsmæðr- um úr Hafnarfirði. Þessar ferðir gáfu þér mikið og einnig okkur börnunum sem þú gladdir ávallt með gjöfum þegar þú komst til baka. Þú varst mikill fagurkeri, safnaðir fallegum hlutum. Heimilið þitt á Álfaskeiðinu og síðar á Hjalla- brautinni báru þess merki. Fallegir hlutir, kristallar og útsaumaðir stól- ar í hverju horni. Þú varst örlát og hafðir yndi af að gefa gjafir sem alltaf skyldi vera kristall eða gull. Ef stórafmæli eða aðrir stórvið- burðir voru í fjölskyldunni varst þú alltaf tilbúin með þína gjöf tíman- lega. Sóley dóttir mín vann með námi á Sólvangi þar sem þú varst vistmað- ur síðustu ár. Milli ykkar myndaðist einlægt og fallegt samband. Ég var hjá þér í veikindum þínum og spurði þig hvort þú værir lasin. Þú svar- aðir mér um hæl „Nei-nei, ég er bara eitthvað löt“. Það var alveg kominn tími á það amma mín að þú leyfðir þér að vera eitthvað löt. Starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði þakka ég fyrir fagleg og góð vinnu- brögð. Þar var mikil umhyggjusemi, góð hjúkrun og umfram allt mikil virðing borin fyrir ömmu minni og öllum hennar þörfum. Ég sé himn- ana lokast og stolt gekkst þú þar inn. Sæl að sinni, elsku amma. Þín Sigríður Lísa. Okkar elskulega langamma. Þegar ég var yngri fannst mér alltaf svo gaman að segja frá því að ég ætti ömmu sem héti Indiana, finnst það svo fallegt nafn. Maður gat alltaf treyst því að það væri til eitthvað gott þegar maður kom í heimsókn til ömmu. Það var alltaf til brjóstsykur og annað slíkt. Við systur fengum alltaf gjafir um hátíðarnar, hún amma var alltaf svo gjafmild. En það að eiginlega allt Ísland lá á milli okkar gerði það að verkum að við hittumst ekki eins oft og við hefðum viljað. Ég fór samt alltaf í heimsókn með Svönu ömmu þegar ég kom suður og fannst það alltaf jafn gott. Það var alltaf svo þægilegt að hitta hana ömmu, hún var alltaf svo hlý og góð. Núna ertu vonandi á betri stað og líður vel. Blessuð sé minning þín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Fyrir hönd okkar systra, Svana Heimisdóttir. INDIANA ELÍSABET GUÐ- VARÐARDÓTTIR Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU E. SIGURÐARDÓTTUR, Barónsstíg 11, Reykjavík, sem lést laugardaginn 20. maí, fer fram frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 29. maí kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Jóhannes Guðmundsson, Bryndís Jóhannesdóttir, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Sigurður Einar Jóhannesson, Jóhanna Ingibjörg Jóhannesdóttir, Ómar Sveinbjörnsson, Ásgerður Jóhannesdóttir, Ægir Lúðvíksson, Þóra Jóhannesdóttir, Kristján Pétur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR HAFSTEINN FRIÐRIKSSON fyrrv. atvinnubílstjóri, Grensásvegi 56, Reykjavík, sem lést á Sjálfsbjargarheimilinu, Hátúni 12, Reykjavík, fimmtudaginn 18. maí, verður jarð- sunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Guðríður L. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Swastika Guðmundsson, Eyþór Guðmundsson, Þórdís Ósk Sandholt, Sigurður Jóhann Hallbjörnsson, Arnar Már Jóhannsson, Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir, barnabörn og systkini. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ SOFFÍA TRYGGVADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi laug- ardaginn 20. maí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Örn Karlsson, Hellen Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Ellert Arnarson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.